„Ég mun aldrei hætta að sigla“

Árla morguns að undirbúa siglingu frá La Gomera til La ...
Árla morguns að undirbúa siglingu frá La Gomera til La Palma á Kanarí í apríl 2017.

„Það er ótrúlega fullnægjandi að leggjast á koddann á kvöldin og sofna með þá tilfinningu að vera hamingjusöm með að lifa lífinu alveg eins og ég vil. Ef ég myndi deyja á morgun myndi ég deyja hamingjusöm, ef ég á að vera dramatísk,“ segir Elín Rós Traustadóttir hlæjandi, nýkomin heim úr skútusiglingu um Kanarí-eyjar. 

Það er óhætt að segja að Elín Rós fari ótroðnar slóðir í lífinu en hún var orðin leið á að vinna alla daga frá 9 til 5 og ákvað því að láta drauma sína rætast. Hún siglir á skútu um heimsins höf hvenær sem hún hefur tækifæri til og hefur gert síðustu ár. Hún stefnir að því að verða svo leikin siglingakona að hún geti siglt yfir Atlantshafið einn daginn.

Elín Rós er nýkomin heim til sín í Nottingham á Englandi úr siglingu á seglskútu milli eyjanna La Gomera og La Palma sem tilheyra Kanarí-eyjaklasanum. Hún siglir með félaga sínum sem á skútuna og skiptast þau á að sigla. Í júlí stefna þau á að sigla til Asóreyja í Mið-Atlantshafi sem tilheyra Portúgal.

Þessi lífstíll, að skella sér um borð í seglskútu og sigla seglum þöndum, kostar sitt. Til að standa straum af kostnaðinum stofnaði hún þrjú fyrirtæki. Hún sinnir öllum rekstrinum á netinu, jafnvel dag og nótt ef því er að skipta og þarf eðli málsins samkvæmt að vera sínettengd.

Fékk „ferðapödduna snemma“

Áður en lengra er haldið leikur forvitni á að vita hver er hin 27 ára gamla Elín Rós Traustadóttir?

„Ég ólst upp á Íslandi og er hálfíslensk og hálftaílensk. Ætli ég hafi ekki fengið ferðapödduna snemma eftir að ég fór að ferðast ung með mömmu og pabba til Taílands,“ segir Elín Rós hress í bragði. Hún ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2009. Þegar hún var 18 ára fór hún sem skiptinemi til Luxemborg og eftir það var hún staðráðin í að mennta sig frekar erlendis. Hún stóð við það og lauk námi í hönnun frá Middlesex University í London árið 2013. Í raun flutti hún aldrei aftur heim til Íslands eftir að hún lauk því námi og nú er hún búsett í Nottingham.

Nýkomin úr sjósundi á La Gomera í maí síðastliðnum.
Nýkomin úr sjósundi á La Gomera í maí síðastliðnum.

Féll fyrir siglingum í Lissabon

Sama ár og hún útskrifaðist kynntist hún fyrst siglingum þegar hún bjó í Lissabon í Portúgal en þar er rík siglingamenning. Hún ákvað að skella sér á námskeið og lauk réttindum til að sigla seglskútu. „Ég fékk æði fyrir þessu. Ég hafði aldrei gert þetta áður og sakna þess mest að hafa ekki kynnst þessu fyrr. Það er ótrúlega mikil frelsistilfinning að sigla. Það er ekkert annað sem ég væri til í að eyða meiri tíma í,“ segir hún glöð í bragði.

Þarf að vera í toppformi

Góður siglingamaður þarf að kunna mjög margt, meðal annars á allan tækjabúnaðinn, hafstrauma, veðurfar og vindáttir svo fátt eitt sé nefnt svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera í góðu líkamlegu formi. „Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það gerist líka alltaf eitthvað á siglingu sem þarf að redda og þá er ekki hægt að hringja í einhvern sem kemur og bjargar þér heldur þarftu að redda því sjálfur,“ segir Elín Rós.

Eftir að Elín Rós lauk háskólanámi og hlaut réttindin var hún í fastri vinnu frá 9 til 5. Hún fann fljótlega að það átti ekki við hana. „Ég ákvað að finna út úr því hvernig ég gæti lifað drauminn á hverjum degi. Mig langaði að vera frjáls og geta siglt hvenær sem mér dytti í hug og ekki föst á skrifstofu allan daginn,“ segir hún. Hún áttaði sig á því að það var ekki hlaupið að því að fá vinnu þar sem hún setti þessi skilyrði og því fór hún velta fyrir sér hvernig hún gæti búið sér til pening og gert það sem hana dreymdi um.

Uppi á fjalli í La Palma.
Uppi á fjalli í La Palma.

Stofnaði þrjú fyrirtæki

„Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti stofnað fyrirtæki sem ég gæti sinnt vel en þyrfti samt ekki að vera bundin yfir á skrifstofu. Það er fullt af fólki með alls konar fyriræki á netinu og ég fór því að hitta fullt af fólki sem hafði farið þessa leið,“ segir Elín Rós.

Úr varð að hún stofnaði þrjú fyrirtæki sem gera henni kleift að sigla stóran hluta ársins. Eitt af þeim framleiðir og selur fæðubótarefni sem nefnist Royal Resource UK. Siglingar reyna mikið á líkamann og fólk þarf að vera í mjög góðu formi. Hugmyndin að þessari vörulínu kviknaði eftir að miltað var fjalægt árið 2015. „Eftir þetta þurfti ég að hugsa mjög vel um heilsuna, sérstaklega í siglingum. Ég byrjaði að þróa þessa vöru sérstaklega fyrir fólk sem stundar siglingar,“ segir Elín Rós. Salan hefur gengið mjög vel og mánaðarleg velta er um ein milljón króna. Öll pökkun og annað slíkt fer fram í Amazon-vöruhúsinu. „Það frábæra við að eiga fyrirtæki á netinu er að það er frekar auðvelt að stækka við sig, þess vegna er ég núna að byrja framleiða í Bandaríkjunum.“

Höfnin í La Gomera.
Höfnin í La Gomera.

Hitt fyrirtæki Elínar Rósar sér um þjónustu við Airbnb, útleigu á íbúðum. Það sér um bókanir, þrif og fleira tilfallandi sem þarf að sinna til að leigja út íbúðir. „Fyrsta fasteignin sem ég tók að mér var svakaleg stór og ég stíliseraði hana að innan, núna einbeiti ég mér ekki að því heldur ræð til mín hönnunarnema sem geta hannað,“ segir Elín Rós. 

Þriðja fyrirtækið hennar snýr að ráðgjöf, meðal annars um hvernig eigi að stofna og reka fyrirtæki á netinu, vinna með Amazon, Airbnb og hreinlega hvernig eigi að láta drauma sína rætast. Elín Rós segist hafa fengið ótal fyrirspurnir um hvernig hún fari að því að gera það sem hún gerir og hafi efni á því og þess vegna veitir hún einnig ráðgjöf.  

„Ég eyði miklum tíma á netinu og er alltaf að lesa eitthvað um viðskipti og siglingar. Ég er hamingjusöm með það sem ég geri á hverjum degi, þess vegna er ég með þetta „dræf“ sem ég hef,“ segir hún til útskýringar á þessum lífstíl. „Einnig hugsa ég oft til ömmu minnar þegar ég er að ferðast. Hún gerði allt klikkað sem hægt er að gera, var alger sígauni og bara mesti snilli sem ég veit um. Ég ætla að eiga alveg jafnklikkaðar sögur að segja frá þegar ég er orðin amma.“

Það þarf víst alltaf að þvo fatnaðinn. Snekkjusokkarnir komnir á ...
Það þarf víst alltaf að þvo fatnaðinn. Snekkjusokkarnir komnir á snúru! La Gomera árið 2016.

„Aldrei séð jafnmikla fegurð“

„Mér finnst ég búa yfir miklum forréttindum að geta siglt og upplifað náttúruna. Ég hef aldrei séð jafnmikla fegurð um ævina. Næturhiminninn er ekki svartur heldur er hann í öllum regnbogalitum. Ég hef séð fallegustu stjörnuhröp sem ég hef á ævi minni séð. Mér líður eins og ég sé í kúlu þegar ég er ein á siglingavakt á nóttunni. Það er frábært að sjá lífið í sjónum eins og höfrunga og skjaldbökur og fallega fugla sem setjast á bátinn til að hvíla sig,“ segir Elín Rós dreymin.

Þrátt fyrir að þessi lýsing á lífi Elínar Rósar sé böðuð ævintýraljóma er líf siglingamannsins ekki alltaf dans á rósum. „Ég á líka alveg ömurlega daga þar sem ég æli út um allan bát og er mjög sjóveik. Stundum siglum við í fimm daga og nætur án þess að stoppa og við skiptumst á að vera á vöktum. Þá er lítið sofið því við þurfum að vinna allan tímann,“ segir Elín Rós.

Þegar erfiðu dagarnir renna upp reynir hún að gleyma ekki stóra markmiðinu sínu sem er að ná að sigla yfir Atlantshafið. „Ég þarf að þjálfa mig mjög mikið til að komast þangað,“ segir hún en sú sigling er mjög krefjandi og tekur að minnsta kosti 10 daga.

Útsýni af fjallstindi á La Palma í maí. Elín Rós ...
Útsýni af fjallstindi á La Palma í maí. Elín Rós leigir oft bíl til að skoða sig betur um.

Nútímamaðurinn vanur að fá allt strax

Þolinmæði og vinnusemi er það sem góður siglingamaður þarf að tileinka sér. „Í nútímasamfélagi er einstaklingurinn vanur að fá allt strax. Þú þarft ekki annað en að hringja eitt símtal og það sem þú baðst um er komið eða fljúga milli staða sem tekur mun styttri tíma en að sigla. Mér finnst fínt að þurfa stundum að vinna fyrir hlutunum,“ segir Elín Rós og bendir á að þegar hún hefur náð á áfangastað eftir erfiða siglingu í marga daga fyllist hún miklu stolti. Til dæmis varð Elín Rós mjög sjóveik í síðustu siglingu í maí.  

Best að vera yngst og halda áfram að læra

Siglingar eru talsvert karlasport og mun færri konur sigla en karlar, að sögn Elínar Rósar. Hún segir það alls ekki verra, allir eru boðnir og búnir að hjálpast að og miðla af reynslunni. Aldur og kyn skiptir engu máli í þeim efnum. Flestir sem stunda þennan lífsstíl eru þó eldri en Elín Rós sem á enn eftir nokkur ár í þrítugt.

„Mér finnst best að vera yngst og læra af þeim bestu en í siglingum lærir maður alltaf eitthvað nýtt,“ segir Elín Rós. Hún bendir á að samfélag þeirra sem stunda siglingar sé tiltölulega lítið og mikill samgangur er milli fólks. Flestir koma frá Frakklandi, Þýskalandi eða Norðurlöndunum.

„Við erum alltaf að hitta sama fólkið. Við erum dugleg að hjálpast að. Þegar við erum í höfn og ég þarf til dæmis nauðsynlega að komast í búð er fólk tilbúið að bjarga mér,“ segir hún. Í því samhengi bendir hún á að þegar skútunni er lagt við höfn á nýjum stað nýta flestir tækifærið og ferðast um eyjarnar. Stundum leigir hún bíl eða ferðast með öðrum. Hún ferðast líka mikið á eigin vegum og segir það ekki tiltökumál að vera kona og ferðast ein. 

Í höfn á leiðinni í fjallgöngu á La Palma í ...
Í höfn á leiðinni í fjallgöngu á La Palma í sumar.

Safnar kröftum fyrir næstu siglingu

Aðspurð hvenær nákvæmlega þau hyggist leggja af stað í næstu siglingu svarar hún því til að það verði í júlí. „Þetta fer allt eftir veðri og vindum. Það er aldrei hægt að skipuleggja siglingar langt fram í tímann. Það er útilokað,“ segir hún en henni þykir það sjaldnast óþægilegt þó að það komi fyrir. „Það er ágætt að geta ekki planað allt strax,“ segir hún og hlær.  

Um þessar mundir safnar hún kröftum heima hjá sér í Nottingham fyrir næstu siglingu. „Ég þurfti líka að komast í almennilegt netsamband til að komast í vinnuna og sinna fyrirtækjunum,“ segir þessi athafnakona og bætir við: „En ég mun aldrei hætta að sigla.“

Hér er hægt að fylgjast með henni á Facebook og hér á Instagram.  

Þessi sjópoki er nauðsynlegur. Elín Rós tekur hann með hvert ...
Þessi sjópoki er nauðsynlegur. Elín Rós tekur hann með hvert sem hún fer. Ofan í hann fer fartölva, tveir farsímar, hleðslubankar og aðrar græjur.
mbl.is

Innlent »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Segja upp samningi við ISS um skólamat

13:21 Hafnarfjarðarbær hefur gert munnlegan samning um að hætta viðskiptum við fyrirtækið Skólaask, sem fyr­ir­tækið ISS Ísland rek­ur, um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. Í fréttatilkynningu frá bænum kemur fram að báðir aðilar hafi áhuga á að losna undan samningnum. Meira »

Vextir fylgja ekki efnahagsþróun

12:38 Í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR kemur fram að vextir á Íslandi voru mun hærri hér á landi árið 2011 en þeir eru í nágrannalöndum okkar nú. Þar eru vextir nánast þeir sömu nú og voru hér á landi fyrir sex árum. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Hærri skatttekjur vegna betra árferðis

11:59 Stór hluti af auknum skatttekjum sem Píratar boðuðu í tillögum sínum til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018, þar á meðal varðandi tekjuskatt og virðisaukaskatt, er til kominn vegna betra árferðis. Þetta segir Smári McCarthy, Pírati. Meira »

Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

11:19 „Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun. Meira »

Svört náttúruvernd valdi sundrungu

11:02 „Það hefur verið alið á fordómum í garð tiltekins ferðamáta, sem er umferð vélknúinna ökutækja. Það hefur þótt beinlínis fínt að ala á fordómum í okkar garð en við bendum á að öflugustu náttúruverðirnir eru þeir sem þekkja landið sitt og fá að ferðast um það,“ segir fulltrúi samtaka útivistarfélaga í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Meira »

Allir opnir fyrir skosku leiðinni

10:56 Forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga eru allir opnir fyrir því að skoska leiðin svokallaða verði skoðuð sem úrræði fyrir flugsamgöngur á Íslandi. Meira »

„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

10:53 „Fimmtíu milljóna króna viðskipti eru ekkert langt frá einhverju venjulegu fólki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Meira »

Mest áhrif á útflutning á fiski

10:18 „Þetta hefur einhver áhrif hér. Fjöldi fólks starfar við þetta og áhrifin hríslast út um allt samfélagið. En það fer ekki allt á annan endann á einni viku,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

„Þetta slefar í storm“

10:40 „Þetta verður svona í dag, það lægir ekki að neinu ráði,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hvasst er á suðvesturhorninu og fer vindur í hviðum yfir 30 m/​s. Meira »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Þurrkari
...
Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...