Krónan sligar bílaleigur

Offjárfestingar og sterkt gengi ógna rekstri margra bílaleiga.
Offjárfestingar og sterkt gengi ógna rekstri margra bílaleiga. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum,“ sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis, í samtali við Morgunblaðið í dag. „Menn eru að keyra niður verð. Ég sé ekki annað en að einhverjar leigur týni tölunni þegar kemur fram á vetur. Ég tala ekki um ef gengið þróast áfram eins og það hefur gert.“

Styrking krónunnar gerir tangarsókn að bílaleigunum. Óbreyttar verðskrár í erlendri mynt skila talsvert færri krónum í kassann en áður vegna styrkingar krónunnar. Þá hefur innkaupsverð bíla lækkað vegna styrkingar krónunnar og það leiðir til lækkunar á verði notaðra bíla. Viðbúið er að lækkun á markaðsverði bílanna við endursölu muni rýra efnahag bílaleiganna.

„Við hjá Bílaleigu Akureyrar ákváðum að fjölga ekki bílum í sumar,“ sagði Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, sem situr í bílaleigunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Hann sagði sterka stöðu krónunnar hafa ráðið mestu um að þeir héldu að sér höndum í bílakaupum. Bergþór sagði bílaleigunefnd SAF hafa áhyggjur af stöðunni og ætla að funda um hana í næstu viku.

Ítarlegar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert