Sek um að trúa á bjartsýni formannsins

Stefán vonast til þess að Neytendasamtökin hljóti ekki álitshnekki vegna ...
Stefán vonast til þess að Neytendasamtökin hljóti ekki álitshnekki vegna deilnanna. mynd/Kristinn Ingvarsson

Pattstaða ríkir í stjórn Neytendasamtakanna að sögn Stefáns Hrafns Jónssonar, stjórnarmanns í samtökunum, en stjórnin lýsti yfir vantrausti á formanninn, Ólaf Arnarson, í byrjun maí. Sjálfur segist formaðurinn ætla að gegna skyldum sínum áfram og að hann hafi lýst vilja sínum til að lægja öldurnar í samtökunum. Í gær reyndi stjórnin að funda, en Ólafur sleit fundinum í raun áður en hann hófst, vegna tillögu um að kosið yrði um fundarstjórn. Þá sagði varaformaður samtakanna, Steinunn Ása Atladóttir, sig úr í stjórninni í gær. 

Stefán segir óljóst hvað gerist næst í málinu. Hvort það þýði nokkuð að reyna að fá annan fund á meðan ástandið er svona. „Fundurinn í gær var ansi stuttur, ég hef ekki setið á styttri fundi. Ég er hissa ef maðurinn er að leita sátta að hann sé ekki tilbúinn að ræða við stjórn, og láta karp um val á fundarstjóra hafa þessi áhrif. Hann segir í fjölmiðlum að hann vilji leita sátta, en þetta voru ekki tilburðir í þá áttina,“ segir Stefán og heldur áfram: „Lög samtakanna eru ekkert mjög nákvæm og þau þarf að endurskoða. Þau eru ekkert mikið að hjálpa okkur í þessum vanda. Þegar þau eru sett þá er ekki gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp.“ Ein leið í stöðunni getur hins vegar verið að stjórn og formaður ræði óformlega saman á milli funda.

Ekki hægt að reka samtök á bjartsýni

Það er mat meirihluta stjórnar samtakanna að Ólafur hafi ítrekað leynt stjórnina upplýsingum og skuldbundið samtökin efnum framar. Kom það fram í yfirlýsingu sem meirihlutinn sendi frá sér í gær. Þar kom jafnframt fram að formaður hefði gengið til samninga um rekstur smáforrits með þeim orðum að það yrði samtökunum að kostnaðarlausu. Í ljós hafi hins vegar komið að smáforritið er kostnaðarsamt. „Það kom okkur á óvart að um væri að ræða svona háa upphæð. Það var fullt af fólki í stjórn sem upplifði það eftir fundi að samstarfið um forritið ætti ekki að fela í sér kostnað, þó að það sé mjög auðvelt að sýna fram á hvernig hann til kom,“ segir Stefán

Frétt mbl.is: „Leyndi ítrekað upplýsingum“

Þá mun Ólafur hafa látið leiðrétta laun sín afturvirkt og leigt bifreið sem hentaði ekki fjárhagsstöðu samtakanna. Stefán segir hins vegar að þessi atriði hafi ekki haft úrslitaáhrif hvað varðar vantraust í garð formannsins.

„Kjarninn í þessu er ekki bíllinn eða launin. Það þarf að líta á þetta í aðeins stærra samhengi. Við höfum til dæmis kallað eftir rekstraráætlun. Við fengum drög að henni 2. apríl, sem er frekar seint. Það voru bara drög, en við teljum mikilvægt að í rekstrinum sé stuðst við rekstraráætlun svo það sé hægt að meta tilteknar ákvarðanir. Við vorum að bíða eftir því. Það má kannski segja að stjórnin hafi helst gerst sek um að trúa á bjartsýni formannsins um auknar tekjur. Það er hins vegar erfitt að reka samtök í þröngri stöðu á bjartsýni.“

Stefán segist aldrei hafa setið styttri fund en þann hjá ...
Stefán segist aldrei hafa setið styttri fund en þann hjá stjórn samtakanna í gær. Aðsend mynd

Stefán veit í raun ekki hvað gerist næst en er að kynna sér hvernig best er að taka á málum sem þessum. „Ég fékk gefins bók um stjórn og rekstur félagasamtaka og er að kynna mér hvað maður gerir í svona málum. Ég er þarna í sjálfboðavinnu og að reyna að leggja mitt af mörkum til að skapa betra neytendaumhverfi. Þetta eru hins vegar aðstæður sem ég hef ekki verið í áður. Ég veit því ekki hvað gerist næst. Það er vissulega mikilvægt að finna lausn, en það er rétt sólarhringur síðan síðasti fundur var haldinn.“

Stjórnarmenn geta krafist þess að fá fund en hann þarf að boða með ákveðnum fyrirvara. „Ég veit hins vegar ekki hvort við eigum að vera að eyða tíma í það ef það er ekki vilji til halda fund öðruvísi en að slíta honum samstundis.“

Vonar að samtökin skaðist ekki

En getur stjórnin starfað áfram með formanni sem hún er búin að lýsa yfir vantrausti á? „Ég tel að það sé mjög erfitt fyrir formann að starfa ef hann hefur ekki stjórnina með sér. Það er ýmislegt sem þarf að samþykkja og ræða. Það er þó ekki útilokað að formaður geti unnið traust aftur, en þá þarf að gera einhverjar breytingar frá því sem nú er.“

Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna er það ekki í höndum stjórnar að koma formanni frá, enda er hann kosinn á þingi samtakanna. Að sögn Stefáns eru því bara tveir möguleikar í stöðunni; formaður situr áfram eða segir sjálfur af sér.

Frétt mbl.is: „Ég setti fundinn og sleit honum“

Ólafur hefur hins vegar gefið það út að hann ætli sér að rækja þær skyldur sem hann hafi að gegna gagnvart samtökunum. Í samtali við mbl.is í gær sagði hann jafnframt: „Þetta fólk var sjálf­kjörið í stjórn­ina. Þing Neyt­enda­sam­tak­anna tók ekki af­stöðu til þessa fólks þar sem það voru tólf fram­bjóðend­ur í tólf stjórn­ar­sæti. Þannig að ef menn ætla að fara að met­ast um lýðræðis­legt umboð þá held ég að mitt sé mun sterk­ara.“

Aðspurður segir Stefán Neytendasamtökin vel starfhæf þrátt fyrir deilur stjórnar, enda sé öflugt fólk sem starfar á skrifstofunni, sinnir þar verkefnum og leiðbeinir félagsmönnum í málefnum sem koma að samtökum. Þá vonast hann til að samtökin beri ekki mikla álitshnekki vegna deilnanna. „Samtökin standa ekki og falla með einstaka stjórnarmönnum og ég vona að þetta hafi ekki skaðað samtökin mikið, þótt það megi búast við einhverjum áhrifum.“

mbl.is

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

Í gær, 18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

Í gær, 18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

Í gær, 18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

Í gær, 17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Í gær, 15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

Í gær, 17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

Í gær, 17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

Í gær, 15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...