Þjóni ekki hagsmunum Haga

Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við sjáum þetta ekki þjóna okkar hagsmunum,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um þá ákvörðun smásölurisans að taka ekki lengur þátt í íslensku smásöluvísitölunni. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að félagið hefði tilkynnt Rannsóknarsetri verslunarinnar um þessa ákvörðun.

Frétt mbl.is: Hagar út úr smásöluvísitölunni

„Við erum að birta upplýsingar einir á markaði fjórum sinnum á ári og erum í rafrænum samskiptum við Hagstofuna og teljum það nóg,“ segir Finnur, en skylda félagsins er að birta fjórum sinnum á ári upplýsingar um rekstur og afkomu.

„Ég tel okkur vera að sinna skyldum okkar að fullu,“ bætir hann við.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í dag er grundvöllur smásöluvísitölunnar með þessu brostinn. Henni var ýtt úr vör árið 2002 og hafa grein­ing­ar­deild­ir bank­anna, Seðlabank­inn, Hag­stof­an og fleiri aðilar á markaði notað hana í grein­ingu sinni. Hún sýn­ir breyt­ing­ar á veltu í smá­sölu­versl­un.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert