Reykjavík sem ekki varð

Anna Dröfn er aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands og ...
Anna Dröfn er aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands og Guðni Valberg er einn af eigendum arkitektastofunnar Trípólí. Þau eru hjón og eiga tvær stelpur, Ingu Bríeti, fædda 2013 og Iðunni Ásu fædda 2016. Ómar Óskarsson

Hjónin Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt, höfundar bókarinnar „Reykjavík sem ekki varð“, munu leiða kvöldgöngu klukkan átta, fimmtudaginn 3. ágúst. Í henni verður stiklað á byggingarsögu nokkurra opinbera bygginga sem risu í miðbæ Reykjavíkur, með áherslu á þau byggingaráform sem urðu ekki að veruleika.

Þau munu einkum fjalla um þær opinberu byggingar sem til umræðu var að reisa við Arnarhól. Það getur talist nokkuð merkilegt að tekist hafi að standa vörð um þetta eftirsótta græna svæði í miðborginni í svo langan tíma.

Kjörinn vettvangur til að ræða það sem ekki varð

Allir eru velkomnir í sögugönguna og þátttaka er ókeypis. Gangan hefst fyrir framan Menningarhúsið í Grófinni en þaðan verður gengið á Austurvöll og alþingisbyggingin rædd.

Á leiðinni frá Austurvelli að Arnarhóli, þar sem göngunni lýkur, verður fjallað um byggingarsögu Þjóðleikhússins. Á Arnarhóli verður svo rætt um skipulag opinberra bygginga á hólnum frá árinu 1906, hugmyndir um byggingu Háskóla Íslands þar og þær deilur sem risu um byggingu seðlabanka.

Anna Dröfn og Guðni eru höfundar bókarinnar „Reykjavík sem ekki varð“ sem kom út árið 2014. Bókin fékk góðar viðtökur og síðan hafa þau haldið sýningu og verið með námskeið um efni hennar í Endurmenntun Háskóla Íslands. „Þetta er í fyrsta skipti sem við ræðum hana í sögugöngu en ég held að það sé kjörinn vettvangur til hittast og ræða það sem ekki varð,“ segir Anna.

Hér má sjá mynd Guðna, sem sýnir Þjóðleikhúsið ef það ...
Hér má sjá mynd Guðna, sem sýnir Þjóðleikhúsið ef það hefði verið byggt á Arnarhól. Mynd/Guðni Valberg

Áhersla á Arnarhól

Megináherslan í sögugöngunni verður á þær byggingar sem tengjast Arnarhóli á einhvern hátt. „Það er spennandi svæði til að fjalla um núna þar sem það eru svo miklar framkvæmdir þarna fyrir neðan,“ segir Anna.

„Við gerð bókarinnar fannst mér sjálfri svo áhugavert að síðustu 100 ár hefur reglulega verið til umræðu að byggja á hólnum. Ég hafði aldrei pælt í því að það væri eitthvað merkilegt við að það væri ekki hús þarna. En það er í rauninni dálítið merkilegt,“ segir Anna.

Hún segir að það hafi verið til umræðu að byggja alþingishúsið við hólinn, Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið og Seðlabankann, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir að hugmyndin hljómi einkennilega þætti okkur það sjálfsagt ef orðið hefði úr byggingunum. Í rauninni sé enn einkennilegra að ekki skuli hafa verið byggt á reitnum. Anna bendir til dæmis á að Þjóðleikhúsið hefði tekið sig vel út þar.

Týnda púslið

Anna segir að það liggi skemmtilegar ástæður að baki því að byggingar hafi ekki verið reistar á Arnarhóli. „Til dæmis þegar var til umræðu að reisa Þjóðleikhúsið fannst einhverjum það ómögulegt því að nýbúið var að setja styttuna af Ingólfi þarna,“ segir Anna.

Aðspurð hvað sé heillandi við þau byggingaráform sem ekki litu dagsins ljós svarar Anna: „Þetta er týnda púslið sem varpar ljósi á ótrúlega margt í þróun miðborgarinnar. Það er gaman að velta fyrir sér að átök um skipulagsmál, sem sumir halda kannski að séu ný af nálinni, hafi bara alltaf verið.“ Anna segir þetta alltaf hafa verið hitamál. „Þegar kemur að því að skipuleggja nærumhverfi okkar þá hafa allir skoðun á því,“ segir Anna.

Allir eru velkomnir í sögugönguna fimmtudaginn 3. ágúst og þátttaka ...
Allir eru velkomnir í sögugönguna fimmtudaginn 3. ágúst og þátttaka er ókeypis. Gangan er haldin á vegum Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafnsins og Listasafns Reykjavíkur, sem bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Í júní, júlí og ágúst á hverju ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Efniviðurinn náði algjörum tökum á okkur“

Hugmyndin að bókinni kviknaði árið 2012 þegar hjónin sátu heima að glugga í bækur sem þau höfðu keypt á bókamarkaði. Þá ræddu þau þekktar byggingar í miðbænum sem voru umdeildar á sínum tíma, voru lengi í byggingu og breyttust í útliti eða risu á öðrum stað en stóð til í fyrstu.

„Guðni fór að teikna upp fyrir mig skipulagsáform á Arnarhóli í byrjun 20. aldar sem hefðu gjörbreytt upplifun okkar af svæðinu þar í kring ef af þeim hefði orðið,“ segir Anna. Í kjölfarið hafi hugmyndin kviknað að því að taka saman yfirlit yfir helstu byggingarnar sem urðu ekki, teikna þær upp í þrívídd og fella inn á ljósmynd af Reykjavík eins og við þekkjum hana í dag.

„Við sökktum okkur í rannsóknir og efniviðurinn náði algjörum tökum á okkur. Ótrúlega spennandi skjöl og áhugaverðar og oft á tíðum mjög heitar umræður sem komu í ljós í bæjarstjórn, á Alþingi og í dagblöðum,“ segir Anna. „Það var ljóst að af nógu var að taka þegar kom að sögu byggingarlistar og skipulagsmála í miðbænum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

Borun eftir heitu vatni við Laugaland hætt

16:19 Veitur hafa nú hætt borun í landi Götu við Laugaland. Markmið borunarinnar var að afla heits vatns og auka þannig nýtanlegan forða fyrir Rangárveitur er þjóna Rangárþingum og Ásahreppi að hluta. Meira »

„Þetta hefur gengið ágætlega“

16:11 „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í samtali við mbl.is en viðræður hafa staðið yfir frá því í morgun varðandi fyrirhugaða stjórnarmyndun VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Meira »

Rútuslys í aftakaveðri fyrir austan

15:40 Níu björgunarsveitir á Norðausturlandi hafa verið kallaðar út eftir rútuslys í Víðidal á Austurlandi. Rúta ók þá aftan á snjóruðningstæki en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er einn slasaður, þó ekki alvarlega. Fimm aðrir meiddust lítillega. Meira »

„Veit ekki hver staðan er“

15:39 „Ég hreinlega veit ekki hver staðan er og er mjög döpur vegna þess,“ segir víetnamski matreiðsluneminn Chuong Le Bui. Á mánudag fékk hún fimmtán daga frest til að yfirgefa landið. Síðan þá hefur dómsmálaráðherra sagt að lögin sem valda því verði leiðrétt en Choung segir óvissuna þó vera mikla. Meira »

Þinghaldi lokað í einni skýrslutöku

15:30 Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, vegna stórfelldrar líkamsárásar í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, lokaði þinghaldi þegar réttarmeinafræðingur kom til að bera vitni í málinu. Meira »

Safnaði 1,7 milljón fyrir Bleiku slaufuna

15:13 Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður hjá asa iceland afhenti í gær styrk upp á 1.750.000 kr. sem er afrakstur sölu á 200 silfurhálsmenum Bleiku slaufunnar í ár. Meira »

„Brottkast og svindl er ólíðandi“

15:25 „Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda, SFÚ. Tilefnið er fréttaskýringaþáttur Kveiks, sem sýndur var á RÚV í gær, en í honum voru sýndar myndir af miklu brottkasti afla. Meira »

„Fæ líka pósta með ábendingum“

14:55 „Ég ákvað að hitta í fyrramálið sjómannaforystuna og útgerðarmenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en í ráðuneytinu var í morgun haldinn fundur vegna þeirra upplýsinga sem fram komu í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. Meira »

Í gæsluvarðhaldi til 6. desember

14:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað manninn og konuna sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi í gæsluvarðhald til sjötta desember. Meira »

Unnustan og nágranni með aðra sögu

14:36 Vitnisburður Heiðdísar Helgu Aðalsteinsdóttur, unnustu Arnars Jónssonar Aspar, og Árna Jónssonar, nágranna þeirra Arnars og Heiðdísar, var í nokkrum veigamiklum atriðum annar en hjá Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir stófellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars í júní. Meira »

„Fólk vill oft gleymast“

14:27 „Er ættingi þinn eða vinur á sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili, fangelsi, sambýli eða býr einn? Skipulegðu heimsóknir til hans, þjöppum fjölskyldu og vinum saman og dreifum ábyrgðinni, Enginn vill vera einn og yfirgefinn. Veitum ást hlýju og umhyggju.“ Þannig hljómar kynning á nýrri vefsíðu. Meira »

Þöggun og meðvirkni verði ekki liðin

14:04 Karlar í Pírötum styðja heilshugar við það þverpólitíska framtak íslenskra kvenna í stjórnmálum að koma fram sem hópur til að lýsa reynsluheimi sínum. Reynsluheimi sem einkennist af því að þurfa að þola kynferðisofbeldi og áreitni við stjórnmálastörf. Meira »

Vilja gæsluvarðhald vegna vændismáls

13:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar fljótlega

13:00 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, mun skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar á næstu dögum. Ágripið er í raun öll skjöl málsins sem leggja þarf fyrir Hæstarétt og telur því um 20 þúsund blaðsíður. Meira »

Börnin koma af vígvellinum

13:50 „Samfélagið allt þarf að vera tilbúið að standa með börnum sem koma frá ofbeldisheimilum en þau hafa hafa gengið í gegnum erfiða reynslu og orðið vitni að hræðilegum hlutum. Þessi hópur er ekki hávær og af þeirri ástæðu er mikilvægt að passa upp á að hann gleymist ekki.“ Meira »

Segir Jón Trausta hafa veitt áverkana

13:11 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sagði í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði ekki veitt Arnari neina áverka heldur hefði Jón Trausti Lúthersson, sem var einn þeirra sem var á staðnum, veitt þá. Meira »

Verða að auglýsa að dýr séu leyfð

12:57 Ekki er heimilt að koma með hunda eða ketti inn í veitingastaði eða mötuneyti þar sem mæting er ekki valfrjáls eða á stöðum þar sem fólki er gert að sækja þjónustu. Þá ber að auglýsa það vandlega áður en komið er inn á staðinn að dýrunum sé heimilaður aðgangur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn . ALLT til AL...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...