Frétt af ættleiðingu eftir á

Þótt samskipti eftirlifandi foreldris við fjölskyldu látins foreldris séu góð ...
Þótt samskipti eftirlifandi foreldris við fjölskyldu látins foreldris séu góð getur slíkt breyst. Barnið getur liðið fyrir slíkt þar sem samskipti slitna og það hefur ekki aðgang að ömmum og öfum.

„Ættleiðing er afdrifarík ákvörðun því sá sem er ættleiddur glatar tengslum við uppruna sinn að mestu leyti. Löggjöf hér á landi er töluvert ábótavant hvað varðar stöðu barna sem misst hafa foreldri sitt og virðist vera að löggjafinn hafi ekki leitt hugann mikið að réttarstöðu barna sem lenda í þessum kringumstæðum,“ segir Helgi Bjartur Þorvarðarson lögfræðingur sem í meistaraprófsritgerð sinni frá Háskólanum í Reykjavík skoðaði lagalega stöðu barna sem misst hafa foreldri sitt.

Ritgerðin ber yfirskriftina Hver á að gæta mín? Lagaleg staða barna sem misst hafa foreldri sitt.

Meðal þess sem Helgi skoðaði var réttur fjölskyldu hins látna foreldris til umgengni við barnið og réttur fjölskyldu hins látna ef sótt er um ættleiðingu barnsins. Helgi ræddi bæði við fagaðila, eftirlifandi foreldri og aðstandendur látinna foreldra.

Helgi Bjartur Þorvarðarson lögfræðingur.
Helgi Bjartur Þorvarðarson lögfræðingur. Eggert Jóhannesson

„Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á barn rétt á, eins og hægt er, að þekkja uppruna sinn og þar er kveðið á um að virða skuli rétt barns til að viðhalda fjölskyldutengslum eins og viðurkennt er með lögum. Þótt samskipti eftirlifandi foreldris við fjölskyldu látins foreldris séu góð getur slíkt breyst og sérstaklega þegar nýr maki kemur inn í spilið. Barnið getur liðið fyrir slíkt þar sem samskipti slitna og það hefur ekki aðgang að ömmum og öfum sem það hefur kannski alla tíð þekkt og haft,“ segir Helgi.

„Það er afar auðvelt að láta nýjan maka ættleiða barn sem þú átt með manni eða konu sem eru fallin frá. Það er að mörgu leyti furðulegt því það er ekki aðeins verið að ættleiða barnið frá látnu foreldri heldur annarri fjölskyldu og erfðarétti þeim megin.“

Fyrir lokaverkefni sitt spjallaði Helgi meðal annars við afa og ömmu sem misst höfðu son sinn en í gegnum hann áttu þau barnabarn sem hafði alltaf verið í umgengni við föður sinn og mikið inni á þeirra heimili. Við lát hans komast þau að samkomulagi við barnsmóðurina að fá að halda þessum tengslum við barnið.

„Í fyrstu virðist allt í lagi. Svo kynnist móðirin öðrum manni og afinn og amman voru ánægð að hún héldi áfram með líf sitt. Smám saman fer þessi reglulega umgengni að breytast, móðirin vill bara stuttar heimsóknir og um tíma fá þau ekki að hitta barnabarnið. Þau sóttu rétt sinn til umgengni og úrskurðar sýslumaður og ráðuneytið að þau eigi rétt á umgengi við barnabarnið. Önnur staða er hins vegar komin upp núna þar sem nýi makinn er búinn að sækja um að fá að ættleiða barnið. Afi og amma geta sótt rétt til umgengni við barnabarn svo lengi sem barnabarnið tilheyrir þeim en með ættleiðingu eru þau ekki afa og amma barnsins lengur og hafa því ekki né geta sótt slíkan rétt.“

Helgi Bjartur segir að þótt mál sem þróist á þennan hátt séu fá séu þau mjög alvarleg og fólk sem lendi í þessari stöðu sé algjörlega óvarið gagnvart lögum.

Annar ventill sem á að vera á ættleiðingu er að gera þarf barni grein fyrir réttaráhrifum ættleiðingar. Helgi segir að það geti verið mjög erfitt þar sem barnið setur oft ekki í samhengi að tengsl við stórfjölskylduna munu um leið breytast samkvæmt lögum og erfðaréttur þess. Aðspurður um að breyta ættleiðingarlögum þar sem nánasta fjölskylda fái að koma með umsókn segir Helgi það sitt mat að það sé ein þarfasta breyting á sviði barnaréttar.

Í ritgerð Helga segir félagsráðgjafi frá persónulegri og faglegri reynslu af stjúpættleiðingu. Sjálfur átti félagsfræðingurinn börn sem misst höfðu móður sína og til tals koma að núverandi eiginkona hans ættleiddi börnin. „Hann sagði mér að það hefði verið slegið mjög fljótt út af borðinu þar sem hann vildi ekki gera fólki sem hafði reynst honum og barnabörnum sínum vel slíkt. Annað væri ef barnið vildi þetta sjálft 18 ára gamalt en þá gæti það gert það sjálft.“

Dögg Pálsdóttir.
Dögg Pálsdóttir.

Fá ekki að hafa mynd af foreldri

Um helgina var greint frá því í Morgunblaðinu að frumvarp um breytingu á lögum um ættleiðingar, sem tryggja eigi réttindi barns sem missir annað foreldri, hafi verið kynnt á síðustu dögum þingsins og standi til að endurflytja í haust en fyrsti flutningsmaður er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Með frumvarpinu yrðu þær breytingar að þegar sótt er um ættleiðingu barns sem misst hefur annað foreldri eða bæði skuli leita umsagnar nánustu fjölskyldu látna foreldrisins. Einnig skuli leita umsagnar nánustu fjölskyldu þar sem barn hefur verið í fóstri hjá umsækjendum eftir lát foreldris og hagir þess mæla eindregið með ættleiðingunni. Talið er að árlega missi 40-50 börn hérlendis, undir 18 ára aldri, foreldri.

„Markmiðið er fyrst og fremst að tryggja að ekki sé hægt að rjúfa varanleg tengsl barns við fjölskyldu látins foreldris eða foreldra, án nokkurrar aðkomu nánustu ættingja þess foreldris eða þeirra foreldra,“ segir Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.

Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, leitaði til Daggar þegar hann fór að eigin frumkvæði að grafast fyrir í réttindamálum þeirra barna sem missa foreldri og hefur Dögg unnið með Jóni að undirbúningi frumvarpsins síðustu misseri. Hún segir þau lög er snúa að forsjá barna öll mjög skýr en ættleiðingarlögum sé ábótavant. Hérlendis hafa komið upp mál þar sem börn sem misst hafa foreldri sitt eru ættleidd af mökum eftirlifandi foreldra og fjölskylda látna foreldrisins frétt af því eftir á. 

„Við ættleiðingu rofna öll lagaleg tengsl milli barns og frumfjölskyldunnar og það getur orðið tengslarof milli barnsins og fjölskyldu skammlífara foreldrisins. Vissulega geta kringumstæður verið þannig að barnið hafi verið í litlu eða engu sambandi við fjölskyldu þess foreldris en þetta geta líka verið börn sem hafa verið í miklu sambandi. Slíkt er í algjörri andstöðu við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem leggur mikla áherslu á að viðhalda fjölskyldutengslum og þekkja uppruna sinn.

Það er samt víða lítill skilningur á því að þegar barn missir foreldri þá skipti miklu máli að viðhalda tengslum við fjölskyldu þess foreldris þótt tengslin hafi verið sterk. Maður hefur meira að segja heyrt um það að börn fái ekki að hafa mynd af látnu foreldri sínu, það er oft tilhneiging til að reyna að stroka út einhverja sögu og það er mjög sérkennilegt því að flestar rannsóknir sýna að það er ekki börnunum fyrir bestu,“ segir Dögg.

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.

Stuðningur Ólafar skipti miklu

 „Eftir að dóttir okkar lést aðeins 28 ára gömul, sem lét eftir sig indælan son, fór ég að velta fyrir mér, í stærra samhengi, stöðu barna við andlát foreldris. Hvaða formlega stuðning þau væru að fá, ekki aðeins í aðdraganda andláts heldur einnig velferð þeirra árin á eftir,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

„Sjálf áttum við móðurfjölskylda drengsins gott samband við eftirlifandi föður, fjölskyldu hans og svo nýjan maka hans og sáum hvað það var dýrmætt fyrir alla. En þetta varð mér mikið hugðarefni og eftir að ég hætti á Alþingi hafði ég tíma til að sinna þessu og vildi gjarnan láta gott af mér leiða enda málið mér náið. Maður fór að velta fyrir sér réttindum og skyldum aðstandenda látna foreldrisins, hagsmunum og velferð barnsins. Það kemur ekkert í staðinn fyrir foreldrið sem deyr en hægt er að mæta þörfum barnsins eins vel og kostur er. Og barnið á alla tíð föður sinn og móður þó látin séu og ímynd þeirra þarf að rækta. 

Ég átti góðan fund með Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti, sem er einstakur maður, og við hittum Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor þar sem við ræddum þessi mál og smám saman mótaðist rannsóknarfarvegur; að gerð yrði úttekt á stöðu barna sem aðstandenda, í veikindum, við andlát og líka árin eftir andlát.

Og hvernig börn ættu á hættu á að missa reglubundin tengsl við fjölskyldu látins foreldris. Grunnatriðið er að barnið fái að halda tengslum, uppruna og séreinkennum þótt nýtt fólk komi inn. Við veltum fyrir okkur hversu mörg börn væru að missa foreldra sína á hverju ári, hvernig lögin og regluverkið innan heilbrigðiskerfisins og stjórnsýslunni almennt væru gagnvart þessum börnum.“ Í kjölfarið gengu Jón, Sigrún og Vigfús Bjarni á fund Ólafar Nordal, þá innanríkisráðherra, og lögðu hugmyndirnar fyrir hana.

„Ólöf veitti afdráttarlausan stuðning og hvatningu og þetta ágæta fólk fór í gang með að gera þessar athuganir. Fleira gott fagfólk bættist í hópinn og vinnur að þessum málum áfram. Því miður auðnaðist Ólöfu ekki að fylgja því eftir eins og hún ætlaði sér, þar sem hún lést, en hennar mikla hvatning réð miklu um að þessar rannsóknir fóru í gang.“ Meðal þeirra rannsókna sem hafa verið gerðar eftir þetta er á stöðu barna við andlát móður úr krabbameini.

„Við andlát þarf barnið á miklum stuðningi og öryggi stórfjölskyldunnar og velferðar- kerfisins að halda og haldið sé þétt utan um það. Fyrir alvarlega sjúkt eða deyjandi foreldri er það mikil huggun að vita barnið sitt í öruggum höndum. Um þetta ættu að vera skýrar verklagsreglur á öllum stigum. Það er oft torveldara að kippa í liðinn seinna því sem hefði átt að gera í upphafi. Hið opinbera ætti að hafa afar ríka frumkvæðisskyldu að því að standa vörð um velferð þessara barna,“ segir Jón.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...