Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son. Íslenska ríkið braut gegn þeim Tryggva Jóhannessyni …
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son. Íslenska ríkið braut gegn þeim Tryggva Jóhannessyni að mati Mannréttindadómstólsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska ríkið braut gegn þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í málinu í morgun og dæmdi ríkið til að greiða þeim 5.000 evrur hvorum í skaðabætur og 15.000 evrur til viðbótar vegna málskostnaðar, eða um 2,3 milljónir króna.

Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu, ásamt Kristínu Jóhannesdóttur, skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir rúmum fjórum árum fyrir skattalagabrot í rekstri Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums.

Þeir kærðu ákvörðunina til Mannréttindadómstóls Evrópu og töldu málið brjóta gegn banni við endurtekinni málsmeðferð, þeim hefði áður verið gert að greiða sekt vegna þessara sömu brota.

Ákæru varðandi fjárfestingafélagið Gaum var vísað frá Mannréttindadómstólnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert