„Ég mun aldrei hætta að sigla“

Árla morguns að undirbúa siglingu frá La Gomera til La ...
Árla morguns að undirbúa siglingu frá La Gomera til La Palma á Kanarí í apríl 2017.

„Það er ótrúlega fullnægjandi að leggjast á koddann á kvöldin og sofna með þá tilfinningu að vera hamingjusöm með að lifa lífinu alveg eins og ég vil. Ef ég myndi deyja á morgun myndi ég deyja hamingjusöm, ef ég á að vera dramatísk,“ segir Elín Rós Traustadóttir hlæjandi, nýkomin heim úr skútusiglingu um Kanarí-eyjar. 

Það er óhætt að segja að Elín Rós fari ótroðnar slóðir í lífinu en hún var orðin leið á að vinna alla daga frá 9 til 5 og ákvað því að láta drauma sína rætast. Hún siglir á skútu um heimsins höf hvenær sem hún hefur tækifæri til og hefur gert síðustu ár. Hún stefnir að því að verða svo leikin siglingakona að hún geti siglt yfir Atlantshafið einn daginn.

Elín Rós er nýkomin heim til sín í Nottingham á Englandi úr siglingu á seglskútu milli eyjanna La Gomera og La Palma sem tilheyra Kanarí-eyjaklasanum. Hún siglir með félaga sínum sem á skútuna og skiptast þau á að sigla. Í júlí stefna þau á að sigla til Asóreyja í Mið-Atlantshafi sem tilheyra Portúgal.

Þessi lífstíll, að skella sér um borð í seglskútu og sigla seglum þöndum, kostar sitt. Til að standa straum af kostnaðinum stofnaði hún þrjú fyrirtæki. Hún sinnir öllum rekstrinum á netinu, jafnvel dag og nótt ef því er að skipta og þarf eðli málsins samkvæmt að vera sínettengd.

Fékk „ferðapödduna snemma“

Áður en lengra er haldið leikur forvitni á að vita hver er hin 27 ára gamla Elín Rós Traustadóttir?

„Ég ólst upp á Íslandi og er hálfíslensk og hálftaílensk. Ætli ég hafi ekki fengið ferðapödduna snemma eftir að ég fór að ferðast ung með mömmu og pabba til Taílands,“ segir Elín Rós hress í bragði. Hún ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2009. Þegar hún var 18 ára fór hún sem skiptinemi til Luxemborg og eftir það var hún staðráðin í að mennta sig frekar erlendis. Hún stóð við það og lauk námi í hönnun frá Middlesex University í London árið 2013. Í raun flutti hún aldrei aftur heim til Íslands eftir að hún lauk því námi og nú er hún búsett í Nottingham.

Nýkomin úr sjósundi á La Gomera í maí síðastliðnum.
Nýkomin úr sjósundi á La Gomera í maí síðastliðnum.

Féll fyrir siglingum í Lissabon

Sama ár og hún útskrifaðist kynntist hún fyrst siglingum þegar hún bjó í Lissabon í Portúgal en þar er rík siglingamenning. Hún ákvað að skella sér á námskeið og lauk réttindum til að sigla seglskútu. „Ég fékk æði fyrir þessu. Ég hafði aldrei gert þetta áður og sakna þess mest að hafa ekki kynnst þessu fyrr. Það er ótrúlega mikil frelsistilfinning að sigla. Það er ekkert annað sem ég væri til í að eyða meiri tíma í,“ segir hún glöð í bragði.

Þarf að vera í toppformi

Góður siglingamaður þarf að kunna mjög margt, meðal annars á allan tækjabúnaðinn, hafstrauma, veðurfar og vindáttir svo fátt eitt sé nefnt svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera í góðu líkamlegu formi. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það gerist líka alltaf eitthvað á siglingu sem þarf að redda og þá er ekki hægt að hringja í einhvern sem kemur og bjargar þér heldur þarftu að redda því sjálfur,“ segir Elín Rós.

Eftir að Elín Rós lauk háskólanámi og hlaut réttindin var hún í fastri vinnu frá 9 til 5. Hún fann fljótlega að það átti ekki við hana. „Ég ákvað að finna út úr því hvernig ég gæti lifað drauminn á hverjum degi. Mig langaði að vera frjáls og geta siglt hvenær sem mér dytti í hug og ekki föst á skrifstofu allan daginn,“ segir hún. Hún áttaði sig á því að það var ekki hlaupið að því að fá vinnu þar sem hún setti þessi skilyrði og því fór hún velta fyrir sér hvernig hún gæti búið sér til pening og gert það sem hana dreymdi um.

Uppi á fjalli í La Palma.
Uppi á fjalli í La Palma.

Stofnaði þrjú fyrirtæki

„Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti stofnað fyrirtæki sem ég gæti sinnt vel en þyrfti samt ekki að vera bundin yfir á skrifstofu. Það er fullt af fólki með alls konar fyriræki á netinu og ég fór því að hitta fullt af fólki sem hafði farið þessa leið,“ segir Elín Rós.

Úr varð að hún stofnaði þrjú fyrirtæki sem gera henni kleift að sigla stóran hluta ársins. Eitt af þeim framleiðir og selur fæðubótarefni sem nefnist Royal Resource UK. Siglingar reyna mikið á líkamann og fólk þarf að vera í mjög góðu formi. Hugmyndin að þessari vörulínu kviknaði eftir að miltað var fjalægt árið 2015. „Eftir þetta þurfti ég að hugsa mjög vel um heilsuna, sérstaklega í siglingum. Ég byrjaði að þróa þessa vöru sérstaklega fyrir fólk sem stundar siglingar,“ segir Elín Rós. Salan hefur gengið mjög vel og mánaðarleg velta er um ein milljón króna. Öll pökkun og annað slíkt fer fram í Amazon-vöruhúsinu. „Það frábæra við að eiga fyrirtæki á netinu er að það er frekar auðvelt að stækka við sig, þess vegna er ég núna að byrja framleiða í Bandaríkjunum.“

Höfnin í La Gomera.
Höfnin í La Gomera.

Hitt fyrirtæki Elínar Rósar sér um þjónustu við Airbnb, útleigu á íbúðum. Það sér um bókanir, þrif og fleira tilfallandi sem þarf að sinna til að leigja út íbúðir. „Fyrsta fasteignin sem ég tók að mér var svakaleg stór og ég stíliseraði hana að innan, núna einbeiti ég mér ekki að því heldur ræð til mín hönnunarnema sem geta hannað,“ segir Elín Rós. 

Þriðja fyrirtækið hennar snýr að ráðgjöf, meðal annars um hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki á netinu, vinna með Amazon, Airbnb og hreinlega hvernig eigi að láta drauma sína rætast. Elín Rós segist hafa fengið ótal fyrirspurnir um hvernig hún fari að því að gera það sem hún gerir og hafi efni á því og þess vegna veitir hún einnig ráðgjöf.  

„Ég eyði miklum tíma á netinu og er alltaf að lesa eitthvað um viðskipti og siglingar. Ég er hamingjusöm með það sem ég geri á hverjum degi, þess vegna er ég með þetta „dræf“ sem ég hef,“ segir hún til útskýringar á þessum lífstíl. „Einnig hugsa ég oft til ömmu minnar þegar ég er að ferðast. Hún gerði allt klikkað sem hægt er að gera, var alger sígauni og bara mesti snilli sem ég veit um. Ég ætla að eiga alveg jafnklikkaðar sögur að segja frá þegar ég er orðin amma.“

Það þarf víst alltaf að þvo fatnaðinn. Snekkjusokkarnir komnir á ...
Það þarf víst alltaf að þvo fatnaðinn. Snekkjusokkarnir komnir á snúru! La Gomera árið 2016.

„Aldrei séð jafnmikla fegurð“

„Mér finnst ég búa yfir miklum forréttindum að geta siglt og upplifað náttúruna. Ég hef aldrei séð jafnmikla fegurð um ævina. Næturhiminninn er ekki svartur heldur er hann í öllum regnbogalitum. Ég hef séð fallegustu stjörnuhröp sem ég hef á ævi minni séð. Mér líður eins og ég sé í kúlu þegar ég er ein á siglingavakt á nóttunni. Það er frábært að sjá lífið í sjónum eins og höfrunga og skjaldbökur og fallega fugla sem setjast á bátinn til að hvíla sig,“ segir Elín Rós dreymin.

Þrátt fyrir að þessi lýsing á lífi Elínar Rósar sé böðuð ævintýraljóma er líf siglingamannsins ekki alltaf dans á rósum. „Ég á líka alveg ömurlega daga þar sem ég æli út um allan bát og er mjög sjóveik. Stundum siglum við í fimm daga og nætur án þess að stoppa og við skiptumst á að vera á vöktum. Þá er lítið sofið því við þurfum að vinna allan tímann,“ segir Elín Rós.

Þegar erfiðu dagarnir renna upp reynir hún að gleyma ekki stóra markmiðinu sínu sem er að ná að sigla yfir Atlantshafið. „Ég þarf að þjálfa mig mjög mikið til að komast þangað,“ segir hún en sú sigling er mjög krefjandi og tekur að minnsta kosti 10 daga.

Útsýni af fjallstindi á La Palma í maí. Elín Rós ...
Útsýni af fjallstindi á La Palma í maí. Elín Rós leigir oft bíl til að skoða sig betur um.

Nútímamaðurinn vanur að fá allt strax

Þolinmæði og vinnusemi er það sem góður siglingamaður þarf að tileinka sér. „Í nútímasamfélagi er einstaklingurinn vanur að fá allt strax. Þú þarft ekki annað en að hringja eitt símtal og það sem þú baðst um er komið eða fljúga milli staða sem tekur mun styttri tíma en að sigla. Mér finnst fínt að þurfa stundum að vinna fyrir hlutunum,“ segir Elín Rós og bendir á að þegar hún hefur náð á áfangastað eftir erfiða siglingu í marga daga fyllist hún miklu stolti. Til dæmis varð Elín Rós mjög sjóveik í síðustu siglingu í maí.  

Best að vera yngst og halda áfram að læra

Siglingar eru talsvert karlasport og mun færri konur sigla en karlar, að sögn Elínar Rósar. Hún segir það alls ekki verra, allir eru boðnir og búnir að hjálpast að og miðla af reynslunni. Aldur og kyn skiptir engu máli í þeim efnum. Flestir sem stunda þennan lífsstíl eru þó eldri en Elín Rós sem á enn eftir nokkur ár í þrítugt.

„Mér finnst best að vera yngst og læra af þeim bestu en í siglingum lærir maður alltaf eitthvað nýtt,“ segir Elín Rós. Hún bendir á að samfélag þeirra sem stunda siglingar sé tiltölulega lítið og mikill samgangur er milli fólks. Flestir koma frá Frakklandi, Þýskalandi eða Norðurlöndunum.

„Við erum alltaf að hitta sama fólkið. Við erum dugleg að hjálpast að. Þegar við erum í höfn og ég þarf til dæmis nauðsynlega að komast í búð er fólk tilbúið að bjarga mér,“ segir hún. Í því samhengi bendir hún á að þegar skútunni er lagt við höfn á nýjum stað nýta flestir tækifærið og ferðast um eyjarnar. Stundum leigir hún bíl eða ferðast með öðrum. Hún ferðast líka mikið á eigin vegum og segir það ekki tiltökumál að vera kona og ferðast ein. 

Í höfn á leiðinni í fjallgöngu á La Palma í ...
Í höfn á leiðinni í fjallgöngu á La Palma í sumar.

Safnar kröftum fyrir næstu siglingu

Aðspurð hvenær nákvæmlega þau hyggist leggja af stað í næstu siglingu svarar hún því til að það verði í júlí. „Þetta fer allt eftir veðri og vindum. Það er aldrei hægt að skipuleggja siglingar langt fram í tímann. Það er útilokað,“ segir hún en henni þykir það sjaldnast óþægilegt þó að það komi fyrir. „Það er ágætt að geta ekki planað allt strax,“ segir hún og hlær.  

Um þessar mundir safnar hún kröftum heima hjá sér í Nottingham fyrir næstu siglingu. „Ég þurfti líka að komast í almennilegt netsamband til að komast í vinnuna og sinna fyrirtækjunum,“ segir þessi athafnakona og bætir við: „En ég mun aldrei hætta að sigla.“

Hér er hægt að fylgjast með henni á Facebook og hér á Instagram.  

Þessi sjópoki er nauðsynlegur. Elín Rós tekur hann með hvert ...
Þessi sjópoki er nauðsynlegur. Elín Rós tekur hann með hvert sem hún fer. Ofan í hann fer fartölva, tveir farsímar, hleðslubankar og aðrar græjur.
mbl.is

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...