Notum meiri olíu

Skatttekjur ríkisins af ökutækjum hefur aukist verulega síðustu ár.
Skatttekjur ríkisins af ökutækjum hefur aukist verulega síðustu ár. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Innflutningur á eldsneyti jókst um 77% árin 2012 til 2016. Vegna lækkandi olíuverðs minnkaði verðmæti innflutningsins um 18%. Með sama áframhaldi verður innflutningurinn tvöfalt meiri í ár en árið 2012.

Þetta má ráða af samantekt Hagstofunnar fyrir Morgunblaðið sme um er fjallað í blaðinu í dag.

Aukin eldsneytisnotkun vitnar um mikinn hagvöxt og stóraukin umsvif í ferðaþjónustu. Hluti af aukningunni er tilkominn vegna eldsneytis sem íslenskir lögaðilar keyptu erlendis. Hlutur íslenskra flugfélaga var þar stór, var t.d. 80% í fyrra. Sé erlendi hlutinn undanskilinn jókst notkunin um 24% árin 2013 til 2016.

Samtímis því sem Íslendingar keyptu meira af olíu á lægra verði hafa skatttekjur ríkisins af ökutækjum aukist verulega síðustu ár. Þær munu að óbreyttu nálgast 50 milljarða í ár en voru 36 milljarðar 2013, segir í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert