Tuttugu kennara vantar til starfa

Enn vantar sex kennara til starfa við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.
Enn vantar sex kennara til starfa við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tuttugu grunnskólakennara vantar til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þar af vantar sex kennara til starfa í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Aðeins tvær vikur eru til stefnu þar til skólastarf hefst. 

Rúv greindi frá.

Svanhildur M. Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir í samtali við Rúv félagið hafa áhyggjur af stöðunni. Hún telur ástæðu þess að svo marga kennara vanti til starfa vera betra efnahagsástand, en kennarar leiti gjarnan í önnur störf þegar færi gefst vegna launa.

Að sögn Svanhildar er mun meira um að það vanti kennara til starfa núna í ár heldur en í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert