Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

Frá aðgerðum lögreglu í Mosfellsdal.
Frá aðgerðum lögreglu í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur

Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana fyr­ir tveim­ur vik­um í Mos­fells­dal og hafa setið í gæsluvarðhaldi í 15 daga voru úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 21. júlí vegna almannahagsmuna.

Þetta var niðurstaða dóm­ara við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag en Ævar Pálmi Pálmason lögreglufulltrúi staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Mennirnir hafa báðir kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Mennirnir voru yfirheyrðir í gær en Ævar Pálmi sagði að ekki væri hægt að upplýsa hvað hefði komið fram í þeim yfirheyrslum.

Sex voru upp­haf­lega hand­tekn­ir en fjór­um sleppt fyrir viku þar sem þeir eru ekki tald­ir hafa komið með bein­um hætti að mál­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert