Hjóluðu 1.326 kílómetra á átta dögum

Liðið lagði af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á laugardaginn ...
Liðið lagði af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn á laugardaginn fyrir viku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í Rynkeby-hjólreiðamótinu. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Við erum nú ennþá í eiginlega sæluvímu eftir að koma í mark,“ segir Viðar Einarsson, talsmaður Team Rynkeby á Íslandi, en í dag lauk hópur hjólreiðafólks átta daga leiðangri sínum frá Kaupmannahöfn til Parísar. 

Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið tekur þátt í Rynkeby-hjólamótinu en um er að ræða samnorrænt góðgerðaverkefni þar sem þátttakendur hjóla til Parísar og safna áheitum til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra.

„Þetta hefur í raun gengið bara ótrúlega vel og veðrið verið ágætt. Það var einn dagur sem  rigndi reyndar alveg óskaplega mikið en annars gekk bara mjög vel,“ segir Viðar. Þetta er í 15. sinn sem mótið fer fram en í ár voru skráð til leiks 44 lið frá Norðurlöndunum sem skipuð voru um 1.800 hjólreiðamönnum en ásamt fylgdarliði koma yfir 2.000 manns að keppninni.

Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Eitt aðal markmið verkefnisins er að safna peningum fyrir krabbameinssjúk börn. Hvert lið safnar í sínu heimalandi og við frá Íslandi söfnuðum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á Íslandi,“ segir Viðar. Þó þátttakendur séu nú komnir í mark í París er söfnuninni þó ekki lokið og enn er hægt að styrkja verkefnið á heimasíðu Team Rynkeby.

Þverskurður þjóðfélagsins í liðinu

Lagt var af stað frá ráðhústorginu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag og sem fyrr segir komu liðin í mark í miðborg Parísar í dag, á áttunda degi ferðarinnar. „Þetta eru 32 hjólarar og 8 manna aðstoðarlið og þetta endaði í 1.326 kílómetrum þegar við vorum komin hérna til Parísar,“ segir Viðar en öll liðin 44 komu saman í miðborg Parísar þar sem þau fögnuðu saman árangrinum.

Íslenska liðið samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga sem sóttu um að taka þátt á heimasíðu liðsins og var hópurinn settur saman í september.

Lið Team Rynkeby Ísland skipa 32 einstaklingar og átta manna ...
Lið Team Rynkeby Ísland skipa 32 einstaklingar og átta manna fylgdarlið. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby

„Það er reynt velja í rauninni jafnt konur og karla á öllum aldri og þverskurðinn af þjóðfélaginu getum við sagt. Það er ekki verið að leita eftir einhverjum afreksmönnum neitt frekar en öðrum, frekar að það sé góður félagsskapur og góður andi í hópnum. Aðal markmiðið er auðvitað að safna fé fyrir þetta málefni þannig að hópurinn er búinn að vera í allan vetur að þessu, að hafa gaman saman og safna styrkjum og æfa sig,“ útskýrir Viðar.

Að lokinni skemmtuninni með hinum liðunum í miðborg Parísar í dag hélt íslenska liðið aftur upp á hótel og ætlar í kvöld að snæða saman fínan kvöldverð, skemmta sér aðeins og gera vel við sig til að fagna árangrinum.

Þótt leiðangrinum í ár hafi rétt verið að ljúka hefur þegar verið opnað fyrir skráningar á heimasíðu Team Rynkeby til þátttöku á næsta ári. Umsóknarfrestur rennur út þann 20. ágúst og segir Viðar ekki annað koma til greina en að endurtaka leikinn aftur að ári.

Alls hjólaði liðið 1.326 kílómetra frá Kaupmannahöfn til Parísar.
Alls hjólaði liðið 1.326 kílómetra frá Kaupmannahöfn til Parísar. Ljósmynd/Facebook-síða Team Rynkeby
mbl.is

Innlent »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...