Sýklalyfjaónæmi mun líklega aukast

Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal ...
Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal annars vegna mikillar notkunar sýklalyfja hjá mönnum hér á landi. AFP

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Dauðsföllum af völdum fjölónæmra baktería fer fjölgandi. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um 700.000 dauðsföllum í heiminum á hverju ári og að þeim fjölgi í allt að 10 milljónir á ári árið 2050 verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.

„Þar sem sýklalyfjaónæmi á Íslandi hefur á undanförnum árum verið umtalsvert minna vandamál heldur en í nálægum löndum er mikilvægt að hér verði mörkuð opinber stefna um aðgerðir til að stemma stigu við frekari útbreiðslu.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal annars vegna mikillar notkunar sýklalyfja hjá mönnum hér á landi. 

Fjölmargir þættir, bæði þekktir og óþekktir, geta stuðlað að útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Helstu þekktu áhættuþættirnir eru: Dreifing vegna óskynsamlegrar notkunar sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, dreifing með íslenskum og erlendum ferðamönnum, dreifing með matvælum, dreifing milli manna og dýra og dreifing frá umhverfi.

í skýrslunni kemur fram að fleiri rannsóknir þurfi á þessu sviði meðal annars á mögulegri dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería úr umhverfinu t.d. úr jarðvegi yfir í menn.

Einnig hefur sambýli manna og gæludýra aukist. „Hér á landi sem og erlendis er almennt lítið vitað um sýklalyfjaónæmar bakteríur í gæludýrum og ekki fylgst með sýklalyfjanotkun hjá þeim,“ segir í skýrslunni.   

Það þarf að fylgjast vel með sýklalyfjanotkun hjá búfé.
Það þarf að fylgjast vel með sýklalyfjanotkun hjá búfé. mbl.is/Styrmir Kári

Sýklalyfjaónæmar bakteríur berast með ferðamönnum

Það má áætla að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti borist til landsins með erlendum sem og íslenskum ferðamönnum en ekki er vitað hversu mikil áhættan er.

„Með auknum fjölda ferðamanna hingað til lands og miklum ferðalögum Íslendinga erlendis má fullvíst telja að þessi áhætta fari vaxandi á næstu árum. Í ljósi þessarar vaxandi áhættu hefur sóttvarnalæknir farið þess á leit við Samtök íslenskra sveitarfélaga að þau sjái til þess að hreinlætisaðstaða fyrir ferðamenn sé í viðunandi horfi. Engin formleg viðbrögð hafa hins vegar borist við þeirri málaleita.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Skýrsluhöfundar telja jafnframt að hið opinbera  verði að leggja kvaðir á sveitarfélög um að bæta úr hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn. 

Neysla matvæla

Almennt er talið að lítil hætta sé á að ónæmar bakteríur berist í fólk með neyslu búfjárafurða þar sem þær eru að jafnaði hitameðhöndlaðar. „Á Íslandi hefur verið gerð sú krafa að ferskt innflutt kjöt þurfi að hafa verið fryst í a.m.k. fjórar vikur en frysting minnkar magn kampýlóbakters í matvælunum en hefur lítil áhrif á aðrar bakteríur. Lögmæti þessarar kröfu Íslendinga hefur verið dregið í efa og er nú tekist á um það fyrir dómstólum.“

Brýnt er að salernisaðstaða fyrir ferðamenn verði bætt, að mati ...
Brýnt er að salernisaðstaða fyrir ferðamenn verði bætt, að mati skýrsluhöfunda. mbl.is/Ómar Óskarsson

10 tillögur  um aðgerðir

Í skýrslunni eru lagðar fram tíu tillögur um aðgerðir sem miða að því að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Þær eru: innleidd verði stefna um skynsamlega notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, stjórnvöld á Íslandi marki sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfju, árlega verði gefin út skýrsla um sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun hér á landi, styrkt verði eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum og í matvælaframleiðslu, gerð verði heildstæð endurskoðun á notkun sníkjudýralyfja hér á land, gerðar verði rannsóknir á tilvist sýklalyfjaónæmra baktería í umhverfi, auknar verði skimanir fyrir sýklalyfjaónæmum bakteríum á sjúkrastofnunum hjá skilgreindum áhættuhópum, unnið verði að því að minnka áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum.  

Í  starfshópnum sátu: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem jafnframt var formaður, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Vala Friðriksdóttir deildarstjóri bakteríu-, sníkjudýra- og meinafræðisviðs Keldna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og hyggst ganga til nýtt stjórnmálaafl fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...