Myndsímatúlkun ekki alþjónusta

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 20/2016, sem fjallar um umsókn Félags heyrnarlausra um að myndsímatúlkun falli undir reglur um alþjónustu samkvæmt lögum um fjarskipti.

Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar.

„Í málinu hélt Félag heyrnarlausra því fram að myndsímatúlkun ætti að falla undir reglur um alþjónustu og kostnaður vegna hennar ætti því að vera fjármögnuð úr jöfnunarsjóði alþjónustu. 

Í úrskurði nefndarinnar er m.a. vikið að því að þau lög og reglur sem gilda um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra falli ekki undir ákvæði fjarskiptalaga um alþjónustu sem og að myndsímatúlkun hafi verið veitt í gegnum mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Jafnframt tók nefndin undir þá niðurstöðu PFS að ekki væri hægt að fella þjónustuna undir alþjónustu á grundvelli fjarskiptalaga nema til komi breyting á fjarskiptalögum eða á reglugerð um alþjónustu.“

Úrskurðurinn í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert