Karólína tekur sæti á Alþingi

Karólína Helga Símonardóttir tók sæti á Alþingi í dag fyrir …
Karólína Helga Símonardóttir tók sæti á Alþingi í dag fyrir Bjarta framtíð.

Karólína Helga Símonardóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi í dag. Hún undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni áður en þingfundur hófst í morgun.

Karólína tekur sæti Óttars Proppé heilbrigðisráðherra sem getur ekki sinnt þingstörfum á næstunni. 

Karólína er 32 ára gömul en hún var í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar síðastliðið haust. Á heimasíðu Bjartrar framtíðar greinir Karólílna frá því að hún hafi staðið við öll sín markmið og í framtíðinni ætli hún að verða forseti Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert