Sýklalyfjaónæmi mun líklega aukast

Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal ...
Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal annars vegna mikillar notkunar sýklalyfja hjá mönnum hér á landi. AFP

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Dauðsföllum af völdum fjölónæmra baktería fer fjölgandi. Áætlað er að sýkingar af völdum sýklalyfjaónæmra baktería valdi nú þegar um 700.000 dauðsföllum í heiminum á hverju ári og að þeim fjölgi í allt að 10 milljónir á ári árið 2050 verði ekkert að gert. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.

„Þar sem sýklalyfjaónæmi á Íslandi hefur á undanförnum árum verið umtalsvert minna vandamál heldur en í nálægum löndum er mikilvægt að hér verði mörkuð opinber stefna um aðgerðir til að stemma stigu við frekari útbreiðslu.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Talið er að sýklalyfjaónæmi muni aukast hér á landi meðal annars vegna mikillar notkunar sýklalyfja hjá mönnum hér á landi. 

Fjölmargir þættir, bæði þekktir og óþekktir, geta stuðlað að útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Helstu þekktu áhættuþættirnir eru: Dreifing vegna óskynsamlegrar notkunar sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, dreifing með íslenskum og erlendum ferðamönnum, dreifing með matvælum, dreifing milli manna og dýra og dreifing frá umhverfi.

í skýrslunni kemur fram að fleiri rannsóknir þurfi á þessu sviði meðal annars á mögulegri dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería úr umhverfinu t.d. úr jarðvegi yfir í menn.

Einnig hefur sambýli manna og gæludýra aukist. „Hér á landi sem og erlendis er almennt lítið vitað um sýklalyfjaónæmar bakteríur í gæludýrum og ekki fylgst með sýklalyfjanotkun hjá þeim,“ segir í skýrslunni.   

Það þarf að fylgjast vel með sýklalyfjanotkun hjá búfé.
Það þarf að fylgjast vel með sýklalyfjanotkun hjá búfé. mbl.is/Styrmir Kári

Sýklalyfjaónæmar bakteríur berast með ferðamönnum

Það má áætla að sýklalyfjaónæmar bakteríur geti borist til landsins með erlendum sem og íslenskum ferðamönnum en ekki er vitað hversu mikil áhættan er.

„Með auknum fjölda ferðamanna hingað til lands og miklum ferðalögum Íslendinga erlendis má fullvíst telja að þessi áhætta fari vaxandi á næstu árum. Í ljósi þessarar vaxandi áhættu hefur sóttvarnalæknir farið þess á leit við Samtök íslenskra sveitarfélaga að þau sjái til þess að hreinlætisaðstaða fyrir ferðamenn sé í viðunandi horfi. Engin formleg viðbrögð hafa hins vegar borist við þeirri málaleita.“ Þetta kemur fram í skýrslunni.

Skýrsluhöfundar telja jafnframt að hið opinbera  verði að leggja kvaðir á sveitarfélög um að bæta úr hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn. 

Neysla matvæla

Almennt er talið að lítil hætta sé á að ónæmar bakteríur berist í fólk með neyslu búfjárafurða þar sem þær eru að jafnaði hitameðhöndlaðar. „Á Íslandi hefur verið gerð sú krafa að ferskt innflutt kjöt þurfi að hafa verið fryst í a.m.k. fjórar vikur en frysting minnkar magn kampýlóbakters í matvælunum en hefur lítil áhrif á aðrar bakteríur. Lögmæti þessarar kröfu Íslendinga hefur verið dregið í efa og er nú tekist á um það fyrir dómstólum.“

Brýnt er að salernisaðstaða fyrir ferðamenn verði bætt, að mati ...
Brýnt er að salernisaðstaða fyrir ferðamenn verði bætt, að mati skýrsluhöfunda. mbl.is/Ómar Óskarsson

10 tillögur  um aðgerðir

Í skýrslunni eru lagðar fram tíu tillögur um aðgerðir sem miða að því að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Þær eru: innleidd verði stefna um skynsamlega notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum, stjórnvöld á Íslandi marki sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi gegn sýklalyfjum og sníkjudýralyfju, árlega verði gefin út skýrsla um sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun hér á landi, styrkt verði eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum og í matvælaframleiðslu, gerð verði heildstæð endurskoðun á notkun sníkjudýralyfja hér á land, gerðar verði rannsóknir á tilvist sýklalyfjaónæmra baktería í umhverfi, auknar verði skimanir fyrir sýklalyfjaónæmum bakteríum á sjúkrastofnunum hjá skilgreindum áhættuhópum, unnið verði að því að minnka áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum.  

Í  starfshópnum sátu: Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem jafnframt var formaður, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, Vala Friðriksdóttir deildarstjóri bakteríu-, sníkjudýra- og meinafræðisviðs Keldna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alima...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...