Þreytt á ótryggum ferðum

Það eina sem bætt getur stöðuna er að dýpka Landeyjahöfn …
Það eina sem bætt getur stöðuna er að dýpka Landeyjahöfn en dýpkunarskipin Galilei og Dísa eru bæði í slipp.

Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.

Gísli Matthías Auðunsson, einn eigenda veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, og Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima, segja ótryggar samgöngur rýra traust á ferðaþjónustuaðilum.

Tekjutap sem Slippurinn varð fyrir vegna ótryggra ferða Herjólfs nýverið er að mati Gísla Matthíasar tvær og hálf milljón króna. Ferðaþjónustan hafi tapað á slipptöku skipsins í maí. Hann telur fólk orðið langþreytt á ótryggum samgöngum en bjartsýni verði að ríkja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert