Keppt í pétanque á Frönskum dögum

Frá keppni í pétanque á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði.
Frá keppni í pétanque á frönskum dögum á Fáskrúðsfirði.

Íslandsmót í pétanque (pétangi), Fáskrúðsfjarðarhlaupið og dansleikur í félagsheimilinu Skrúði er meðal þess sem í boði verður á Frönskum dögum sem haldnir verða í 22. sinn á Fáskrúðsfirði dagana 26. til 30. júlí.

María Óskarsdóttir, forsvarsmaður hátíðarinnar, segir að Franskir dagar hafi orðið til í samtali tveggja nefnda í Búðahreppi. Í þeim hreppi var Fáskrúðsfjörður áður en hann sameinaðist Fjarðabyggð. „Hlutverk nefndanna var að koma með hugmyndir til þess að auka ferðamannastraum til þorpsins. Þar sem sterk tengsl voru við norður- og vesturströnd Frakklands og Gravelines sem er franskur vinarbær Fáskrúðsfjarðar var ákveðið að stofna til Franskra daga,“ segir María.

Að hennar sögn sóttu sjómenn frá Gravelines björg í bú við strandir Íslands og áttu í miklum samskiptum við íbúa Fáskrúðsfjarðar. Hátíðin er í minningu frönsku sjómannanna. Íbúar Fáskrúðsfjarðar eru rúmlega 700 en búast má við að allt að 2.000 manns verði á staðnum á Frönskum dögum. Fulltrúar frá Gravelines eru ætíð viðstaddir hátíðahöldin og taka virkan þátt í þeim, að því er fram kemurí umfjöllun um hátíðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert