Kepptu í kassabílarallýi á Klambratúni

Það var hart barist í rallýinu.
Það var hart barist í rallýinu. mbl.is/Hanna

Nemendur í þriðja og fjórða bekk í frístundaheimilunum Frostheimum, Draumalandi, Eldflauginni og Halastjörnunni tóku þátt í torfæru-kassabílarallýi sem var haldið á Klambratúni á föstudag.

Keppt var í kynjaskiptum liðum um fyrsta og annað sætið, auk þess sem frístundaheimilin kepptu um hvert væri besta stuðningsliðið og um flottasta kassabílinn, að því er kemur fram í tilkynningu.

mbl.is/Hanna

Í lokin kepptu starfsmenn í kynjablönduðum liðum um hvaða frístundaheimili er með snörustu starfsmennina í vinnu.

Eftir það steig Aron Hannes á svið og söng fyrir krakkana.

mbl.is/Hanna

Kassabílarallýið er lokahnykkurinn á starfi frístundaheimilanna yfir veturinn og lögðu krakkarnir hart að sér við æfingar og undirbúning fyrir viðburðinn. Gleðin var þó ávallt í fyrirrúmi í verkefninu.

mbl.is/Hanna

Frístundaheimilin þjónusta börn í Melaskóla, Grandaskóla, Vesturbæjarskóla, Hlíðaskóla og Háteigsskóla.

Þessar stúlkur voru hressar á Klambratúni í gær.
Þessar stúlkur voru hressar á Klambratúni í gær. mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert