Færði krabbameinsdeildinni stóla

Halldóra Hálfdánardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á krabbameinslækningadeildinni, tók við gjöfinni ásamt Ásgerði …
Halldóra Hálfdánardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á krabbameinslækningadeildinni, tók við gjöfinni ásamt Ásgerði Sverrisdóttir, sérfræðingi í krabbameinslækningum. Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa færði deildinni stólana. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við ákváðum að styrkja deildina vegna söfnunar Símonar Elís Teitssonar, sem greindist með krabbamein fyrir rúmum tveimur mánuðum,“ segir Skúli Rósantsson, eigandi húsgagnaverslunarinnar Casa sem gaf krabbameinslækningadeild Landspítalans hvíldarstóla að gjöf.

Símon kom fram í fjölmiðlum og sagði frá því hversu mörgu væri ábótavant varðandi húsgögnin á deildinni og kallaði eftir því að einhver gæfi henni hvíldarstóla.

„Við brugðumst við þeirri beiðni,“ segir Skúli, en verslun hans gaf deildinni átta nýja hvíldarstóla frá þýska fyrirtækinu Brunner sem eru sérhannaðir fyrir sjúkrastofnanir.

Að sögn Skúla hafa stólarnir sérstakt bakteríudrepandi áklæði og eru á hjólum svo að hægt sé að hreyfa þá auðveldlega á milli herbergja.

100% nýting á deildinni

Krabbameinslækningadeild Landspítalans 11E er eina bráðalegudeildin fyrir krabbameinssjúklinga á Íslandi.

Á deildinni eru 15 rúm og er nýtingin 100 prósent allan ársins hring en meðaldvalartími er um átta dagar.

Halldóra Hálfdánardóttir, hjúkrunardeildarstjóri á krabbameinslækningadeildinni, segir gjöfina koma sér afskaplega vel. „Okkur vantaði svona stóla eins og Casa er að gefa okkur,“ segir hún, en nýlega þurfti deildin að henda hvíldarstólum vegna sýkingarhættu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert