Borgin ósveigjanleg

Stefna Reykjavíkurborgar er að gera foreldrum kleift að velja um …
Stefna Reykjavíkurborgar er að gera foreldrum kleift að velja um ungbarnaleikskóla eða dagforeldra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dagforeldrar í Reykjavík yfirgefa stéttina nú í góðu efnahagsástandi vegna minnkandi atvinnuöryggis og lítils sveigjanleika borgarinnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólöf Lilja Sigurðardóttir, gjaldkeri félags dagforeldra, að staðan í dagvistunarmálum sé slæm fyrir haustið, í fyrsta sinn á hennar tæpu tuttugu árum sem dagforeldri.

Hún segir borgina ósveigjanlega og að leyfissviptingum sé umsvifalaust hótað ef dagforeldrar taki tímabundið að sér fleiri börn en leyfilegt er, til að bregðast við þeirri þörf sem er til staðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert