Vara við hringingum úr svikanúmeri

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðin vakti nú í kvöld athygli á því á Facebook-síðu sinni að henni berast þessa stundina fjölmargar ábendingar vegna sjálfvirkra hringinga úr erlendu símanúmeri. Er þá hringt og skellt á nær samstundis þannig að símanúmerið situr eftir í hringilista viðkomandi.

Segir lögregla líklegt að þarna sé um símaóværu, eða svikanúmer, að ræða. Hringingarnar gætu þannig haft þann tilgang einan að hafa fé af fólki sem svarar eða hringir til baka.“ Góð regla er að svara ekki þegar hringt er úr númerum sem þið ekki kannist við né hringja til baka,“ segir í ráðleggingum lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert