Isavia annast hert eftirlit með farþegum til Bandaríkjanna

Öryggisleitin felur meðal annars í sér að raftæki farþega verði …
Öryggisleitin felur meðal annars í sér að raftæki farþega verði skönnuð við brottför. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Isavia mun annast öryggisleit í samræmi við auknar kröfur sem bandarísk yfirvöld hafa gert um flugvernd á þeim flugvöllum sem eru síðustu viðkomustaðir áður en flogið er til Bandaríkjanna.

Áður leit út fyrir að flugfélögin myndu annast hið aukna eftirlit, en Isavia hefur nú boðið verkið út og mun Öryggismiðstöðin sinna því. Í Morgunblaðinu í dag segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, að flugfélögin muni greiða fyrir þjónustuna.

„Það var stuttur fyrirvari og eftir samráð flugfélaganna og Isavia var niðurstaðan sú að Isavia sér um þessa leit og fær undirverktaka til að framkvæma hana,“ segir hann. Leitin fer fram við brottfararhlið og farþegar valdir af handahófi til leitar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert