Aldraðir þurfa að leita annað

Reykjavíkurborg mun bjóða upp á heimsendan mat fyrir þá eldri …
Reykjavíkurborg mun bjóða upp á heimsendan mat fyrir þá eldri borgara sem hefðu annars borðað á félagsmiðstöðvunum þrem. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þrjár félagsmiðstöðvar eldri borgara verða lokaðar í þrjár til fjórar vikur í sumar vegna manneklu. Ákveðið var á fundi borgarráðs 22. júní að afnema sumarlokanir á félagsmiðstöðvum eldri borgara en ekki tókst að standa við það.

Bólstaðarhlíð 43, Dalbraut 18-20 og Slétturvegur 11 verða allar lokaðar í sumar og þeirri síðastnefndu verður lokað strax á mánudag, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta eru allt saman staðir sem eldri borgarar venja komur sínar á og margir eru ekki akandi og eiga erfitt með að fara annað í mat eða sækja matarþjónustu,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, en borgin mun bjóða eldri borgurum upp á heimsendan mat. Að sögn S. Björns Blöndal, formanns borgarráðs, mun akstursþjónusta eldri borgara vera til staðar til að koma eldri borgurum á aðrar félagsmiðstöðvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert