Engin merki um gosóróa

Skjálftahrinan virðist að mestu yfirstaðin, að sögn Einars.
Skjálftahrinan virðist að mestu yfirstaðin, að sögn Einars. Mynd/Veðurstofan

„Við sjáum engan gosóróa á þeim stöðvum sem liggja að strandlínunni. Við teljum því ólíklegt að þarna sé gos. Þetta er frekar jarðskjálftahrina tengd rekbeltinu,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftahrinu út af Kolbeinseyjarhrygg í gærkvöldi.

Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum, tugur skjálfta yfir þremur og töluvert fleiri yfir tveimur og hálfum, að sögn Einars.

„Kolbeinseyjarhryggur er hluti af brotabeltinu sem liggur í gegnum Ísland. Það er ekki óalgengt að það komi hrinur langt úti af hrygg, en skjálftarnir voru kannski svolítið margir stórir á sama tíma í gær.

Einar segir mælinetið vera gott núna og því sjáist skjálftarnir vel og auðvelt er að staðsetja þá.

Aðspurður segir hann hrinuna virðast yfirstaðna. Hún kláraðist að mestu í gærkvöldi. Það komu fáir skjálftar í nótt, eiginlega enginn á þessu svæði frá því á miðnætti í gær.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert