Úrkoman ekki verið sérlega mikil

Það blés hressilega í höfuðborginni í gær og áttu einhverjir …
Það blés hressilega í höfuðborginni í gær og áttu einhverjir erfitt með að ráða við regnhlífar sínar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Úrkoma hingað til hefur ekki verið sérlega mikil og sólarleysi ekki áberandi mikið,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur, spurður um veðrið á suðvesturhorni landsins fyrri hluta júlí.

Hita hefur þó verið nokkuð misskipt á landinu það sem af er júlí, en hæstur er meðalhitinn hingað til á Torfum í Eyjafirði, eða 11,6 stig. Næst á eftir kemur Kirkjubæjarklaustur með meðalhita 11,5 stig.

Svalinn suðvestanlands er áberandi sé miðað við það sem algengast hefur verið á þessari öld, segir Trausti. Sömu júlídagar voru þá aðeins tvisvar kaldari en nú (2013 og 2006) og einu sinni jafnkaldir og nú, eða 2002. Sé miðað við lengri tíma er hitinn hins vegar nær því sem venjulegt má telja, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert