Sólríkt og 20 gráður í vikunni

Spá klukkan 17 í dag.
Spá klukkan 17 í dag. Skjáskot af vef Veðurstofunnar

Góðviðrisdagar verða í dag og á morgun, og sólríkt verður áfram suðvestan til á landinu. Þetta kemur fram í spá á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að hámarkshitinn í dag verði líklega í kringum 20 stig á suðvesturhluta landsins.

Þá kemur fram að skýjað verði fyrir norðan og austan en allar líkur á því að nái að létta til víða norðvestanlands og jafnvel einnig við Eyjafjörð þegar kemur fram á daginn. Annars yfirleitt skýjað fyrir austan og smáskúrir.

Víða verður einnig sólríkt á morgun. Suðlægar áttir með vætu verða svo ríkjandi frá og með miðvikudegi og fram á næstu helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Vestlæg átt, 3-10, hvassast við suðurströndina. Skýjað með köflum, en léttir víða til upp úr hádegi en stöku skúrir SA-til. Þykknar upp SV- og V-lands um kvöldið. Hiti víða 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. 

Á miðvikudag:
Sunnan 5-13, hvassast austast. Rigning, en þurrt NA-til. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. 

Á fimmtudag:
Hægviðri, skýjað að mestu og úrkomulítið en stöku síðdegisskúrir NA-til. Hiti 10 til 17 stig. 

Á föstudag:
Suðaustan 5-15, hvassast við SV-ströndina. Rigning S- og V-lands, en þurrt lengst af NA-til. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast NA-til. 

Á laugardag:
Suðvestlæg átt og skúrir og svalt í veðri. 

Á sunnudag:
Norðvestlæg átt og skúrir, en þurrrt að kalla S-lands. Svalt fyrir norðan.
Spá gerð: 09.07.2017 21:01. Gildir til: 16.07.2017 12:00.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert