Björgunarsveitin bjargar strandaglópum

Björgunarsveitin er að störfum.
Björgunarsveitin er að störfum. mbl.is/Ómar

Fyrir stundu voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út til aðstoðar hópi fólks sem er strandaglópar í hólma í Skaftá norðan Búlands. Einn maður hafði farið í ána en náð að komast á þurrt af sjálfsdáðum, hann er kaldur og hrakinn. Restin af hópnum er strandaglópar í hólmanum en að öðru leyti amar ekkert að fólkinu, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar hjá björgunarsveitinni. 

„Við erum að vinna að því að koma fólki til bjargar,“ segir Davíð Már.  

Þyrla var kölluð út til að koma manninum til bjargar en henni var snúið við vegna annars útkalls sem hún þurfti að sinna. Önnur þyrla er á leiðinni til að bjarga manninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert