Ók ölvaður á hús

Ölvaður ökumaður ók á hús í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum aðfaranótt sunnudags. Íbúar í húsinu og næsta nágrenni vöknuðu við mikinn dynk og sáu svo bifreið ekið frá húsinu. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu og einnig á bifreiðinni sem lögregla hafði fljótlega upp á.

Ökumaðurinn játaði að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn og að hafa ekið á húsið.

Þá voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 142 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert