„Lokkuð inn á flugvöll og lokuð þar inni“

Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa ...
Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar. mbl.is/Árni Sæberg

„Manni ofbýður þessi framkoma,“ segir Guðlaug Gísladóttir, einn farþega Icelandair sem þurfti að bíða í alla nótt á flugvellinum í Ósló eftir að flugi flugfélagsins var seinkað um níu klukkustundir. Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar.

Vélin átti að fara í loftið frá Ósló klukkan 21:55 á norskum tíma, en um klukkan 19 fengu farþegar tilkynningu um að fluginu yrði seinkað til klukkan 4 um nóttina. Farþegum var þó sagt að koma ekki síðar en klukkan 23:00 á flugvöllinn í Ósló þar sem öryggisleitin á vellinum myndi loka klukkan 23:30. Síðar kom önnur tilkynning um að fluginu væri seinkað til 05:05, en að lokum fór vélin ekki í loftið fyrr en klukkan 06:50.

Fengu matarmiða í sárábætur

Guðlaug segir að fólk hafi verið svikið, þar sem flugvöllurinn sé opinn allan sólarhringinn og þær upplýsingar frá Icelandair um að öryggisleitin myndi loka hefðu hreinlega ekki verið réttar. „Við höfðum ekkert val um hvað við gerðum heldur vorum lokkuð inn á flugvöllinn og lokuð þar inni,“ segir hún og bætir við að fólki hafi ekki verið gefinn kostur á að vera á hóteli og sofa á meðan þeir biðu eftir fluginu. Engar útskýringar hafi borist, en farþegum hafi verið gefnir matarmiðar í sárabætur. „En það höfðu fáir lyst á því að borða klukkan tvö um nótt svo það bætti lítið upp,“ segir Guðlaug.

Þá segist hún skilja að ýmislegt geti komið upp á þegar flug er annars vegar, en segir gott upplýsingaflæði vera nauðsynlegt. „Í stað þess að vera heiðarlegur og gefa fólki tækifæri á því að fara þá á hótel eða gera það sem það vill, þá leit þetta út fyrir að þeir hafi vitað það allan tímann að við færum ekki fyrr en undir morgunn. Fólki leið eins og því væri smalað á völlinn á fölskum forsendum.“

„Það sáu allir í gegnum þetta“

Að sögn Guðlaugar var mjög erfitt fyrir stóran hluta farþeganna að sitja og bíða tímunum saman á flugvellinum, en þar hafi hvergi verið hægt að leggja sig. Í hópnum hafi til dæmis verið eldra fólk, fatlað fólk og fólk með börn. „Svo var líka kona í hópnum sem var nýkomin úr aðgerð og átti erfitt með setu og maður í hjólastól. Það voru allir orðnir ofboðslega þreyttir,“ segir hún. „Þetta er skammarlegt í rauninni.“

Guðlaug segir seinkunina hafa miklar afleiðingar fyrir farþega, en hún starfar sjálf á Landspítalanum þar sem hún átti að vera á vakt í dag. „Ég mæti ekki ósofin að vinna með sjúklinga svo ég þarf að sleppa því að mæta í vinnu sem er líka tekjutap fyrir mig,“ segir hún og bætir við að margir hafi verið í svipaðri stöðu. Þá hafi nokkrir sem hún talaði við átt tengiflug frá Íslandi sem það hafi misst af vegna seinkunarinnar.

„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta með heiðarleika og góðu upplýsingaflæði. Við skynjuðum að þetta væri ekki alveg heiðarlegt. Það sáu allir í gegnum þetta,“ segir hún.

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Innlent »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hlaupabraut /Göngubraut
NordicTrack hlaupabraut innflutt af Erninum 3 ára Nýyfirfarin á verkstæði og...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...