Ekki síður umhverfi fyrir konur

Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í ...
Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í stjórn ÍBV. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þrjár konur gegna stöðu formanns, framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Þær segja það ekki vera óalgengt að konur sitji í stjórn íþróttafélaga þó að karlmenn séu þar oftar í meirihluta. 

Andlit félagsins

Íris Róbertsdóttir hefur verið formaður ÍBV frá árinu 2015 en árin tvö þar áður gegndi hún stöðu varaformanns. Samhliða starfinu vinnur hún sem fjármálastjóri hjá fyrirtæki í fiskiútflutningi auk þess að hafa starfað mikið í félagsmálum og pólitík í gegnum árin. „Mér fannst þetta skemmtileg viðbót.“

Sér hún um að móta stefnu félagsins og stýra félaginu í heild. „Ég funda einnig reglulega með deildum, nefndum  og fjárhagsnefnd félagsins,“ segir hún en félagið rekur fjögur úrvalsdeildar lið auk öflugs flokkstarfs barna og unglinga bæði í handbolta og fótbolta. Þá kemur hún fram fyrir hönd félagsins á ýmsum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir.

Heillandi vettvangur

Dóra Björk Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ÍBV en þar áður starfaði hún sem kennari í rúm 12 ár. „Mér fannst þessi vettvangur mjög heillandi,“ segir hún en hún kynntist fyrst starfi félagsins í gegnum foreldrastarfið í skólanum en sjálf er hún fjögurra barna móðir.

Þegar Dóra Björk hóf störf hjá félaginu í byrjun árs 2013 voru tvær konur í stjórn félagsins og allt karlar á skrifstofunni. Í dag eru þær fjórar í stjórn. Formaðurinn er kona,varaformaðurinn er kona auk þess sem þrjár konur vinna nú á skrifstofunni.

Stökk á tækifærið

Sunna Sigurjónsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla. Meðal þess sem starfið felur í sér er að annast daglegan rekstur deildarinnar, fjármál, sjá um samningagerð, skipuleggja ferðir liðsins og halda utan um heimaleiki auk þess sem hún er tengiliður deildarinnar við KSÍ og leikmenn.

Sunna er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og segir það hafa verið fyrir algjöra tilviljun að hún endaði sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Ég var að koma úr fæðingarorlofi þegar þetta tækifæri gafst og ákvað að henda mér út í djúpu laugina og sé ekki eftir því.“

„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki ...
„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“ mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ekki bara karlaheimur

Aðspurð um upplifun sína af starfinu innan ÍBV segir Íris það vera skemmtilegt og lærdómsríkt að koma að stjórnun íþróttafélags. „Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“

Dóra segir að hún hafi mikið verið spurð að því þegar hún byrjaði í starfinu hvernig henni liði í þessu karlaumhverfi. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra og bætir við að þessi blanda henti félaginu vel þar sem tæplega helmingur iðkenda eru kvenkyns.  

Sunna segir að mikið breyst með árunum en í dag sé það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. „Þar sem ég er framkvæmdarstjóri karla deildar í fótbolta gefur það auga leið að ég vinn mikið með karlmönnum“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir öðru en að þeir beri virðingu fyrir henni og hennar starfi.

Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum ...
Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. Ljósmynd/Facebook

Krefst mikils utanumhalds

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð.

Sem framkvæmdastjóri sér Dóra um allan daglegan rekstur og starfsmannahald. „Félagið veltir rúmlega 500 milljónum á ári og eru umsvif þess því mjög mikil.“ Hún segir rekstur íþróttafélags vera erfitt, sérstaklega þar sem þau þurfa að sækja mikið af leikjum upp á land sem fylgir bæði kostnaður og vinnutap. „Að vera foreldri og þjálfari í Eyjum krefst mikils utanumhalds þar sem að krakkarnir okkar spila fáa leiki án þess að þurfi að leggja í ferðalag.“

Mótin eru þeirra helsta tekjulind félagsins ásamt Þjóðhátíð en Dóra er einnig formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hún segir mikinn tíma fara í að skipuleggja þá hátíð.

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja ...
Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Ljósmynd/Facebook

Öflugt sjálfboðaliðastarf

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum en í aðalstjórn eru allt sjálfboðaliðar, þar með talinn formaður. Auk þess sitja sjálfboðaliðar í ýmsum nefndum og ráðum félagsins.

Sumir þeirra hafa verið hjá félaginu í áratugi en Dóra leggur einnig áherslu á að fá inn nýtt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. „Við höfum miklar áhyggjur af því hvort að endurnýjunin sé nægilega mikil en það er nauðsynlegt að unga fólkið komi að félaginu líka ef við viljum halda því á þeim stað sem það er í dag.“

Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Frá því um miðjan júní og fram í byrjun ágúst koma tæplega 20 þúsund ferðamenn til Eyja sem stoppa meira en einn dag og þurfa því að kaupa mikla þjónustu í bænum.

„Það er aðdáunarvert hvað Eyjamenn eru tilbúnir að leggja á sig til þess að halda þessu gangandi,“ segir Sunna og bætir við að íþróttir séu ein helsta forvörn barna- og unglinga. „Við viljum samfélag sem gott er að búa í en þannig helst þetta allt í hendur.“

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan ...
Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...