Beittu sér ekki á þinginu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/RAX

„Sigmundur Davíð segir að fyrrverandi formenn hafi unnið gegn honum. Hann er sjálfur fyrrverandi formaður, en er auðvitað ekki að tala um sjálfan sig þótt það kynni að eiga við.“

Þetta segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að hafi beitt sér á flokksþingi í október til að fella sig úr formannsstóli Framsóknarflokksins.

Sigmundur nefndi einnig Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformann flokksins, en hún starfaði sem formaður í nokkra mánuði eftir að Guðni Ágústsson sagði af sér embætti og þar til Sigmundur Davíð var kjörinn. Valgerður segir að Sigmundur geri sér fullhátt undir höfði með því að nefna hana í þessu sambandi. Hún hafi lítið tjáð sig opinberlega og lítið verið á umræddu flokksþingi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert