Ekki síður umhverfi fyrir konur

Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í ...
Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í stjórn ÍBV. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þrjár konur gegna stöðu formanns, framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Þær segja það ekki vera óalgengt að konur sitji í stjórn íþróttafélaga þó að karlmenn séu þar oftar í meirihluta. 

Andlit félagsins

Íris Róbertsdóttir hefur verið formaður ÍBV frá árinu 2015 en árin tvö þar áður gegndi hún stöðu varaformanns. Samhliða starfinu vinnur hún sem fjármálastjóri hjá fyrirtæki í fiskiútflutningi auk þess að hafa starfað mikið í félagsmálum og pólitík í gegnum árin. „Mér fannst þetta skemmtileg viðbót.“

Sér hún um að móta stefnu félagsins og stýra félaginu í heild. „Ég funda einnig reglulega með deildum, nefndum  og fjárhagsnefnd félagsins,“ segir hún en félagið rekur fjögur úrvalsdeildar lið auk öflugs flokkstarfs barna og unglinga bæði í handbolta og fótbolta. Þá kemur hún fram fyrir hönd félagsins á ýmsum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir.

Heillandi vettvangur

Dóra Björk Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ÍBV en þar áður starfaði hún sem kennari í rúm 12 ár. „Mér fannst þessi vettvangur mjög heillandi,“ segir hún en hún kynntist fyrst starfi félagsins í gegnum foreldrastarfið í skólanum en sjálf er hún fjögurra barna móðir.

Þegar Dóra Björk hóf störf hjá félaginu í byrjun árs 2013 voru tvær konur í stjórn félagsins og allt karlar á skrifstofunni. Í dag eru þær fjórar í stjórn. Formaðurinn er kona,varaformaðurinn er kona auk þess sem þrjár konur vinna nú á skrifstofunni.

Stökk á tækifærið

Sunna Sigurjónsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla. Meðal þess sem starfið felur í sér er að annast daglegan rekstur deildarinnar, fjármál, sjá um samningagerð, skipuleggja ferðir liðsins og halda utan um heimaleiki auk þess sem hún er tengiliður deildarinnar við KSÍ og leikmenn.

Sunna er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og segir það hafa verið fyrir algjöra tilviljun að hún endaði sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Ég var að koma úr fæðingarorlofi þegar þetta tækifæri gafst og ákvað að henda mér út í djúpu laugina og sé ekki eftir því.“

„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki ...
„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“ mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ekki bara karlaheimur

Aðspurð um upplifun sína af starfinu innan ÍBV segir Íris það vera skemmtilegt og lærdómsríkt að koma að stjórnun íþróttafélags. „Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“

Dóra segir að hún hafi mikið verið spurð að því þegar hún byrjaði í starfinu hvernig henni liði í þessu karlaumhverfi. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra og bætir við að þessi blanda henti félaginu vel þar sem tæplega helmingur iðkenda eru kvenkyns.  

Sunna segir að mikið breyst með árunum en í dag sé það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. „Þar sem ég er framkvæmdarstjóri karla deildar í fótbolta gefur það auga leið að ég vinn mikið með karlmönnum“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir öðru en að þeir beri virðingu fyrir henni og hennar starfi.

Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum ...
Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. Ljósmynd/Facebook

Krefst mikils utanumhalds

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð.

Sem framkvæmdastjóri sér Dóra um allan daglegan rekstur og starfsmannahald. „Félagið veltir rúmlega 500 milljónum á ári og eru umsvif þess því mjög mikil.“ Hún segir rekstur íþróttafélags vera erfitt, sérstaklega þar sem þau þurfa að sækja mikið af leikjum upp á land sem fylgir bæði kostnaður og vinnutap. „Að vera foreldri og þjálfari í Eyjum krefst mikils utanumhalds þar sem að krakkarnir okkar spila fáa leiki án þess að þurfi að leggja í ferðalag.“

Mótin eru þeirra helsta tekjulind félagsins ásamt Þjóðhátíð en Dóra er einnig formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hún segir mikinn tíma fara í að skipuleggja þá hátíð.

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja ...
Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Ljósmynd/Facebook

Öflugt sjálfboðaliðastarf

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum en í aðalstjórn eru allt sjálfboðaliðar, þar með talinn formaður. Auk þess sitja sjálfboðaliðar í ýmsum nefndum og ráðum félagsins.

Sumir þeirra hafa verið hjá félaginu í áratugi en Dóra leggur einnig áherslu á að fá inn nýtt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. „Við höfum miklar áhyggjur af því hvort að endurnýjunin sé nægilega mikil en það er nauðsynlegt að unga fólkið komi að félaginu líka ef við viljum halda því á þeim stað sem það er í dag.“

Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Frá því um miðjan júní og fram í byrjun ágúst koma tæplega 20 þúsund ferðamenn til Eyja sem stoppa meira en einn dag og þurfa því að kaupa mikla þjónustu í bænum.

„Það er aðdáunarvert hvað Eyjamenn eru tilbúnir að leggja á sig til þess að halda þessu gangandi,“ segir Sunna og bætir við að íþróttir séu ein helsta forvörn barna- og unglinga. „Við viljum samfélag sem gott er að búa í en þannig helst þetta allt í hendur.“

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan ...
Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
 
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...