Reykjavík sem ekki varð

Anna Dröfn er aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands og ...
Anna Dröfn er aðjúnkt og fagstjóri við Listaháskóla Íslands og Guðni Valberg er einn af eigendum arkitektastofunnar Trípólí. Þau eru hjón og eiga tvær stelpur, Ingu Bríeti, fædda 2013 og Iðunni Ásu fædda 2016. Ómar Óskarsson

Hjónin Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt, höfundar bókarinnar „Reykjavík sem ekki varð“, munu leiða kvöldgöngu klukkan átta, fimmtudaginn 3. ágúst. Í henni verður stiklað á byggingarsögu nokkurra opinbera bygginga sem risu í miðbæ Reykjavíkur, með áherslu á þau byggingaráform sem urðu ekki að veruleika.

Þau munu einkum fjalla um þær opinberu byggingar sem til umræðu var að reisa við Arnarhól. Það getur talist nokkuð merkilegt að tekist hafi að standa vörð um þetta eftirsótta græna svæði í miðborginni í svo langan tíma.

Kjörinn vettvangur til að ræða það sem ekki varð

Allir eru velkomnir í sögugönguna og þátttaka er ókeypis. Gangan hefst fyrir framan Menningarhúsið í Grófinni en þaðan verður gengið á Austurvöll og alþingisbyggingin rædd.

Á leiðinni frá Austurvelli að Arnarhóli, þar sem göngunni lýkur, verður fjallað um byggingarsögu Þjóðleikhússins. Á Arnarhóli verður svo rætt um skipulag opinberra bygginga á hólnum frá árinu 1906, hugmyndir um byggingu Háskóla Íslands þar og þær deilur sem risu um byggingu seðlabanka.

Anna Dröfn og Guðni eru höfundar bókarinnar „Reykjavík sem ekki varð“ sem kom út árið 2014. Bókin fékk góðar viðtökur og síðan hafa þau haldið sýningu og verið með námskeið um efni hennar í Endurmenntun Háskóla Íslands. „Þetta er í fyrsta skipti sem við ræðum hana í sögugöngu en ég held að það sé kjörinn vettvangur til hittast og ræða það sem ekki varð,“ segir Anna.

Hér má sjá mynd Guðna, sem sýnir Þjóðleikhúsið ef það ...
Hér má sjá mynd Guðna, sem sýnir Þjóðleikhúsið ef það hefði verið byggt á Arnarhól. Mynd/Guðni Valberg

Áhersla á Arnarhól

Megináherslan í sögugöngunni verður á þær byggingar sem tengjast Arnarhóli á einhvern hátt. „Það er spennandi svæði til að fjalla um núna þar sem það eru svo miklar framkvæmdir þarna fyrir neðan,“ segir Anna.

„Við gerð bókarinnar fannst mér sjálfri svo áhugavert að síðustu 100 ár hefur reglulega verið til umræðu að byggja á hólnum. Ég hafði aldrei pælt í því að það væri eitthvað merkilegt við að það væri ekki hús þarna. En það er í rauninni dálítið merkilegt,“ segir Anna.

Hún segir að það hafi verið til umræðu að byggja alþingishúsið við hólinn, Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið og Seðlabankann, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir að hugmyndin hljómi einkennilega þætti okkur það sjálfsagt ef orðið hefði úr byggingunum. Í rauninni sé enn einkennilegra að ekki skuli hafa verið byggt á reitnum. Anna bendir til dæmis á að Þjóðleikhúsið hefði tekið sig vel út þar.

Týnda púslið

Anna segir að það liggi skemmtilegar ástæður að baki því að byggingar hafi ekki verið reistar á Arnarhóli. „Til dæmis þegar var til umræðu að reisa Þjóðleikhúsið fannst einhverjum það ómögulegt því að nýbúið var að setja styttuna af Ingólfi þarna,“ segir Anna.

Aðspurð hvað sé heillandi við þau byggingaráform sem ekki litu dagsins ljós svarar Anna: „Þetta er týnda púslið sem varpar ljósi á ótrúlega margt í þróun miðborgarinnar. Það er gaman að velta fyrir sér að átök um skipulagsmál, sem sumir halda kannski að séu ný af nálinni, hafi bara alltaf verið.“ Anna segir þetta alltaf hafa verið hitamál. „Þegar kemur að því að skipuleggja nærumhverfi okkar þá hafa allir skoðun á því,“ segir Anna.

Allir eru velkomnir í sögugönguna fimmtudaginn 3. ágúst og þátttaka ...
Allir eru velkomnir í sögugönguna fimmtudaginn 3. ágúst og þátttaka er ókeypis. Gangan er haldin á vegum Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafnsins og Listasafns Reykjavíkur, sem bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Í júní, júlí og ágúst á hverju ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Efniviðurinn náði algjörum tökum á okkur“

Hugmyndin að bókinni kviknaði árið 2012 þegar hjónin sátu heima að glugga í bækur sem þau höfðu keypt á bókamarkaði. Þá ræddu þau þekktar byggingar í miðbænum sem voru umdeildar á sínum tíma, voru lengi í byggingu og breyttust í útliti eða risu á öðrum stað en stóð til í fyrstu.

„Guðni fór að teikna upp fyrir mig skipulagsáform á Arnarhóli í byrjun 20. aldar sem hefðu gjörbreytt upplifun okkar af svæðinu þar í kring ef af þeim hefði orðið,“ segir Anna. Í kjölfarið hafi hugmyndin kviknað að því að taka saman yfirlit yfir helstu byggingarnar sem urðu ekki, teikna þær upp í þrívídd og fella inn á ljósmynd af Reykjavík eins og við þekkjum hana í dag.

„Við sökktum okkur í rannsóknir og efniviðurinn náði algjörum tökum á okkur. Ótrúlega spennandi skjöl og áhugaverðar og oft á tíðum mjög heitar umræður sem komu í ljós í bæjarstjórn, á Alþingi og í dagblöðum,“ segir Anna. „Það var ljóst að af nógu var að taka þegar kom að sögu byggingarlistar og skipulagsmála í miðbænum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

Akranes má ekki sigla á Þjóðhátíð

Í gær, 19:51 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Eimskips um að fá að sigla ferjunni Akranesi til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgina. Akranesferjan hefur verið í tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur í sumar. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

Í gær, 19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

Í gær, 19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

Í gær, 18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

Í gær, 17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

Í gær, 17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í gær þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

Í gær, 18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

Í gær, 17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

Í gær, 17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alima...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Véla & tækjakerrur til afgreiðslu samdægurs
Einnig bílaflutningakerrur og fjölnotavagnar með innbyggðum sliskjum. Sími 615 ...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...