Ríkið selji sé viðhaldi ekki sinnt

Sögufrægar byggingar liggja undir skemmdum í Skálholti.
Sögufrægar byggingar liggja undir skemmdum í Skálholti. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sinni ríkið ekki viðhaldi á fágætum menningareignum í eigu þess, ætti ríkið að koma þeim annað. Mikilvægt sé að ríkið setji sér eignastefnu. Þetta sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni, sem lauk í gær.

Að mati Sigríðar hefur Skálholt mikið og sögulegt gildi og því þurfi að huga vel að viðhaldi staðarins. Í samtali við Morgunblaðið sagði hún að viðhaldsleysi á stöðum eins og Skálholti blasti við og það væri miður.

Aðspurð hvort ríkið ætti að grisja eignasafn sitt svaraði Sigríður því játandi, þ.e. ef ríkið sæi sér ekki fært að viðhalda þeim. Hún nefnir engar sérstakar eignir í því samhengi en segir menn þurfa að átta sig á því að eignarhaldi fylgi ákveðnar skyldur. Gera þurfi mat á því hvort það sé raunhæft að ríkið haldi í allar þessar eignir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert