Undirbúa 200 metra borholu í Surtsey

Borinn, sem kemur frá Bandaríkjunum, er engin smásmíði enda ætlað …
Borinn, sem kemur frá Bandaríkjunum, er engin smásmíði enda ætlað að komast á 200 metra dýpi. Vonir standa til að hann verði ræstur á allra næstu dögum. Hér er unnið að uppsetningu borsins í eynni. Ljósmyndir/Snorri Páll Snorrason

Verið er að undirbúa borun á 200 metra djúpri holu í gegnum Surtsey til að rannsaka myndun móbergs og hvort bakteríur eigi hugsanlega einhvern þátt í henni.

Hópur vísindamanna dvelur nú í eynni við að koma upp stórum bor, sem sendur var til Íslands frá Utah í Bandaríkjunum. Boruð var 180 metra hola í Surtsey árið 1979 og ætlunin er að bera hana saman við nýju holuna.

Ætlunin er að komast alla leið í gegnum eyjuna og niður í gamla sjávarbotninn undir henni. Þar á að gera ýmsar athuganir, m.a. að mæla sjávarföll í holunni, að því er fram kemur í umfjöllun um rannsóknir þessar í Morgunblaðinu ídag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert