„Lokkuð inn á flugvöll og lokuð þar inni“

Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa ...
Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar. mbl.is/Árni Sæberg

„Manni ofbýður þessi framkoma,“ segir Guðlaug Gísladóttir, einn farþega Icelandair sem þurfti að bíða í alla nótt á flugvellinum í Ósló eftir að flugi flugfélagsins var seinkað um níu klukkustundir. Mikil óánægja er meðal farþega vélarinnar, sem segja flugfélagið hafa veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar.

Vélin átti að fara í loftið frá Ósló klukkan 21:55 á norskum tíma, en um klukkan 19 fengu farþegar tilkynningu um að fluginu yrði seinkað til klukkan 4 um nóttina. Farþegum var þó sagt að koma ekki síðar en klukkan 23:00 á flugvöllinn í Ósló þar sem öryggisleitin á vellinum myndi loka klukkan 23:30. Síðar kom önnur tilkynning um að fluginu væri seinkað til 05:05, en að lokum fór vélin ekki í loftið fyrr en klukkan 06:50.

Fengu matarmiða í sárábætur

Guðlaug segir að fólk hafi verið svikið, þar sem flugvöllurinn sé opinn allan sólarhringinn og þær upplýsingar frá Icelandair um að öryggisleitin myndi loka hefðu hreinlega ekki verið réttar. „Við höfðum ekkert val um hvað við gerðum heldur vorum lokkuð inn á flugvöllinn og lokuð þar inni,“ segir hún og bætir við að fólki hafi ekki verið gefinn kostur á að vera á hóteli og sofa á meðan þeir biðu eftir fluginu. Engar útskýringar hafi borist, en farþegum hafi verið gefnir matarmiðar í sárabætur. „En það höfðu fáir lyst á því að borða klukkan tvö um nótt svo það bætti lítið upp,“ segir Guðlaug.

Þá segist hún skilja að ýmislegt geti komið upp á þegar flug er annars vegar, en segir gott upplýsingaflæði vera nauðsynlegt. „Í stað þess að vera heiðarlegur og gefa fólki tækifæri á því að fara þá á hótel eða gera það sem það vill, þá leit þetta út fyrir að þeir hafi vitað það allan tímann að við færum ekki fyrr en undir morgunn. Fólki leið eins og því væri smalað á völlinn á fölskum forsendum.“

„Það sáu allir í gegnum þetta“

Að sögn Guðlaugar var mjög erfitt fyrir stóran hluta farþeganna að sitja og bíða tímunum saman á flugvellinum, en þar hafi hvergi verið hægt að leggja sig. Í hópnum hafi til dæmis verið eldra fólk, fatlað fólk og fólk með börn. „Svo var líka kona í hópnum sem var nýkomin úr aðgerð og átti erfitt með setu og maður í hjólastól. Það voru allir orðnir ofboðslega þreyttir,“ segir hún. „Þetta er skammarlegt í rauninni.“

Guðlaug segir seinkunina hafa miklar afleiðingar fyrir farþega, en hún starfar sjálf á Landspítalanum þar sem hún átti að vera á vakt í dag. „Ég mæti ekki ósofin að vinna með sjúklinga svo ég þarf að sleppa því að mæta í vinnu sem er líka tekjutap fyrir mig,“ segir hún og bætir við að margir hafi verið í svipaðri stöðu. Þá hafi nokkrir sem hún talaði við átt tengiflug frá Íslandi sem það hafi misst af vegna seinkunarinnar.

„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta með heiðarleika og góðu upplýsingaflæði. Við skynjuðum að þetta væri ekki alveg heiðarlegt. Það sáu allir í gegnum þetta,“ segir hún.

Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Innlent »

Fundaði með Paul Ryan

17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

17:07 Í Góða Hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

15:37 Eldur kom upp við eldamennski í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleitið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að reykræsta. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hóp sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

„Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar“

14:45 „Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar, vegna þess að spjótin hafa beinst að henni. Hún gerir það til að tryggja faglega úttekt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hefur tekið við hluverki talskonu Stígamóta eftir að Guðrún Jónsdóttir steig til hliðar fyrr í dag. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »

Ónýtur eftir harðan árekstur

14:43 Þrír voru fluttir á heilsugæslustöð eftir harða aftanákeyrslu á Snæfellsnesi nú skömmu eftir hádegi. Annar bílanna tveggja er talinn gjörónýtur eftir áreksturinn. Meira »

Æfðu viðbrögð við sprengjuhótun

14:41 Farþegaskipum er skylt að halda æfingar einu sinni í viku þar sem æfð eru viðbrögð við eldsvoða og skipið yfirgefið. Einnig þarf að æfa viðbrögð við því ef sprengjuhótun berst skipunum eða önnur ógn steðjar að þeim. Meira »

Afleit ráðstöfun fyrir flugmenn

14:35 „Að flugmenn komi til starfa hjá flugfélögum í gegnum áhafnaleigur verður sífellt algengara.“ Þannig hefst pistill Örnólfs Jónssonar, flugstjóra og formanns Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (FÍA) í fréttablaði félagsins. Meira »

Flateyringar safna fyrir Grænland

14:29 Björgunarsveitin Sæbjörg hefur efnt til söfnunar á meðal Flateyringar vegna hamfaranna í Grænlandi. Flateyringar vilja með því endurgjalda þann stuðning sem Grænlendingar sýndu þeim í kjölfar snjóflóðsins árið 1995. Meira »

Gerð úttekt á starfsumhverfi Stígamóta

14:13 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta mun stíga til hliðar á meðan athugun fer fram á vinnumhverfi samtakanna. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna. Meira »

160% fjölgun ferðafyrirtækja á áratug

14:06 Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur fjölgað gífurlega mikið á síðustu tíu árum og eru nú um 3.500 fyrirtæki sem sjá um gistiþjónustu, afþreyingu tengda ferðaþjónustu, rútuþjónustu, bílaleigu og sem starfa sem ferðaskrifstofur. Meira »

Smáríkjafundur WHO verður á Íslandi

13:34 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur þegið boð íslenskra stjórnvalda um að halda fund smáríkja um heilbrigðismál á Íslandi að ári. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra kynnti boð þessa efnis á árlegum fundi smáríkjanna sem lauk á Möltu í gær. Meira »

Vinna að því að útvíkka jafnréttið

14:11 Vinna er í gangi í velferðaráðuneytinu við að útvíkka jafnréttishugtakið og falla málefni transfólks og intersex-einstaklinga undir þá vinnu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur, varaþingmanni Pírata, um málefni fólks með ódæmigerð kyneinkenni. Meira »

Skráðu sig óvart úr prófinu

13:43 Ýmsir tæknilegir erfiðleikar komu upp við samræmd próf 4. og 7. bekkjar í fyrra. Var það í fyrsta sinn sem prófin voru lögð fyrir á rafrænu formi samhliða því sem próftíminn var styttur. Meira »

Bregðast við offitu barna

12:08 Árlegum fundi smáþjóða um heilbrigðismál á Möltu lauk í dag þar sem meðal annars var undirrituð sameiginleg yfirlýsing þjóðanna um að sporna megi við vaxandi offitu barna með fjölbreyttum aðferðum og stuðla þar með að bættum uppvaxtarskilyrðum. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Húsnæði í boði
Húsnæði í boði Til leigu góð 2ja herb. íbúð í efra Breiðholti ca 70 fm, með yfir...
215/75X16
Til sölu 4st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...