Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Margir eru skreyttir þjóðlitum Íslands.
Margir eru skreyttir þjóðlitum Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. 

Margir eru skreyttir þjóðlitum Íslands og eru bláir, hvítir og rauðir kúrekahattar einkum áberandi á torginu. Tólfan, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins, heldur uppi stuðinu með trommum og hvatningarhrópum.

Smá gola er á torginu, um 13 gráðu hiti og skýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert