Þurfum líklega að draga úr um 35-40%

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/RAX

Íslendingar eru á réttri leið hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum en þurfa að gera meira og leggjast á eitt. „Við þurfum bara öll að skoða okkar neyslu,“ segir Vanda Úlfrún Liv Hellsing, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, en hún var meðal ræðumanna á ársfundi stofunarinnar í morgun.

Ársfundurinn bar yfirskriftina Loftslagsmál: Er runnin upp ögurstund? en þar fór Vanda m.a. yfir þau markmið sem Ísland hefur sett sér og hvaðan losun landans á gróðurhúsaloftegundum er að koma.

Íslendingar hafa samþykkt að draga úr losun um 40% fyrir árið 2030, miðað við árið 1990. Markmiðið er sameiginlegt markmið Íslands, Evrópusambandsins og Noregs en nær ekki til losunar frá alþjóðaflugi né alþjóðasiglingum.

Losun Íslendinga á gróðurhúsaloftegundum jókst um 28% á árunum 1990 til 2015 en heildarlosunin 2015 skiptist þannig að 44% var af völdum svokallaðra iðnaðarferla, 37% vegna orkunotkunar, 14% vegna landbúnaðar og 5% vegna úrgangs. Inni í þessu er ekki alþjóðaflug, alþjóðasiglingar né landnotkun.

Að sögn Vöndu er í raun stefnt að tveimur markmiðum; að minnka losun frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um 43% árið 2030, miðað vð losunina árið 2005, og að minnka aðra losun um 30% árið 2030, einnig miðað við 2005.

Svokallað viðskiptakerfi nær til stóriðjunnar og virkar þannig að ef fyrirtækin ná ekki að draga úr losun verða þau að kaupa sér losunarheimild fyrir hvert losað tonn, segir Vanda.

„Það eru átta aðilar á Íslandi með losunarleyfi sem mega losa undir þessu kerfi,“ útskýrir hún, m.a. álverin. Þau sækja aukaheimildir í sameiginlegan pott sem mun minnka um 43% til 2030 en heimildirnar ganga kaupum og sölum á opnum markaði.

Vanda Úlfrún Liv Hellsing umhverfis- og auðlindafræðingur.
Vanda Úlfrún Liv Hellsing umhverfis- og auðlindafræðingur. mbl.is/Kristinn

Engin sérákvæði og takmarkaður sveigjanleiki

Hvað varðar þá hluta sem ekki falla undir viðskiptakerfið skiptist losunin á Íslandi þannig að orkan telur 61%, landbúnaðurinn 23% og úrgangur og iðnaðarferlar 8% hvor.

„Þessi kaka þarf að minnka um 30% fyrir öll ESB-ríkin, Ísland og Noreg,“ segir Vanda. „Það er búið að setja fram tillögu fyrir ESB-ríkin og þá eru ríkin að fá á sig núll og upp í 40% kröfu og það er líklegt að Ísland fái 35-40% kröfu á sig.“

Við ákvörðun losunarkrafanna er m.a. horft til þess hvernig ríkin standa fjárhagslega og hversu mikla möguleika þau eiga til þess að draga úr losun. Á tímabili Parísarsamkomulagsins, frá 2020 til 2030 verða líklega engin sérákvæði fyrir einstaka ríki en aðeins eitt ríki Evrópusambandsins þarf ekki að draga úr.

Í tillögum ESB er að finna ákveðin sveigjanleikákvæði en þau eru þó háð takmörkunum.

„Það er mikið rætt um bindingu og að við ætlum að nýta okkur bindingu til að ná markmiðunum okkar en í tillögum Evrópusambandsins er mjög ákveðið þak á því hversu mikið þú mátt nýta þér bindinguna til að standast skuldbindingar,“ útskýrir Vanda.

„Auðvitað getum við gengið lengra ef við viljum, það er gott fyrir andrúmsloftið, en það er ákveðið þak á því hversu mikið við getum talið bindinguna okkur til tekna. En það er ekki búið að semja við Ísland,“ bætir hún við, þ.e. um það hvert þakið verður fyrir Ísland.

Loftslagsbreytingar eru sameiginlegt vandamál allra jarðarbúa. Þegar vísindamenn hugðust rannsaka ...
Loftslagsbreytingar eru sameiginlegt vandamál allra jarðarbúa. Þegar vísindamenn hugðust rannsaka strauma Slims-árinnar í Kanada í fyrra var hún allt að því horfin. Í ljós kom að farvegur árinnar var gjörbreyttur þar sem leysingavatn úr jöklinum Kaskawulsh var minna en áður og rann nú aðeins í eina átt í stað tveggja. AFP

Ýmsir möguleikar á aðgerðum

En hvar eiga Íslendingar helst möguleika á að draga úr losun?

Vanda segir mestan árangur fólgin í því að hætta að brenna jarðefnaeldsneytum. Þar eru samgöngur stærsti þátturinn. Þá segir hún mikla möguleika liggja í úrgangsmálum en miklu munar á losun frá matvælum eftir því hvort þau eru urðuð eða notuð til jarðgerðar.

„Þar er tímaramminn langur,“ segir hún. „Maturinn sem þú hendir á morgun verður ennþá að losa eftir 20 ár. Það er allt öðruvísi en ef við breytum um orkugjafa í samgöngum; þá er það bara eitthvað sem gerist um leið og þú keyrir á nýja bílnum.“

Þá segir Vanda möguleika liggja í svokölluðum kælimiðlum sem notaðir eru um borð í skipum og á veitingahúsum en þar eru menn að horfa til þess að skipta út þeim lofttegundum sem verið er að nota og endurskoða búnaðinn.

Eins og er stendur yfir vinna hjá hinum opinbera sem snýr að lausnum í landbúnaði en Vanda segir þörf á því að uppfræða bændur um hvað þeir geta gert til að leggja sitt af mörkum.

En telur hún yfirstandandi aðgerðir hafa skilað árangri, til að mynda losunarkvótarnir í stjóriðjunni?

„Ég hef oft fengið þessa spurningu. [Fyrirtækin] eru búin að skila fyrir fjögur ár og við sjáum og heyrum bara á samtali við rekstraraðila að þeir eru að endurskoða alla verkferla,“ segir Vanda.

„Það koma alltaf óháðir vottunaraðilar til Íslands sem eru að taka út álverin og sambærilega stóriðju og í upphafi var mikil andstaða; þetta er flókið kerfi og þungt, en núna þegar við erum komin á fjórða árið erum við að sjá að þau kunna þetta og eru farin að sjá tækifæri í þessu því þetta sparar þeim líka peninga.“

Möguleikar Íslendinga á að láta til sín taka í loftslagsmálum ...
Möguleikar Íslendinga á að láta til sín taka í loftslagsmálum eru margir. Einn sá helsti er að hætta að nota jarðefnaeldsneyti; kaupa til dæmis rafmagnsbíl næst þegar þarf að skipta. mbl.is/Kristinn

„Maður þarf að vera jákvæður“

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar reiknuðu það út í vikunni að losun á hvern íbúa landsins hefði minnkað úr 10,2 tonnum í 8,12 tonn á árunum 2005 til 2015 en þá er um að ræða losun utan viðskiptakerfisins. Til samanburðar losaði hver íbúi Evrópusambandsins 5,8 tonn af CO2 árið 2005 og 5 tonn árið 2015.

En Vanda segir þetta skref í rétta átt.

„Maður þarf að vera jákvæður. Það að við erum að losa minna á hvern íbúa sýnir að við erum öll að gera eitthvað rétt. Við erum á réttri leið. Við þurfum bara að gera meira og þurfum öll að leggjast á eitt til þess að þetta gangi upp. Og við höfum tækifæri til þess; við eigum orkuna, við getum verið með rafmagnsbíla. Það eru til lausnir í úrgangsmálum. Þannig að við getum þetta alveg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

VG stærsti flokkurinn

05:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn nýtur fylgis 30% kjósenda og fengi skv. því 22 þingmenn, en hefur nú 10. Umtalsverður munur er á fylgi VG eftir kynjum. Ætla 20% karla að kjósa flokkinn en 40% kvenna. Meira »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...