Bætt afkoma sveitarfélaga

Halldór Halldórsson borgarfulltrúi
Halldór Halldórsson borgarfulltrúi mbl.is/Ómar Óskarsson

Langtímaskuldir sveitarfélaga lækka milli áranna 2015 og 2016 um 4,8 milljarða króna eða sem nemur 2,9 prósentum.

Heildarskuldir, þ.e. bæði til langs tíma og skamms, hafa lækkað um 1,4 prósent en þær námu 86,5 prósentum af tekjum ársins 2015, en aðeins 76,1 prósenti árið 2016. Skuldbindingar hafa á móti aukist töluvert eða um 14,3 prósent og eru þar lífeyrisskuldbindingar fyrirferðarmestar.

Afkoma sveitarfélaga var óvenjugóð árið 2016 og mun betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir þróunina ánægjulega. Hann segir helstu skýringuna á bættri afkomu sveitarfélaga liggja í auknum útsvarstekjum sem jukust um 11% á milli ára, að því er fram kemur í fréttaskýringu um afkomu sveitarfélaganna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert