Vífilsstaðir ekki fyrstu ábataskiptin

Benedikt Jóhannesson og Gunnar Einarsson undirrita samninginn um Vífilsstaðalandið.
Benedikt Jóhannesson og Gunnar Einarsson undirrita samninginn um Vífilsstaðalandið. Ljós­mynd/​Garðapóst­ur­inn

Ríkissjóður Íslands hefur gert tvo samninga við sveitarfélög með ábataskiptasamkomulagi.

Fyrri samningurinn var gerður við Reykjavíkurborg í mars 2013 um sölu á landi við Skerjafjörð og sá seinni í apríl 2017 við Garðabæ um sölu á jörðinni Vífilsstöðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Hafsteins S. Hafsteinssonar, lögfræðings í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur ríkið boðið sveitarfélögum þessa leið þegar um er að ræða stærri landsvæði í eigu ríkisins. Mikil umræða hefur orðið í kjölfar sölu Vífilsstaða og ýmsir hafa gagnrýnt samninginn, þar á meðal formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson.

Samningurinn um landið í Skerjafirði var undirritaður af Katrínu Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, og Degi B. Eggertssyni, sem þá var staðgengill Jóns Gnarr borgarstjóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert