„Ég mun aldrei hætta að sigla“

Árla morguns að undirbúa siglingu frá La Gomera til La ...
Árla morguns að undirbúa siglingu frá La Gomera til La Palma á Kanarí í apríl 2017.

„Það er ótrúlega fullnægjandi að leggjast á koddann á kvöldin og sofna með þá tilfinningu að vera hamingjusöm með að lifa lífinu alveg eins og ég vil. Ef ég myndi deyja á morgun myndi ég deyja hamingjusöm, ef ég á að vera dramatísk,“ segir Elín Rós Traustadóttir hlæjandi, nýkomin heim úr skútusiglingu um Kanarí-eyjar. 

Það er óhætt að segja að Elín Rós fari ótroðnar slóðir í lífinu en hún var orðin leið á að vinna alla daga frá 9 til 5 og ákvað því að láta drauma sína rætast. Hún siglir á skútu um heimsins höf hvenær sem hún hefur tækifæri til og hefur gert síðustu ár. Hún stefnir að því að verða svo leikin siglingakona að hún geti siglt yfir Atlantshafið einn daginn.

Elín Rós er nýkomin heim til sín í Nottingham á Englandi úr siglingu á seglskútu milli eyjanna La Gomera og La Palma sem tilheyra Kanarí-eyjaklasanum. Hún siglir með félaga sínum sem á skútuna og skiptast þau á að sigla. Í júlí stefna þau á að sigla til Asóreyja í Mið-Atlantshafi sem tilheyra Portúgal.

Þessi lífstíll, að skella sér um borð í seglskútu og sigla seglum þöndum, kostar sitt. Til að standa straum af kostnaðinum stofnaði hún þrjú fyrirtæki. Hún sinnir öllum rekstrinum á netinu, jafnvel dag og nótt ef því er að skipta og þarf eðli málsins samkvæmt að vera sínettengd.

Fékk „ferðapödduna snemma“

Áður en lengra er haldið leikur forvitni á að vita hver er hin 27 ára gamla Elín Rós Traustadóttir?

„Ég ólst upp á Íslandi og er hálfíslensk og hálftaílensk. Ætli ég hafi ekki fengið ferðapödduna snemma eftir að ég fór að ferðast ung með mömmu og pabba til Taílands,“ segir Elín Rós hress í bragði. Hún ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2009. Þegar hún var 18 ára fór hún sem skiptinemi til Luxemborg og eftir það var hún staðráðin í að mennta sig frekar erlendis. Hún stóð við það og lauk námi í hönnun frá Middlesex University í London árið 2013. Í raun flutti hún aldrei aftur heim til Íslands eftir að hún lauk því námi og nú er hún búsett í Nottingham.

Nýkomin úr sjósundi á La Gomera í maí síðastliðnum.
Nýkomin úr sjósundi á La Gomera í maí síðastliðnum.

Féll fyrir siglingum í Lissabon

Sama ár og hún útskrifaðist kynntist hún fyrst siglingum þegar hún bjó í Lissabon í Portúgal en þar er rík siglingamenning. Hún ákvað að skella sér á námskeið og lauk réttindum til að sigla seglskútu. „Ég fékk æði fyrir þessu. Ég hafði aldrei gert þetta áður og sakna þess mest að hafa ekki kynnst þessu fyrr. Það er ótrúlega mikil frelsistilfinning að sigla. Það er ekkert annað sem ég væri til í að eyða meiri tíma í,“ segir hún glöð í bragði.

Þarf að vera í toppformi

Góður siglingamaður þarf að kunna mjög margt, meðal annars á allan tækjabúnaðinn, hafstrauma, veðurfar og vindáttir svo fátt eitt sé nefnt svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera í góðu líkamlegu formi. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það gerist líka alltaf eitthvað á siglingu sem þarf að redda og þá er ekki hægt að hringja í einhvern sem kemur og bjargar þér heldur þarftu að redda því sjálfur,“ segir Elín Rós.

Eftir að Elín Rós lauk háskólanámi og hlaut réttindin var hún í fastri vinnu frá 9 til 5. Hún fann fljótlega að það átti ekki við hana. „Ég ákvað að finna út úr því hvernig ég gæti lifað drauminn á hverjum degi. Mig langaði að vera frjáls og geta siglt hvenær sem mér dytti í hug og ekki föst á skrifstofu allan daginn,“ segir hún. Hún áttaði sig á því að það var ekki hlaupið að því að fá vinnu þar sem hún setti þessi skilyrði og því fór hún velta fyrir sér hvernig hún gæti búið sér til pening og gert það sem hana dreymdi um.

Uppi á fjalli í La Palma.
Uppi á fjalli í La Palma.

Stofnaði þrjú fyrirtæki

„Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti stofnað fyrirtæki sem ég gæti sinnt vel en þyrfti samt ekki að vera bundin yfir á skrifstofu. Það er fullt af fólki með alls konar fyriræki á netinu og ég fór því að hitta fullt af fólki sem hafði farið þessa leið,“ segir Elín Rós.

Úr varð að hún stofnaði þrjú fyrirtæki sem gera henni kleift að sigla stóran hluta ársins. Eitt af þeim framleiðir og selur fæðubótarefni sem nefnist Royal Resource UK. Siglingar reyna mikið á líkamann og fólk þarf að vera í mjög góðu formi. Hugmyndin að þessari vörulínu kviknaði eftir að miltað var fjalægt árið 2015. „Eftir þetta þurfti ég að hugsa mjög vel um heilsuna, sérstaklega í siglingum. Ég byrjaði að þróa þessa vöru sérstaklega fyrir fólk sem stundar siglingar,“ segir Elín Rós. Salan hefur gengið mjög vel og mánaðarleg velta er um ein milljón króna. Öll pökkun og annað slíkt fer fram í Amazon-vöruhúsinu. „Það frábæra við að eiga fyrirtæki á netinu er að það er frekar auðvelt að stækka við sig, þess vegna er ég núna að byrja framleiða í Bandaríkjunum.“

Höfnin í La Gomera.
Höfnin í La Gomera.

Hitt fyrirtæki Elínar Rósar sér um þjónustu við Airbnb, útleigu á íbúðum. Það sér um bókanir, þrif og fleira tilfallandi sem þarf að sinna til að leigja út íbúðir. „Fyrsta fasteignin sem ég tók að mér var svakaleg stór og ég stíliseraði hana að innan, núna einbeiti ég mér ekki að því heldur ræð til mín hönnunarnema sem geta hannað,“ segir Elín Rós. 

Þriðja fyrirtækið hennar snýr að ráðgjöf, meðal annars um hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki á netinu, vinna með Amazon, Airbnb og hreinlega hvernig eigi að láta drauma sína rætast. Elín Rós segist hafa fengið ótal fyrirspurnir um hvernig hún fari að því að gera það sem hún gerir og hafi efni á því og þess vegna veitir hún einnig ráðgjöf.  

„Ég eyði miklum tíma á netinu og er alltaf að lesa eitthvað um viðskipti og siglingar. Ég er hamingjusöm með það sem ég geri á hverjum degi, þess vegna er ég með þetta „dræf“ sem ég hef,“ segir hún til útskýringar á þessum lífstíl. „Einnig hugsa ég oft til ömmu minnar þegar ég er að ferðast. Hún gerði allt klikkað sem hægt er að gera, var alger sígauni og bara mesti snilli sem ég veit um. Ég ætla að eiga alveg jafnklikkaðar sögur að segja frá þegar ég er orðin amma.“

Það þarf víst alltaf að þvo fatnaðinn. Snekkjusokkarnir komnir á ...
Það þarf víst alltaf að þvo fatnaðinn. Snekkjusokkarnir komnir á snúru! La Gomera árið 2016.

„Aldrei séð jafnmikla fegurð“

„Mér finnst ég búa yfir miklum forréttindum að geta siglt og upplifað náttúruna. Ég hef aldrei séð jafnmikla fegurð um ævina. Næturhiminninn er ekki svartur heldur er hann í öllum regnbogalitum. Ég hef séð fallegustu stjörnuhröp sem ég hef á ævi minni séð. Mér líður eins og ég sé í kúlu þegar ég er ein á siglingavakt á nóttunni. Það er frábært að sjá lífið í sjónum eins og höfrunga og skjaldbökur og fallega fugla sem setjast á bátinn til að hvíla sig,“ segir Elín Rós dreymin.

Þrátt fyrir að þessi lýsing á lífi Elínar Rósar sé böðuð ævintýraljóma er líf siglingamannsins ekki alltaf dans á rósum. „Ég á líka alveg ömurlega daga þar sem ég æli út um allan bát og er mjög sjóveik. Stundum siglum við í fimm daga og nætur án þess að stoppa og við skiptumst á að vera á vöktum. Þá er lítið sofið því við þurfum að vinna allan tímann,“ segir Elín Rós.

Þegar erfiðu dagarnir renna upp reynir hún að gleyma ekki stóra markmiðinu sínu sem er að ná að sigla yfir Atlantshafið. „Ég þarf að þjálfa mig mjög mikið til að komast þangað,“ segir hún en sú sigling er mjög krefjandi og tekur að minnsta kosti 10 daga.

Útsýni af fjallstindi á La Palma í maí. Elín Rós ...
Útsýni af fjallstindi á La Palma í maí. Elín Rós leigir oft bíl til að skoða sig betur um.

Nútímamaðurinn vanur að fá allt strax

Þolinmæði og vinnusemi er það sem góður siglingamaður þarf að tileinka sér. „Í nútímasamfélagi er einstaklingurinn vanur að fá allt strax. Þú þarft ekki annað en að hringja eitt símtal og það sem þú baðst um er komið eða fljúga milli staða sem tekur mun styttri tíma en að sigla. Mér finnst fínt að þurfa stundum að vinna fyrir hlutunum,“ segir Elín Rós og bendir á að þegar hún hefur náð á áfangastað eftir erfiða siglingu í marga daga fyllist hún miklu stolti. Til dæmis varð Elín Rós mjög sjóveik í síðustu siglingu í maí.  

Best að vera yngst og halda áfram að læra

Siglingar eru talsvert karlasport og mun færri konur sigla en karlar, að sögn Elínar Rósar. Hún segir það alls ekki verra, allir eru boðnir og búnir að hjálpast að og miðla af reynslunni. Aldur og kyn skiptir engu máli í þeim efnum. Flestir sem stunda þennan lífsstíl eru þó eldri en Elín Rós sem á enn eftir nokkur ár í þrítugt.

„Mér finnst best að vera yngst og læra af þeim bestu en í siglingum lærir maður alltaf eitthvað nýtt,“ segir Elín Rós. Hún bendir á að samfélag þeirra sem stunda siglingar sé tiltölulega lítið og mikill samgangur er milli fólks. Flestir koma frá Frakklandi, Þýskalandi eða Norðurlöndunum.

„Við erum alltaf að hitta sama fólkið. Við erum dugleg að hjálpast að. Þegar við erum í höfn og ég þarf til dæmis nauðsynlega að komast í búð er fólk tilbúið að bjarga mér,“ segir hún. Í því samhengi bendir hún á að þegar skútunni er lagt við höfn á nýjum stað nýta flestir tækifærið og ferðast um eyjarnar. Stundum leigir hún bíl eða ferðast með öðrum. Hún ferðast líka mikið á eigin vegum og segir það ekki tiltökumál að vera kona og ferðast ein. 

Í höfn á leiðinni í fjallgöngu á La Palma í ...
Í höfn á leiðinni í fjallgöngu á La Palma í sumar.

Safnar kröftum fyrir næstu siglingu

Aðspurð hvenær nákvæmlega þau hyggist leggja af stað í næstu siglingu svarar hún því til að það verði í júlí. „Þetta fer allt eftir veðri og vindum. Það er aldrei hægt að skipuleggja siglingar langt fram í tímann. Það er útilokað,“ segir hún en henni þykir það sjaldnast óþægilegt þó að það komi fyrir. „Það er ágætt að geta ekki planað allt strax,“ segir hún og hlær.  

Um þessar mundir safnar hún kröftum heima hjá sér í Nottingham fyrir næstu siglingu. „Ég þurfti líka að komast í almennilegt netsamband til að komast í vinnuna og sinna fyrirtækjunum,“ segir þessi athafnakona og bætir við: „En ég mun aldrei hætta að sigla.“

Hér er hægt að fylgjast með henni á Facebook og hér á Instagram.  

Þessi sjópoki er nauðsynlegur. Elín Rós tekur hann með hvert ...
Þessi sjópoki er nauðsynlegur. Elín Rós tekur hann með hvert sem hún fer. Ofan í hann fer fartölva, tveir farsímar, hleðslubankar og aðrar græjur.
mbl.is

Innlent »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustan til fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Skemmdist illa í bruna

06:55 Tilkynnt um eld í nýlegri bifreið við Víkingsheimilið Fossvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vegfarendur reyndu að slökkva með handslökkvitækjum en ekkert gekk fyrr en slökkvilið mætti á vettvang. Meira »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Sangyong Rexton 2006
7 manna, dökkar rúður, krókur, ssk, dísel, ekinn 200 km, Verð 990.000 Skoða ...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...