Á 5. tug verkefna í vegagerð á árinu

Berufjarðarbotn. Endurgerð vegar og ný brú voru boðin út í …
Berufjarðarbotn. Endurgerð vegar og ný brú voru boðin út í gær. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Vegagerðin hefur birt uppfært kort sem sýnir helstu verk í vega- og brúargerð sem unnið verður að á þessu ári. Þar eru talin upp á 5. tug verkefna.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður lagning bundins slitlags á þjóðvegi svipuð í ár og undanfarin ár. Endurbætur á hringveginum um Berufjarðarbotn voru boðnar út í gær. Endurbyggja á 4,9 km vegarkafla og gera 1,7 km langar heimreiðar að tveimur bæjum. Annars vegar er um að ræða nýbyggingu á 2,9 km kafla hringvegarins norðan Berufjarðar, þar af um eins km yfir sjávarvog. Hins vegar endurgerð hringvegar á tveggja km kafla sunnan fjarðarins. Klára á veginn á næsta ári með bundnu slitlagi. Við þessar framkvæmdir styttist hringvegurinn um 3,5 km.

Eftir að framkvæmdum í Berufirði lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum landið á bundnu slitlagi með því að fara fjarðaleiðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert