Endurskoða bótakerfið í heild sinni

Stefnt er að því að einfalda bótakerfið.
Stefnt er að því að einfalda bótakerfið. Mynd/Hanna Andrésdóttir

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sérstaklega verði horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau. Nefndinni er m.a. ætlað að greina hvar svokallaðar fátæktargildrur myndast og áhrif breytinganna á mismunandi tekjuhópa með greiningu á raungögnum.

Tekið skal mið af ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2015 og einnig litið til nágrannalandanna. Fjármálaráðherra mun skipa nefnd um endurskoðun tekjuskattskerfisins og verður samstarf milli nefndanna tveggja. 

Nefndin er þannig skipuð:

  • Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi velferðarráðuneytisins, formaður
  • Hlynur Hallgrímsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra
  • Lísa Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins
  • Margrét Björk Svavarsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Nökkvi Bragason, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins
  • Ólafía B. Rafnsdóttir, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra
  • Rósa Guðrún Bergþórsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra

Starfsmaður nefndarinnar er Linda Fanney Valgeirsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert