Haldið upp á kvenréttindadaginn víða um land í dag

Verkið „Konur gerðu garðinn“ í Lystigarðinum á Akureyri. Fjallað verður …
Verkið „Konur gerðu garðinn“ í Lystigarðinum á Akureyri. Fjallað verður um sögu kvenna í garðinum klukkan fimm í dag. Ljósmynd/ Ragnar Hólm Ragnarsson

Kvenréttindadagurinn er í dag og verður fagnað víða um land. Í Reykjavík verður blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði klukkan hálf þrjú í dag. Þar mun Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, leggja blómsveig að leiðinu og flytja stutt ávarp. Ragnheiður Gröndal flytur tónlist. 

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir er fimmtíu ára í dag.  Haldið verður upp á afmælið klukkan fjögur á Hallveigarstöðum. Þar mun Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður húsnefndar flytja ávarp. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flytur afmæliskveðju. Húsið var reist árið 1967 af kvennasamtökum og hefur verið miðstöð þeirra síðan.

Á Akureyri býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri þar sem gengið er í fótspor kvenna á Brekkunni. Kristín Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi prófessor, leiðir gönguna sem hefst klukkan fimm í Lystigarðinum á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert