Nýtt deilihagkerfi í pípunum

mbl.is/afp

Reykjavíkurborg hyggst á þessu ári leigja út bílastæði til svonefndra deilibílaleiga eða -samtaka. Tillaga samgöngustjóra borgarinnar, Þorsteins R. Hermannssonar, að stefnumótun um deilibifreiðarnar var samþykkt einróma í umhverfis- og skipulagsráði síðastliðinn miðvikudag.

Hugmyndin um deilibíla byggist á deilihagkerfi og eru þeir til hagræðis fyrir notendur auk útgjaldasparnaðar. Að sögn Þorsteins stendur hefðbundinn einkabíll kyrr í stæði 95% af endingartíma sínum, en deilibílar eru í stöðugri notkun.

Vinna hafin við gjaldskrá

Þorsteinn segir að tillögur að verðskrá og úthlutunarreglum fyrir bílastæðin verði teknar fyrir í umhverfis- og skipulagsráði að loknum sumarleyfum borgarstarfsmanna, en hann býst við að af borgarinnar hálfu verði hægt að hefja starfsemina á tiltölulega skömmum tíma.

Reykjavíkurborg hefur einnig til skoðunar að breyta kröfum um bílastæði í fjölbýlishúsum svo þau megi nýta fyrir deilibíla. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert