Stendur ekki til að selja flugstöðina

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Fjárfestar eða aðrir hafa ekki sett sig í samband við fjármálaráðuneytið og sýnt áhuga á að kaupa Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli að hluta eða í heild. Þetta sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra á þingfundi á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Óla Halldórssyni, varaþingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Benedikt sagðist hafa kynnt sér málið vegna þeirrar umræðu sem fram hefði farið um málið og honum sýndist að erlendis væri eignarhald á flugvöllum gjarnan blandað þar sem ríkið ætti stóran hlut. Ráðherrann sagðist hins vegar aðspurður ekki hafa mótað afstöðu til málsins. Ekkert slíkt væri á dagskrá og málið hefði ekki verið rætt í ríkisstjórn. 

Benedikt sagðist þó ekkert vilja útiloka í þessum efnum en ítrekaði að ekki væri á dagskrá að selja flugstöðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert