Leggur af stað á toppinn kl. 17

John Snorri er kominn upp í fjórðu og síðustu búðir …
John Snorri er kominn upp í fjórðu og síðustu búðir á fjallinu hættulega. Ljósmynd/Lífsspor á K2

John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma í dag. Áætlað er að það taki um tíu klukkustundir að klífa upp á topp.

Hópurinn þurfti að seinka ferð sinni upp á topp um tæpan sólarhring meðal annars vegna þess að hópurinn var örþreyttur þegar hann komst upp í síðustu búðirnar. Sú ganga var vægast sagt krefjandi. 

Ferðin úr þriðju búðum tók um 12 klukku­stund­ir en hefði í raun átt að taka um sex stund­irSvartaþoka, drun­ur frá snjóflóðum, snjó­hengj­ur og sprung­ur í fjall­inu settu mark sitt á þá för, eins og fram kom í viðtali við John Snorra á mbl.is úr fjórðu búðum í gær

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert