Bilun í startara olli mikilli töf

Bilun í flugvél olli nokkurra klukkutíma seinkun á flugi Icelandair …
Bilun í flugvél olli nokkurra klukkutíma seinkun á flugi Icelandair frá Birmingham til Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Rúmlega fjögurra tíma seinkun varð á flugi Icelandair frá Birmingham til Íslands í dag en upp kom bilun í startara vélarinnar þegar fljúga átti henni til Íslands. Vélin tók á loft frá Birmingham fyrir skemmstu.

Farþegar vélarinnar biðu í vélinni í nokkra klukkutíma og segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, það hafa verið vegna þess að viðgerðin tók lengri tíma en búist var við í fyrstu. „Það var einhver bilun í startara sem átti að taka skemmri tíma að gera við en raun varð á,“ segir Guðjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert