Lilja Dögg íhugar formannsframboð

Lilja Dögg og Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundinum um …
Lilja Dögg og Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundinum um helgina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún bjóði sig fram til formennsku í flokknum.

Í Morgunblaðinu í dag tekur hún þó fram að langt sé til flokksþings og að hún styðji forystuna. Spurð hvort hún hafi fengið hvatningu til að bjóða sig fram til formanns svarar hún játandi, að einhverjir hafi komið að máli við hana. Þá segir hún að hún eigi eftir að kanna stuðning hjá baklandi sínu áður en ákvörðun verði tekin.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun. Það er ekki tímabært,“ segir hún. Miðstjórn flokksins ályktaði á fjölmennum fundi á laugardag að flokksþingi yrði flýtt fram í janúar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert