„Lokkuð inn á flugvöll og lokuð þar inni“

Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa ...
Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar. mbl.is/Árni Sæberg

„Manni ofbýður þessi framkoma,“ segir Guðlaug Gísladóttir, einn farþega Icelandair sem þurfti að bíða í alla nótt á flugvellinum í Ósló eftir að flugi flugfélagsins var seinkað um níu klukkustundir. Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar.

Vélin átti að fara í loftið frá Ósló klukkan 21:55 á norskum tíma, en um klukkan 19 fengu farþegar tilkynningu um að fluginu yrði seinkað til klukkan 4 um nóttina. Farþegum var þó sagt að koma ekki síðar en klukkan 23:00 á flugvöllinn í Ósló þar sem öryggisleitin á vellinum myndi loka klukkan 23:30. Síðar kom önnur tilkynning um að fluginu væri seinkað til 05:05, en að lokum fór vélin ekki í loftið fyrr en klukkan 06:50.

Fengu matarmiða í sárábætur

Guðlaug segir að fólk hafi verið svikið, þar sem flugvöllurinn sé opinn allan sólarhringinn og þær upplýsingar frá Icelandair um að öryggisleitin myndi loka hefðu hreinlega ekki verið réttar. „Við höfðum ekkert val um hvað við gerðum heldur vorum lokkuð inn á flugvöllinn og lokuð þar inni,“ segir hún og bætir við að fólki hafi ekki verið gefinn kostur á að vera á hóteli og sofa á meðan þeir biðu eftir fluginu. Engar útskýringar hafi borist, en farþegum hafi verið gefnir matarmiðar í sárabætur. „En það höfðu fáir lyst á því að borða klukkan tvö um nótt svo það bætti lítið upp,“ segir Guðlaug.

Þá segist hún skilja að ýmislegt geti komið upp á þegar flug er annars vegar, en segir gott upplýsingaflæði vera nauðsynlegt. „Í stað þess að vera heiðarlegur og gefa fólki tækifæri á því að fara þá á hótel eða gera það sem það vill, þá leit þetta út fyrir að þeir hafi vitað það allan tímann að við færum ekki fyrr en undir morgunn. Fólki leið eins og því væri smalað á völlinn á fölskum forsendum.“

„Það sáu allir í gegnum þetta“

Að sögn Guðlaugar var mjög erfitt fyrir stóran hluta farþeganna að sitja og bíða tímunum saman á flugvellinum, en þar hafi hvergi verið hægt að leggja sig. Í hópnum hafi til dæmis verið eldra fólk, fatlað fólk og fólk með börn. „Svo var líka kona í hópnum sem var nýkomin úr aðgerð og átti erfitt með setu og maður í hjólastól. Það voru allir orðnir ofboðslega þreyttir,“ segir hún. „Þetta er skammarlegt í rauninni.“

Guðlaug segir seinkunina hafa miklar afleiðingar fyrir farþega, en hún starfar sjálf á Landspítalanum þar sem hún átti að vera á vakt í dag. „Ég mæti ekki ósofin að vinna með sjúklinga svo ég þarf að sleppa því að mæta í vinnu sem er líka tekjutap fyrir mig,“ segir hún og bætir við að margir hafi verið í svipaðri stöðu. Þá hafi nokkrir sem hún talaði við átt tengiflug frá Íslandi sem það hafi misst af vegna seinkunarinnar.

„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta með heiðarleika og góðu upplýsingaflæði. Við skynjuðum að þetta væri ekki alveg heiðarlegt. Það sáu allir í gegnum þetta,“ segir hún.

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Innlent »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »

Vikugömul hræ á víðavangi

15:30 Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum Meira »

Hleypur um og dansar við alla

14:51 Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Meira »

„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

14:26 Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...