Ekki síður umhverfi fyrir konur

Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í ...
Íris, Dóra og Sunna er þrjár kvennanna sem sitja í stjórn ÍBV. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þrjár konur gegna stöðu formanns, framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Íþróttabandalags Vestmannaeyja. Þær segja það ekki vera óalgengt að konur sitji í stjórn íþróttafélaga þó að karlmenn séu þar oftar í meirihluta. 

Andlit félagsins

Íris Róbertsdóttir hefur verið formaður ÍBV frá árinu 2015 en árin tvö þar áður gegndi hún stöðu varaformanns. Samhliða starfinu vinnur hún sem fjármálastjóri hjá fyrirtæki í fiskiútflutningi auk þess að hafa starfað mikið í félagsmálum og pólitík í gegnum árin. „Mér fannst þetta skemmtileg viðbót.“

Sér hún um að móta stefnu félagsins og stýra félaginu í heild. „Ég funda einnig reglulega með deildum, nefndum  og fjárhagsnefnd félagsins,“ segir hún en félagið rekur fjögur úrvalsdeildar lið auk öflugs flokkstarfs barna og unglinga bæði í handbolta og fótbolta. Þá kemur hún fram fyrir hönd félagsins á ýmsum þeim viðburðum sem félagið stendur fyrir.

Heillandi vettvangur

Dóra Björk Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri ÍBV en þar áður starfaði hún sem kennari í rúm 12 ár. „Mér fannst þessi vettvangur mjög heillandi,“ segir hún en hún kynntist fyrst starfi félagsins í gegnum foreldrastarfið í skólanum en sjálf er hún fjögurra barna móðir.

Þegar Dóra Björk hóf störf hjá félaginu í byrjun árs 2013 voru tvær konur í stjórn félagsins og allt karlar á skrifstofunni. Í dag eru þær fjórar í stjórn. Formaðurinn er kona,varaformaðurinn er kona auk þess sem þrjár konur vinna nú á skrifstofunni.

Stökk á tækifærið

Sunna Sigurjónsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar karla. Meðal þess sem starfið felur í sér er að annast daglegan rekstur deildarinnar, fjármál, sjá um samningagerð, skipuleggja ferðir liðsins og halda utan um heimaleiki auk þess sem hún er tengiliður deildarinnar við KSÍ og leikmenn.

Sunna er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og segir það hafa verið fyrir algjöra tilviljun að hún endaði sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar. „Ég var að koma úr fæðingarorlofi þegar þetta tækifæri gafst og ákvað að henda mér út í djúpu laugina og sé ekki eftir því.“

„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki ...
„Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“ mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ekki bara karlaheimur

Aðspurð um upplifun sína af starfinu innan ÍBV segir Íris það vera skemmtilegt og lærdómsríkt að koma að stjórnun íþróttafélags. „Ég er nokkuð viss um það að það eru ekki mörg félög þar sem konur er í stöðu formanns, varaformanns, framkvæmdarstjóra félagsins og framkvæmdarstjóra knattspyrnu karla.“

Dóra segir að hún hafi mikið verið spurð að því þegar hún byrjaði í starfinu hvernig henni liði í þessu karlaumhverfi. „Mér finnst þetta ekki vera umhverfi sem hentar körlunum betur en okkur konunum og hefur það aldrei valdið mér vanlíðan að vinna á þessum vettvangi,“ segir Dóra og bætir við að þessi blanda henti félaginu vel þar sem tæplega helmingur iðkenda eru kvenkyns.  

Sunna segir að mikið breyst með árunum en í dag sé það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. „Þar sem ég er framkvæmdarstjóri karla deildar í fótbolta gefur það auga leið að ég vinn mikið með karlmönnum“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir öðru en að þeir beri virðingu fyrir henni og hennar starfi.

Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum ...
Þær telja það ekki óalgengt að konur sitji í stjórnum íþróttafélaga þó að karlar séu þar enn í meirihluta í flestum tilfellum. Ljósmynd/Facebook

Krefst mikils utanumhalds

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð.

Sem framkvæmdastjóri sér Dóra um allan daglegan rekstur og starfsmannahald. „Félagið veltir rúmlega 500 milljónum á ári og eru umsvif þess því mjög mikil.“ Hún segir rekstur íþróttafélags vera erfitt, sérstaklega þar sem þau þurfa að sækja mikið af leikjum upp á land sem fylgir bæði kostnaður og vinnutap. „Að vera foreldri og þjálfari í Eyjum krefst mikils utanumhalds þar sem að krakkarnir okkar spila fáa leiki án þess að þurfi að leggja í ferðalag.“

Mótin eru þeirra helsta tekjulind félagsins ásamt Þjóðhátíð en Dóra er einnig formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hún segir mikinn tíma fara í að skipuleggja þá hátíð.

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja ...
Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum. Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Ljósmynd/Facebook

Öflugt sjálfboðaliðastarf

Félagið byggir starfssemi sína að stórum hluta á sjálfboðaliðum en í aðalstjórn eru allt sjálfboðaliðar, þar með talinn formaður. Auk þess sitja sjálfboðaliðar í ýmsum nefndum og ráðum félagsins.

Sumir þeirra hafa verið hjá félaginu í áratugi en Dóra leggur einnig áherslu á að fá inn nýtt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. „Við höfum miklar áhyggjur af því hvort að endurnýjunin sé nægilega mikil en það er nauðsynlegt að unga fólkið komi að félaginu líka ef við viljum halda því á þeim stað sem það er í dag.“

Segja þær samfélagið hafa sjálfboðaliðum félagsins mikið að þakka en störf þeirra eru félaginu og samfélaginu öllu fjárhagslega mikilvæg. Frá því um miðjan júní og fram í byrjun ágúst koma tæplega 20 þúsund ferðamenn til Eyja sem stoppa meira en einn dag og þurfa því að kaupa mikla þjónustu í bænum.

„Það er aðdáunarvert hvað Eyjamenn eru tilbúnir að leggja á sig til þess að halda þessu gangandi,“ segir Sunna og bætir við að íþróttir séu ein helsta forvörn barna- og unglinga. „Við viljum samfélag sem gott er að búa í en þannig helst þetta allt í hendur.“

Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan ...
Íþróttafélagið rekur knattspyrnu-og handknattleiksdeild en auk þess að halda utan um þessar deildir heldur félagið tvö stór knattspyrnumót á ári, tvö handboltamót og Þrettándagleði auk þess að standa að baki Þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is

Innlent »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Borðstofuborð og 6 stk stólar með pullum.
Borðstofuborð með snúningsplötu b 150 og 6 stk stólar með pullum 38%afsl k...
Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...