„Fjallið verður að vera öruggt“

John Snorri Sigurjónsson á toppi Lhotse í síðasta mánuði.
John Snorri Sigurjónsson á toppi Lhotse í síðasta mánuði.

„Mikið er um skriður snjó og grjót) í fjallinu og því mikilvægt að lesa það sem best svo ferðalagið fari vel. Fjallið verður að vera öruggt,“ segir John Snorri Sigurjónsson sem lagði af staði upp K2, næst hæsta fjall heims, í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni Lífsspor en hann safnar áheitum fyrir Líf Styrktarfélag á leið sinni.

Ef John Snorri kemst á toppinn verður hann fyrstur Íslendinga til þess en enginn hefur reynt að ná upp á topp fjallsins síðastliðin tvö ár. K2 er 8.611 metrar að hæð í Karakoram-fjallgarðinum á landamærum Kína og Pakistans  

Fyrsti leggurinn er 63 km löng ganga á skriðjökli upp í grunnbúðirnar. John Snorri gekk 16 kílómetra og hækkunin var um þrjú þúsund metrar á um sjö klukkustundum í gær. Hægt er að fylgjast með honum hér.

Þegar komið er í grunnbúðir aðlagast hópurinn hæðarmuninum og hvílist. Eftir það er vistum komið upp í búðir fjögur, sem eru síðustu búðirnar áður en farið er á toppinn og lagðar línur upp í næstu búðir. 

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kári Schram hefur fylgt John Snorra eftir í nokkra mánuði við undirbúning ferðarinnar og er þessa dagana með honum á göngu í átt að grunnbúðum K2. Kári er að vinna að alþjóðlegri heimildarmynd um ferðalagið og fylgdi John Snorra einnig í grunnbúðir Everest fyrir nokkrum vikum þegar John Snorri gekk upp á fjórða hæsta fjall heims Lhotse.

John og Kári Schram, kvikmyndagerðamaður, í baksýn sem er með …
John og Kári Schram, kvikmyndagerðamaður, í baksýn sem er með mynd í smíðum um ferðalagið.
Hluti af vistunum sem þeir taka með sér.
Hluti af vistunum sem þeir taka með sér.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert