„Lokkuð inn á flugvöll og lokuð þar inni“

Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa ...
Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar. mbl.is/Árni Sæberg

„Manni ofbýður þessi framkoma,“ segir Guðlaug Gísladóttir, einn farþega Icelandair sem þurfti að bíða í alla nótt á flugvellinum í Ósló eftir að flugi flugfélagsins var seinkað um níu klukkustundir. Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar.

Vélin átti að fara í loftið frá Ósló klukkan 21:55 á norskum tíma, en um klukkan 19 fengu farþegar tilkynningu um að fluginu yrði seinkað til klukkan 4 um nóttina. Farþegum var þó sagt að koma ekki síðar en klukkan 23:00 á flugvöllinn í Ósló þar sem öryggisleitin á vellinum myndi loka klukkan 23:30. Síðar kom önnur tilkynning um að fluginu væri seinkað til 05:05, en að lokum fór vélin ekki í loftið fyrr en klukkan 06:50.

Fengu matarmiða í sárábætur

Guðlaug segir að fólk hafi verið svikið, þar sem flugvöllurinn sé opinn allan sólarhringinn og þær upplýsingar frá Icelandair um að öryggisleitin myndi loka hefðu hreinlega ekki verið réttar. „Við höfðum ekkert val um hvað við gerðum heldur vorum lokkuð inn á flugvöllinn og lokuð þar inni,“ segir hún og bætir við að fólki hafi ekki verið gefinn kostur á að vera á hóteli og sofa á meðan þeir biðu eftir fluginu. Engar útskýringar hafi borist, en farþegum hafi verið gefnir matarmiðar í sárabætur. „En það höfðu fáir lyst á því að borða klukkan tvö um nótt svo það bætti lítið upp,“ segir Guðlaug.

Þá segist hún skilja að ýmislegt geti komið upp á þegar flug er annars vegar, en segir gott upplýsingaflæði vera nauðsynlegt. „Í stað þess að vera heiðarlegur og gefa fólki tækifæri á því að fara þá á hótel eða gera það sem það vill, þá leit þetta út fyrir að þeir hafi vitað það allan tímann að við færum ekki fyrr en undir morgunn. Fólki leið eins og því væri smalað á völlinn á fölskum forsendum.“

„Það sáu allir í gegnum þetta“

Að sögn Guðlaugar var mjög erfitt fyrir stóran hluta farþeganna að sitja og bíða tímunum saman á flugvellinum, en þar hafi hvergi verið hægt að leggja sig. Í hópnum hafi til dæmis verið eldra fólk, fatlað fólk og fólk með börn. „Svo var líka kona í hópnum sem var nýkomin úr aðgerð og átti erfitt með setu og maður í hjólastól. Það voru allir orðnir ofboðslega þreyttir,“ segir hún. „Þetta er skammarlegt í rauninni.“

Guðlaug segir seinkunina hafa miklar afleiðingar fyrir farþega, en hún starfar sjálf á Landspítalanum þar sem hún átti að vera á vakt í dag. „Ég mæti ekki ósofin að vinna með sjúklinga svo ég þarf að sleppa því að mæta í vinnu sem er líka tekjutap fyrir mig,“ segir hún og bætir við að margir hafi verið í svipaðri stöðu. Þá hafi nokkrir sem hún talaði við átt tengiflug frá Íslandi sem það hafi misst af vegna seinkunarinnar.

„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta með heiðarleika og góðu upplýsingaflæði. Við skynjuðum að þetta væri ekki alveg heiðarlegt. Það sáu allir í gegnum þetta,“ segir hún.

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd. S. 6947881, Alina...
Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...