Viðhaldi ekki sinnt fyrr en í neyð

Leikskólabörn að leik. Skorið var niður í viðhaldi leikskóla Reykjavíkurborgar …
Leikskólabörn að leik. Skorið var niður í viðhaldi leikskóla Reykjavíkurborgar eftir hrun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ástand húsnæðis leikskóla í Reykjavík er víða slæmt og þarfnast bæði hús og lóðir viðhalds og endurbóta. Borgaryfirvöld drógu úr öllu viðhaldi árið 2008, í kjölfar hrunsins, og síðan þá hefur viðhaldi lítið verið sinnt og ekki er farið í endurbætur fyrr en komið eru upp neyðarástand, að sögn leikskólastjóra.

Í kvöldfréttum RÚV segir að mygla og skordýragangur hafi komið upp á einum leikskóla vegna viðhaldsleysis fyrr á þessu ári og er ástand hússins sagt vera svo heilsuspillandi að einn starfsmaður neyddist til að láta af störfum.

Haft er eftir Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, að það sé ekkert launungarmál að skorið hafi verið niður í viðhaldi leikskóla eftir hrun. Leikskólar greiða fyrir leigu á húsnæði til Reykjavíkurborgar og gert sé ráð fyrir að hluti af þeirri greiðslu fari í viðhald.

Etir hrun hafi þessu eyrnamerkta fjármagni hins vegar einfaldlega verið varið í annað en viðhald vegna fjárskorts. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert