Hjóluðu 1.326 kílómetra á átta dögum

Liðið lagði af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á laugardaginn ...
Liðið lagði af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á laugardaginn fyrir viku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í Rynkeby-hjólreiðamótinu. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Við erum nú ennþá í eiginlega sæluvímu eftir að koma í mark,“ segir Viðar Einarsson, talsmaður Team Rynkeby á Íslandi, en í dag lauk hópur hjólreiðafólks átta daga leiðangri sínum frá Kaupmannahöfn til Parísar. 

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í Rynkeby-hjólamótinu en um er að ræða samnorrænt góðgerðaverkefni þar sem þátttakendur hjóla til Parísar og safna áheitum til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra.

Frétt mbl.is: Hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar

„Þetta hefur í raun gengið bara ótrúlega vel og veðrið verið ágætt. Það var einn dagur sem  rigndi reyndar alveg óskaplega mikið en annars gekk bara mjög vel,“ segir Viðar. Þetta er í 15. sinn sem mótið fer fram en í ár voru skráð til leiks 44 lið frá Norðurlöndunum sem skipuð voru um 1.800 hjólreiðamönnum en ásamt fylgdarliði koma yfir 2.000 manns að keppninni.

Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Eitt aðal markmið verkefnisins er að safna peningum fyrir krabbameinssjúk börn. Hvert lið safnar í sínu heimalandi og við frá Íslandi söfnuðum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á Íslandi,“ segir Viðar. Þó þátttakendur séu nú komnir í mark í París er söfnuninni þó ekki lokið og enn er hægt að styrkja verkefnið á heimasíðu Team Rynkeby.

Þverskurður þjóðfélagsins í liðinu

Lagt var af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag og sem fyrr segir komu liðin í mark í miðborg Parísar í dag, á áttunda degi ferðarinnar. „Þetta eru 32 hjólarar og 8 manna aðstoðarlið og þetta endaði í 1.326 kílómetrum þegar við vorum komin hérna til Parísar,“ segir Viðar en öll liðin 44 komu saman í miðborg Parísar þar sem þau fögnuðu saman árangrinum.

Íslenska liðið samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga sem sóttu um að taka þátt á heimasíðu liðsins og var hópurinn settur saman í september.

Lið Team Rynkeby Ísland skipa 32 einstaklingar og átta manna ...
Lið Team Rynkeby Ísland skipa 32 einstaklingar og átta manna fylgdarlið. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Það er reynt velja í rauninni jafnt konur og karla á öllum aldri og þverskurðinn af þjóðfélaginu getum við sagt. Það er ekki verið að leita eftir einhverjum afreksmönnum neitt frekar en öðrum, frekar að það sé góður félagsskapur og góður andi í hópnum. Aðal markmiðið er auðvitað að safna fé fyrir þetta málefni þannig að hópurinn er búinn að vera í allan vetur að þessu, að hafa gaman saman og safna styrkjum og æfa sig,“ útskýrir Viðar.

Að lokinni skemmtuninni með hinum liðunum í miðborg Parísar í dag hélt íslenska liðið aftur upp á hótel og ætlar í kvöld að snæða saman fínan kvöldverð, skemmta sér aðeins og gera vel við sig til að fagna árangrinum.

Þótt leiðangrinum í ár hafi rétt verið að ljúka hefur þegar verið opnað fyrir skráningar á heimasíðu Team Rynkeby til þátttöku á næsta ári. Umsóknarfrestur rennur út þann 20. ágúst og segir Viðar ekki annað koma til greina en að endurtaka leikinn aftur að ári.

Alls hjólaði liðið 1.326 kílómetra frá Kaupmannahöfn til Parísar.
Alls hjólaði liðið 1.326 kílómetra frá Kaupmannahöfn til Parísar. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby
mbl.is

Innlent »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »

Samvera meginmarkmið símaleiksins

Í gær, 21:31 Stafræni samkvæmisleikurinn Triple Agent!, eftir íslenskja leikjafyrirtækið Tasty Rook, kemur út í dag. Hann snýst um að vera með öðrum, fremur en að hver leikmaður poti í sinn skjá. Meira »

Náttúrubörn á Hólmavík

Í gær, 21:15 „Þegar þetta var að byrja fór ég í ferðir með náttúrufræðingum, veðurfræðingum og fleirum. Þeir sögðu mér allt sem þeir vissu og svo reyni ég að miðla því til krakkanna.“ Meira »

Sjaldan séð eins sterk viðbrögð á netinu

Í gær, 21:01 „Þau eru búin að vera hér á landi í eitt hálft ár. Hún var fórnarlamb mansals í Evrópu áður en hún kom hingað. Hann er búinn að vera í vinnu hjá sama byggingarfyrirtækinu allan tímann og þau eiga átta ára dóttur sem gengur í skóla hér á landi og talar íslensku.“ Meira »

Liggur á að koma upp enn einu hótelinu

Í gær, 20:16 „Það er ekkert ofmælt að þetta sé helgasti staður þjóðarinnar. Erlendis eru menn ekkert að flýta sér og kasta til höndum þegar þeir skipuleggja og kasta til hendi á þannig stöðum. Fornleifarannsóknin stendur enn yfir en það liggur samt rosa mikið á að koma upp enn einu hótelinu.“ Meira »

Myrk matarupplifun og tamdir hrafnar

Í gær, 19:51 Á bænum Vatnsholti í Flóahreppi kennir ýmissa grasa en þar reka athafnahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sveitahótel og veitingastaðinn Blind Raven sem óhætt er að segja að eigi engan sinn líka. Ásamt því að standa í rekstri rækta hjónin einnig hrafna og hafa fuglarnir frá Vatnsholti slegið í gegn á undanförnum árum. Meira »

Dregið úr leit að manni við Gullfoss

Í gær, 20:13 Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun. Meira »

„Hún er ótrúlega sterk“

Í gær, 19:23 Fyrir tæpum átta vikum lenti Lára Sif Christiansen í alvarlegu hjólreiðaslysi sem olli því að í dag er hún lömuð frá brjósti og óvíst er hvort hún muni ganga á ný. Meira »

Margir skilja íslensk lög illa

Í gær, 18:44 Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta. Þetta er niðurstaða forrannsóknar á skilningi almennings á lagatextum sem var gerð síðasta sumar en þá voru þátttakendur fáir svo rannsaka þarf skilning almennings á réttindum sínum og skyldum betur. Meira »

Vatnavextir hafa náð hámarki

Í gær, 18:20 Miklir vatnavextir eru í Eldvatni í Vestur-Skaftafellssýslu í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu síðustu tvo daga. Engin hætta stafar af vatninu gagnvart umferð eða nærliggjandi byggð. Meira »

Fór líklega ofan í fyrir ofan fossinn

Í gær, 18:05 Sporhundur rakti slóð hælisleitandans sem fór í Gullfoss í gær að svæði fyrir ofan fossinn. Bílinn, sem lögregla beindi sjónum sínum að fljótlega eftir að rannsókn á slysinu hófst, hafði maðurinn fengið að láni en ekki er um að ræða bílaleigubíl. Meira »

40% íbúa skrifa undir óánægjuskjal

Í gær, 17:08 Íbúar í Fjallabyggð afhentu í dag bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem formlega er mótmælt breytingum á fræðslustefnu sveitarfélagsins. Um 600 manns eða tæplega 40 prósent íbúa skrifuðu undir. Meira »

Olía lak úr rútu á Vonarstræti

Í gær, 16:33 Um 25 lítrar af olíu láku úr rútu á Vonarstræti og hefur götunni verið lokað meðan á þrifum stendur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var sendur einn dælubíll í útkallið en unnið er að hreinsun á hreinsibílum með sápu. Meira »

Barnabarnið skaðbrennt eftir garðvinnu

Í gær, 16:14 Eftir garðvinnu með ömmu sinni hlaut Stefán, 12 ára, mikil brunasár á höndum. Útbrotin komu í ljós 48 tímum eftir að þau höfðu setið og átt gæðastund í garðinum og hreinsað til. Við athugun kom í ljós að plantan Bjarnarkló var skaðvaldurinn en hún getur valdið alvarlegum bruna og blindu. Meira »

Mengun ekki yfir mörk á Ylströnd

Í gær, 16:50 Saurkólígerlamengun við Faxaskjól var yfir mörkum í sýni heilbrigðiseftirlitsins sem er var tekið 19. júlí. Þeir voru 2.000 í 100 ml. Daginn áður, 18. júlí, þegar neyðarlokan var opnuð við dælustöðina í Faxaskjóli voru þeir heldur fleiri eða 71.000/18.000 saurkólígerlar/enterokokkar í 100 ml. Meira »

Þrjú og hálft ár fyrir kókaínsmygl

Í gær, 16:28 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær brasilískan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á samtals 1.950 ml af kókaíni sem hafði 69% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Meira »

Guðna minnst með þakklæti og hlýju

Í gær, 16:10 Guðni Baldursson, einn stofnenda og fyrsti formaður Samtakanna ’78, er látinn, 67 ára að aldri. Hann var brautryðjandi og óþreytandi í baráttu sinni fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi og margir minnast hans með miklu þakklæti og hlýhug í samantekt sem birtist á gayicleand.is Meira »
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Hárþurrka
Hárþurrka til sölu.Verðhugmynd 40.000 Uppl í síma 862-1703...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...