Frétt af ættleiðingu eftir á

Þótt samskipti eftirlifandi foreldris við fjölskyldu látins foreldris séu góð ...
Þótt samskipti eftirlifandi foreldris við fjölskyldu látins foreldris séu góð getur slíkt breyst. Barnið getur liðið fyrir slíkt þar sem samskipti slitna og það hefur ekki aðgang að ömmum og öfum.

„Ættleiðing er afdrifarík ákvörðun því sá sem er ættleiddur glatar tengslum við uppruna sinn að mestu leyti. Löggjöf hér á landi er töluvert ábótavant hvað varðar stöðu barna sem misst hafa foreldri sitt og virðist vera að löggjafinn hafi ekki leitt hugann mikið að réttarstöðu barna sem lenda í þessum kringumstæðum,“ segir Helgi Bjartur Þorvarðarson lögfræðingur sem í meistaraprófsritgerð sinni frá Háskólanum í Reykjavík skoðaði lagalega stöðu barna sem misst hafa foreldri sitt.

Ritgerðin ber yfirskriftina Hver á að gæta mín? Lagaleg staða barna sem misst hafa foreldri sitt.

Meðal þess sem Helgi skoðaði var réttur fjölskyldu hins látna foreldris til umgengni við barnið og réttur fjölskyldu hins látna ef sótt er um ættleiðingu barnsins. Helgi ræddi bæði við fagaðila, eftirlifandi foreldri og aðstandendur látinna foreldra.

Helgi Bjartur Þorvarðarson lögfræðingur.
Helgi Bjartur Þorvarðarson lögfræðingur. Eggert Jóhannesson

„Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á barn rétt á, eins og hægt er, að þekkja uppruna sinn og þar er kveðið á um að virða skuli rétt barns til að viðhalda fjölskyldutengslum eins og viðurkennt er með lögum. Þótt samskipti eftirlifandi foreldris við fjölskyldu látins foreldris séu góð getur slíkt breyst og sérstaklega þegar nýr maki kemur inn í spilið. Barnið getur liðið fyrir slíkt þar sem samskipti slitna og það hefur ekki aðgang að ömmum og öfum sem það hefur kannski alla tíð þekkt og haft,“ segir Helgi.

„Það er afar auðvelt að láta nýjan maka ættleiða barn sem þú átt með manni eða konu sem eru fallin frá. Það er að mörgu leyti furðulegt því það er ekki aðeins verið að ættleiða barnið frá látnu foreldri heldur annarri fjölskyldu og erfðarétti þeim megin.“

Fyrir lokaverkefni sitt spjallaði Helgi meðal annars við afa og ömmu sem misst höfðu son sinn en í gegnum hann áttu þau barnabarn sem hafði alltaf verið í umgengni við föður sinn og mikið inni á þeirra heimili. Við lát hans komast þau að samkomulagi við barnsmóðurina að fá að halda þessum tengslum við barnið.

„Í fyrstu virðist allt í lagi. Svo kynnist móðirin öðrum manni og afinn og amman voru ánægð að hún héldi áfram með líf sitt. Smám saman fer þessi reglulega umgengni að breytast, móðirin vill bara stuttar heimsóknir og um tíma fá þau ekki að hitta barnabarnið. Þau sóttu rétt sinn til umgengni og úrskurðar sýslumaður og ráðuneytið að þau eigi rétt á umgengi við barnabarnið. Önnur staða er hins vegar komin upp núna þar sem nýi makinn er búinn að sækja um að fá að ættleiða barnið. Afi og amma geta sótt rétt til umgengni við barnabarn svo lengi sem barnabarnið tilheyrir þeim en með ættleiðingu eru þau ekki afa og amma barnsins lengur og hafa því ekki né geta sótt slíkan rétt.“

Helgi Bjartur segir að þótt mál sem þróist á þennan hátt séu fá séu þau mjög alvarleg og fólk sem lendi í þessari stöðu sé algjörlega óvarið gagnvart lögum.

Annar ventill sem á að vera á ættleiðingu er að gera þarf barni grein fyrir réttaráhrifum ættleiðingar. Helgi segir að það geti verið mjög erfitt þar sem barnið setur oft ekki í samhengi að tengsl við stórfjölskylduna munu um leið breytast samkvæmt lögum og erfðaréttur þess. Aðspurður um að breyta ættleiðingarlögum þar sem nánasta fjölskylda fái að koma með umsókn segir Helgi það sitt mat að það sé ein þarfasta breyting á sviði barnaréttar.

Í ritgerð Helga segir félagsráðgjafi frá persónulegri og faglegri reynslu af stjúpættleiðingu. Sjálfur átti félagsfræðingurinn börn sem misst höfðu móður sína og til tals koma að núverandi eiginkona hans ættleiddi börnin. „Hann sagði mér að það hefði verið slegið mjög fljótt út af borðinu þar sem hann vildi ekki gera fólki sem hafði reynst honum og barnabörnum sínum vel slíkt. Annað væri ef barnið vildi þetta sjálft 18 ára gamalt en þá gæti það gert það sjálft.“

Dögg Pálsdóttir.
Dögg Pálsdóttir.

Fá ekki að hafa mynd af foreldri

Um helgina var greint frá því í Morgunblaðinu að frumvarp um breytingu á lögum um ættleiðingar, sem tryggja eigi réttindi barns sem missir annað foreldri, hafi verið kynnt á síðustu dögum þingsins og standi til að endurflytja í haust en fyrsti flutningsmaður er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Með frumvarpinu yrðu þær breytingar að þegar sótt er um ættleiðingu barns sem misst hefur annað foreldri eða bæði skuli leita umsagnar nánustu fjölskyldu látna foreldrisins. Einnig skuli leita umsagnar nánustu fjölskyldu þar sem barn hefur verið í fóstri hjá umsækjendum eftir lát foreldris og hagir þess mæla eindregið með ættleiðingunni. Talið er að árlega missi 40-50 börn hérlendis, undir 18 ára aldri, foreldri.

„Markmiðið er fyrst og fremst að tryggja að ekki sé hægt að rjúfa varanleg tengsl barns við fjölskyldu látins foreldris eða foreldra, án nokkurrar aðkomu nánustu ættingja þess foreldris eða þeirra foreldra,“ segir Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.

Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, leitaði til Daggar þegar hann fór að eigin frumkvæði að grafast fyrir í réttindamálum þeirra barna sem missa foreldri og hefur Dögg unnið með Jóni að undirbúningi frumvarpsins síðustu misseri. Hún segir þau lög er snúa að forsjá barna öll mjög skýr en ættleiðingarlögum sé ábótavant. Hérlendis hafa komið upp mál þar sem börn sem misst hafa foreldri sitt eru ættleidd af mökum eftirlifandi foreldra og fjölskylda látna foreldrisins frétt af því eftir á. 

„Við ættleiðingu rofna öll lagaleg tengsl milli barns og frumfjölskyldunnar og það getur orðið tengslarof milli barnsins og fjölskyldu skammlífara foreldrisins. Vissulega geta kringumstæður verið þannig að barnið hafi verið í litlu eða engu sambandi við fjölskyldu þess foreldris en þetta geta líka verið börn sem hafa verið í miklu sambandi. Slíkt er í algjörri andstöðu við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem leggur mikla áherslu á að viðhalda fjölskyldutengslum og þekkja uppruna sinn.

Það er samt víða lítill skilningur á því að þegar barn missir foreldri þá skipti miklu máli að viðhalda tengslum við fjölskyldu þess foreldris þótt tengslin hafi verið sterk. Maður hefur meira að segja heyrt um það að börn fái ekki að hafa mynd af látnu foreldri sínu, það er oft tilhneiging til að reyna að stroka út einhverja sögu og það er mjög sérkennilegt því að flestar rannsóknir sýna að það er ekki börnunum fyrir bestu,“ segir Dögg.

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.

Stuðningur Ólafar skipti miklu

 „Eftir að dóttir okkar lést aðeins 28 ára gömul, sem lét eftir sig indælan son, fór ég að velta fyrir mér, í stærra samhengi, stöðu barna við andlát foreldris. Hvaða formlega stuðning þau væru að fá, ekki aðeins í aðdraganda andláts heldur einnig velferð þeirra árin á eftir,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

„Sjálf áttum við móðurfjölskylda drengsins gott samband við eftirlifandi föður, fjölskyldu hans og svo nýjan maka hans og sáum hvað það var dýrmætt fyrir alla. En þetta varð mér mikið hugðarefni og eftir að ég hætti á Alþingi hafði ég tíma til að sinna þessu og vildi gjarnan láta gott af mér leiða enda málið mér náið. Maður fór að velta fyrir sér réttindum og skyldum aðstandenda látna foreldrisins, hagsmunum og velferð barnsins. Það kemur ekkert í staðinn fyrir foreldrið sem deyr en hægt er að mæta þörfum barnsins eins vel og kostur er. Og barnið á alla tíð föður sinn og móður þó látin séu og ímynd þeirra þarf að rækta. 

Ég átti góðan fund með Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti, sem er einstakur maður, og við hittum Sigrúnu Júlíusdóttur prófessor þar sem við ræddum þessi mál og smám saman mótaðist rannsóknarfarvegur; að gerð yrði úttekt á stöðu barna sem aðstandenda, í veikindum, við andlát og líka árin eftir andlát.

Og hvernig börn ættu á hættu á að missa reglubundin tengsl við fjölskyldu látins foreldris. Grunnatriðið er að barnið fái að halda tengslum, uppruna og séreinkennum þótt nýtt fólk komi inn. Við veltum fyrir okkur hversu mörg börn væru að missa foreldra sína á hverju ári, hvernig lögin og regluverkið innan heilbrigðiskerfisins og stjórnsýslunni almennt væru gagnvart þessum börnum.“ Í kjölfarið gengu Jón, Sigrún og Vigfús Bjarni á fund Ólafar Nordal, þá innanríkisráðherra, og lögðu hugmyndirnar fyrir hana.

„Ólöf veitti afdráttarlausan stuðning og hvatningu og þetta ágæta fólk fór í gang með að gera þessar athuganir. Fleira gott fagfólk bættist í hópinn og vinnur að þessum málum áfram. Því miður auðnaðist Ólöfu ekki að fylgja því eftir eins og hún ætlaði sér, þar sem hún lést, en hennar mikla hvatning réð miklu um að þessar rannsóknir fóru í gang.“ Meðal þeirra rannsókna sem hafa verið gerðar eftir þetta er á stöðu barna við andlát móður úr krabbameini.

„Við andlát þarf barnið á miklum stuðningi og öryggi stórfjölskyldunnar og velferðar- kerfisins að halda og haldið sé þétt utan um það. Fyrir alvarlega sjúkt eða deyjandi foreldri er það mikil huggun að vita barnið sitt í öruggum höndum. Um þetta ættu að vera skýrar verklagsreglur á öllum stigum. Það er oft torveldara að kippa í liðinn seinna því sem hefði átt að gera í upphafi. Hið opinbera ætti að hafa afar ríka frumkvæðisskyldu að því að standa vörð um velferð þessara barna,“ segir Jón.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...