Áhorfið það mesta sem mælst hefur

Fanndís Friðriksdóttir (l.t.h.) hleypur af sér franska varnarmanninn Jessica Houara …
Fanndís Friðriksdóttir (l.t.h.) hleypur af sér franska varnarmanninn Jessica Houara d'Hommeaux í leiknum í Tilburg.

„Áhorfið á leikinn gegn Frökkum var frábært og það mesta sem mælst hefur á fótboltaleik kvenna,“ segir Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV.

Hann segir að áhorfið á leikinn í fyrradag hafi verið talsvert meira en þegar mest lét fyrir fjórum árum á Evrópumóti kvenna í Svíþjóð. „Samkvæmt tölum frá Gallup mældist 40% meðaláhorf á hverja mínútu leiksins og uppsafnað áhorf var 54% (þeir sem horfðu í amk 5 mín samfleytt).

Auk þess sýna tölurnar að 93% þeirra sem horfðu á sjónvarp í fyrradag fylgdust með leiknum.Til samanburðar fékk leikur Íslands og Þýskalands mesta áhorfið á EM kvenna fyrir fjórum árum. Þá mældist meðaláhorfið 25% og uppsafnað áhorf 47%.“

Vaxandi áhugi á kvennabolta

Valgeir segir aukninguna ekki einungis eiga sér stað í leikjum Íslands heldur virðist áhugi á öðrum leikjum keppninnar líka fara vaxandi. „Upphafsleikurinn fyrir fjórum árum, leikur Ítalíu og Finnlands, fékk um 2% meðaláhorf og 6% uppsafnað áhorf,“ segir Valgeir og bætir við að annað hafi verið upp á teningnum í ár. „Áhorf á opnunarleik Hollands og Noregs mældist 9% og uppsafnað áhorf var í kringum 19% sem verður að teljast gott,“

aronthordur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert