Aðgerðir til að verja ferðamenn falli

Kolugljúfur.
Kolugljúfur. mbl.is/Brynjar Gauti

„Við höfum haft miklar áhyggjur af því að hér gæti orðið slys. Ferðamenn fara fram á ystu nöf og standa auk þess á brúnni þar sem margir bílar fara um,“ segir Örn Óli Andrésson, bóndi á Bakka í Víðidal, um aðstæður við Kolugljúfur í Víðidalsá sem orðið er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Fyrirhugað er að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og hefja gjaldtöku.

Stjórnstöð ferðamála telur Kolugljúfur einn af tíu hættulegustu ferðamannastöðum landsins. Sveitarfélagið, Húnaþing vestra, hefur auglýst deiliskipulag fyrir svæðið til að bæta aðgengi, öryggi, upplýsingar og umferð ferðamanna. Skipulagssvæðið nær yfir tæplega 8 hektara landsvæði sem tilheyrir jörðunum Bakka og Kolugili.

Kolugljúfur er djúpt og stórfenglegt gljúfur í Víðidalsá. Áin fellur niður í gljúfrið í Kolufossum. Gljúfrin eru kennd við tröllskessuna Kolu sem sagt er að hafi grafið þau og átt þar bústað sinn.

Með fjölgun ferðafólks á landinu hefur umferð að Kolugljúfri stóraukist. Örn Óli segir að þar komi nú 35 fólksbílar á dag, 3-5 rútur og 3-4 litlar rútur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert