Mannekla í skólum

Alls vantar fólk í samtals 205 stöðugildi í grunn- og …
Alls vantar fólk í samtals 205 stöðugildi í grunn- og leikskólum borgarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir að ráða í tæp 132 stöðugildi í leikskólum og í rúm 73 stöðugildi í grunnskólum Reykjavíkur en líkt og fram kom í frétt mbl.is í gær vantar 30 kennara á höfuðborgarsvæðinu. 

Skrifstofa skóla- og frístundasviðs óskaði eftir upplýsingum um stöðuna í starfsmannamálum frá stjórnendum grunn- og leikskóla í borginni,segir í frétt Morgunblaðsins í dag en í frétt mbl.is er fjallað um grunnskóla á öllu höfuðborgarsvæðinu ekki bara Reykjavík.

Frétt mbl.is: Vantar 30 kennara á höfuðborgarsvæðinu

Ekki náðist í einn leikskólastjóra og einn skólastjóra og því gæti vantað í fleiri stöðugildi. Í leikskólum Reykjavíkurborgar vantar í 15 stöðugildi deildarstjóra, um 86 stöðugildi leikskólakennara á deild og um 20 stöðugildi í stuðning.

Í grunnskólum vantar í 22,7 stöðugildi kennara, í 34,6 stöðugildi stuðningsfulltrúa og í 14,2 stöðugildi skólaliða. Einnig vantar 2 þroskaþjálfa og í 2,7 stöðugildi í mötuneyti, að því er fram kemur í umfjöllun um manneklu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert