Tveir lögreglumenn kærðir fyrir ofbeldi

Tveir lögreglumenn hafa verið ákærðir.
Tveir lögreglumenn hafa verið ákærðir.

Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu

Í sömu frétt staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari að málið sé í rannsókn og að kæra hafi verið lögð fram. Lögreglumennirnir hafa ekki verið sendir í leyfi. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri einnig. 

Atvikið átti sér stað við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Starfsmenn veitingastaðarins höfðu þá óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja manna sem voru ölvaðir og með læti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert