Þurfum líklega að draga úr um 35-40%

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/RAX

Íslendingar eru á réttri leið hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum en þurfa að gera meira og leggjast á eitt. „Við þurfum bara öll að skoða okkar neyslu,“ segir Vanda Úlfrún Liv Hellsing, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, en hún var meðal ræðumanna á ársfundi stofunarinnar í morgun.

Ársfundurinn bar yfirskriftina Loftslagsmál: Er runnin upp ögurstund? en þar fór Vanda m.a. yfir þau markmið sem Ísland hefur sett sér og hvaðan losun landans á gróðurhúsaloftegundum er að koma.

Íslendingar hafa samþykkt að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030, miðað við árið 1990. Markmiðið er sameiginlegt markmið Íslands, Evrópusambandsins og Noregs en nær ekki til losunar frá alþjóðaflugi né alþjóðasiglingum.

Losun Íslendinga á gróðurhúsaloftegundum jókst um 28% á árunum 1990 til 2015 en heildarlosunin 2015 skiptist þannig að 44% var af völdum svokallaðra iðnaðarferla, 37% vegna orkunotkunar, 14% vegna landbúnaðar og 5% vegna úrgangs. Inni í þessu er ekki alþjóðaflug, alþjóðasiglingar né landnotkun.

Að sögn Vöndu er í raun stefnt að tveimur markmiðum; að minnka losun frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um 43% árið 2030, miðað vð losunina árið 2005, og að minnka aðra losun um 30% árið 2030, einnig miðað við 2005.

Svokallað viðskiptakerfi nær til stóriðjunnar og virkar þannig að ef fyrirtækin ná ekki að draga úr losun verða þau að kaupa sér losunarheimild fyrir hvert losað tonn, segir Vanda.

„Það eru átta aðilar á Íslandi með losunarleyfi sem mega losa undir þessu kerfi,“ útskýrir hún, m.a. álverin. Þau sækja aukaheimildir í sameiginlegan pott sem mun minnka um 43% til 2030 en heimildirnar ganga kaupum og sölum á opnum markaði.

Vanda Úlfrún Liv Hellsing umhverfis- og auðlindafræðingur.
Vanda Úlfrún Liv Hellsing umhverfis- og auðlindafræðingur. mbl.is/Kristinn

Engin sérákvæði og takmarkaður sveigjanleiki

Hvað varðar þá hluta sem ekki falla undir viðskiptakerfið skiptist losunin á Íslandi þannig að orkan telur 61%, landbúnaðurinn 23% og úrgangur og iðnaðarferlar 8% hvor.

„Þessi kaka þarf að minnka um 30% fyrir öll ESB-ríkin, Ísland og Noreg,“ segir Vanda. „Það er búið að setja fram tillögu fyrir ESB-ríkin og þá eru ríkin að fá á sig núll og upp í 40% kröfu og það er líklegt að Ísland fái 35-40% kröfu á sig.“

Við ákvörðun losunarkrafanna er m.a. horft til þess hvernig ríkin standa fjárhagslega og hversu mikla möguleika þau eiga til þess að draga úr losun. Á tímabili Parísarsamkomulagsins, frá 2020 til 2030 verða líklega engin sérákvæði fyrir einstaka ríki en aðeins eitt ríki Evrópusambandsins þarf ekki að draga úr.

Í tillögum ESB er að finna ákveðin sveigjanleikákvæði en þau eru þó háð takmörkunum.

„Það er mikið rætt um bindingu og að við ætlum að nýta okkur bindingu til að ná markmiðunum okkar en í tillögum Evrópusambandsins er mjög ákveðið þak á því hversu mikið þú mátt nýta þér bindinguna til að standast skuldbindingar,“ útskýrir Vanda.

„Auðvitað getum við gengið lengra ef við viljum, það er gott fyrir andrúmsloftið, en það er ákveðið þak á því hversu mikið við getum talið bindinguna okkur til tekna. En það er ekki búið að semja við Ísland,“ bætir hún við, þ.e. um það hvert þakið verður fyrir Ísland.

Loftslagsbreytingar eru sameiginlegt vandamál allra jarðarbúa. Þegar vísindamenn hugðust rannsaka ...
Loftslagsbreytingar eru sameiginlegt vandamál allra jarðarbúa. Þegar vísindamenn hugðust rannsaka strauma Slims-árinnar í Kanada í fyrra var hún allt að því horfin. Í ljós kom að farvegur árinnar var gjörbreyttur þar sem leysingavatn úr jöklinum Kaskawulsh var minna en áður og rann nú aðeins í eina átt í stað tveggja. AFP

Ýmsir möguleikar á aðgerðum

En hvar eiga Íslendingar helst möguleika á að draga úr losun?

Vanda segir mestan árangur fólgin í því að hætta að brenna jarðefnaeldsneytum. Þar eru samgöngur stærsti þátturinn. Þá segir hún mikla möguleika liggja í úrgangsmálum en miklu munar á losun frá matvælum eftir því hvort þau eru urðuð eða notuð til jarðgerðar.

„Þar er tímaramminn langur,“ segir hún. „Maturinn sem þú hendir á morgun verður ennþá að losa eftir 20 ár. Það er allt öðruvísi en ef við breytum um orkugjafa í samgöngum; þá er það bara eitthvað sem gerist um leið og þú keyrir á nýja bílnum.“

Þá segir Vanda möguleika liggja í svokölluðum kælimiðlum sem notaðir eru um borð í skipum og á veitingahúsum en þar eru menn að horfa til þess að skipta út þeim lofttegundum sem verið er að nota og endurskoða búnaðinn.

Eins og er stendur yfir vinna hjá hinum opinbera sem snýr að lausnum í landbúnaði en Vanda segir þörf á því að uppfræða bændur um hvað þeir geta gert til að leggja sitt af mörkum.

En telur hún yfirstandandi aðgerðir hafa skilað árangri, til að mynda losunarkvótarnir í stjóriðjunni?

„Ég hef oft fengið þessa spurningu. [Fyrirtækin] eru búin að skila fyrir fjögur ár og við sjáum og heyrum bara á samtali við rekstraraðila að þeir eru að endurskoða alla verkferla,“ segir Vanda.

„Það koma alltaf óháðir vottunaraðilar til Íslands sem eru að taka út álverin og sambærilega stóriðju og í upphafi var mikil andstaða; þetta er flókið kerfi og þungt, en núna þegar við erum komin á fjórða árið erum við að sjá að þau kunna þetta og eru farin að sjá tækifæri í þessu því þetta sparar þeim líka peninga.“

Möguleikar Íslendinga á að láta til sín taka í loftslagsmálum ...
Möguleikar Íslendinga á að láta til sín taka í loftslagsmálum eru margir. Einn sá helsti er að hætta að nota jarðefnaeldsneyti; kaupa til dæmis rafmagnsbíl næst þegar þarf að skipta. mbl.is/Kristinn

„Maður þarf að vera jákvæður“

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar reiknuðu það út í vikunni að losun á hvern íbúa landsins hefði minnkað úr 10,2 tonnum í 8,12 tonn á árunum 2005 til 2015 en þá er um að ræða losun utan viðskiptakerfisins. Til samanburðar losaði hver íbúi Evrópusambandsins 5,8 tonn af CO2 árið 2005 og 5 tonn árið 2015.

En Vanda segir þetta skref í rétta átt.

„Maður þarf að vera jákvæður. Það að við erum að losa minna á hvern íbúa sýnir að við erum öll að gera eitthvað rétt. Við erum á réttri leið. Við þurfum bara að gera meira og þurfum öll að leggjast á eitt til þess að þetta gangi upp. Og við höfum tækifæri til þess; við eigum orkuna, við getum verið með rafmagnsbíla. Það eru til lausnir í úrgangsmálum. Þannig að við getum þetta alveg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...