Sýklalyfjaónæmi mun líklega aukast

Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal ...
Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal annars vegna mikillar notkunar sýklalyfja hjá mönnum hér á landi. AFP

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Dauðsföllum af völdum fjölónæmra baktería fer fjölgandi. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um 700.000 dauðsföllum í heiminum á hverju ári og að þeim fjölgi í allt að 10 milljónir á ári árið 2050 verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.

„Þar sem sýklalyfjaónæmi á Íslandi hefur á undanförnum árum verið umtalsvert minna vandamál heldur en í nálægum löndum er mikilvægt að hér verði mörkuð opinber stefna um aðgerðir til að stemma stigu við frekari útbreiðslu.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal annars vegna mikillar notkunar sýklalyfja hjá mönnum hér á landi. 

Fjölmargir þættir, bæði þekktir og óþekktir, geta stuðlað að útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Helstu þekktu áhættuþættirnir eru: Dreifing vegna óskynsamlegrar notkunar sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, dreifing með íslenskum og erlendum ferðamönnum, dreifing með matvælum, dreifing milli manna og dýra og dreifing frá umhverfi.

í skýrslunni kemur fram að fleiri rannsóknir þurfi á þessu sviði meðal annars á mögulegri dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería úr umhverfinu t.d. úr jarðvegi yfir í menn.

Einnig hefur sambýli manna og gæludýra aukist. „Hér á landi sem og erlendis er almennt lítið vitað um sýklalyfjaónæmar bakteríur í gæludýrum og ekki fylgst með sýklalyfjanotkun hjá þeim,“ segir í skýrslunni.   

Það þarf að fylgjast vel með sýklalyfjanotkun hjá búfé.
Það þarf að fylgjast vel með sýklalyfjanotkun hjá búfé. mbl.is/Styrmir Kári

Sýklalyfjaónæmar bakteríur berast með ferðamönnum

Það má áætla að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti borist til landsins með erlendum sem og íslenskum ferðamönnum en ekki er vitað hversu mikil áhættan er.

„Með auknum fjölda ferðamanna hingað til lands og miklum ferðalögum Íslendinga erlendis má fullvíst telja að þessi áhætta fari vaxandi á næstu árum. Í ljósi þessarar vaxandi áhættu hefur sóttvarnalæknir farið þess á leit við Samtök íslenskra sveitarfélaga að þau sjái til þess að hreinlætisaðstaða fyrir ferðamenn sé í viðunandi horfi. Engin formleg viðbrögð hafa hins vegar borist við þeirri málaleita.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Skýrsluhöfundar telja jafnframt að hið opinbera  verði að leggja kvaðir á sveitarfélög um að bæta úr hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn. 

Neysla matvæla

Almennt er talið að lítil hætta sé á að ónæmar bakteríur berist í fólk með neyslu búfjárafurða þar sem þær eru að jafnaði hitameðhöndlaðar. „Á Íslandi hefur verið gerð sú krafa að ferskt innflutt kjöt þurfi að hafa verið fryst í a.m.k. fjórar vikur en frysting minnkar magn kampýlóbakters í matvælunum en hefur lítil áhrif á aðrar bakteríur. Lögmæti þessarar kröfu Íslendinga hefur verið dregið í efa og er nú tekist á um það fyrir dómstólum.“

Brýnt er að salernisaðstaða fyrir ferðamenn verði bætt, að mati ...
Brýnt er að salernisaðstaða fyrir ferðamenn verði bætt, að mati skýrsluhöfunda. mbl.is/Ómar Óskarsson

10 tillögur  um aðgerðir

Í skýrslunni eru lagðar fram tíu tillögur um aðgerðir sem miða að því að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Þær eru: innleidd verði stefna um skynsamlega notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, stjórnvöld á Íslandi marki sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfju, árlega verði gefin út skýrsla um sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun hér á landi, styrkt verði eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum og í matvælaframleiðslu, gerð verði heildstæð endurskoðun á notkun sníkjudýralyfja hér á land, gerðar verði rannsóknir á tilvist sýklalyfjaónæmra baktería í umhverfi, auknar verði skimanir fyrir sýklalyfjaónæmum bakteríum á sjúkrastofnunum hjá skilgreindum áhættuhópum, unnið verði að því að minnka áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum.  

Í  starfshópnum sátu: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem jafnframt var formaður, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Vala Friðriksdóttir deildarstjóri bakteríu-, sníkjudýra- og meinafræðisviðs Keldna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...